Erlent

Ísraelsher sleppir sprengjum á palestínskan háskóla

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Rústir Íslamska háskólans í Gasaborg.
Rústir Íslamska háskólans í Gasaborg.
Ísraelskar herflugvélar slepptu í morgun sprengjum á háskóla á Gasa-svæðinu sem markaði upphaf 27 dags hernaðaraðgerða Ísraela gegn Palestínumönnum.

Stór hluti Íslamska háskólans í Gasaborg skemmdist af þeim völdum.

Brotið gler og stílabækur lágu sem hráviði um nærumhverfi háskólans en ríflega 1000 manns stunda nám við skólann. Ekki var tilkynnt um mannfall í kjölfar árásarinnar.

Fréttamaður Al Jazeera á svæðinu sagði að ekki væri vitað hvert markmið árásarinnar hafi verið enda hafi háskólinn ekki haft gegnt neinu hernaðarlegu mikilvægi.

„Þetta undirstrikar einungis hversu óútreiknanlegt og óstöðugt ástandið á Gasa er,“ sagði fréttamaðurinn frá vettvangi sprengjuárásarinnar.

Loftárásin á háskólann kom í kjölfar árása Ísraelsher á bæinn Rafah í suðurhluta Gasa í morgun með þeim afleiðingum að 35 manns létu lífið, ef marka má heilbrigðisyfirvöld á svæðinu.

Sjúkrahús svæðisins var rýmt í aðdraganda árásanna.

Hér að neðan má sjá sjónvarpsumfjöllun Al Jazeera um málið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.