Innlent

Kveikt á Friðarsúlunni vegna ástandsins á Gasa

Atli Ísleifsson skrifar
Kveikt verður á Friðarsúlunni þann 7. ágúst næstkomandi, en fleiri hundruð börn hafa látið lífið á Gasa í árásum síðustu vikna.
Kveikt verður á Friðarsúlunni þann 7. ágúst næstkomandi, en fleiri hundruð börn hafa látið lífið á Gasa í árásum síðustu vikna. Vísir/Hakada
Yoko Ono segir á Facebook-síðu sinni að til standi að kveikja á Friðarsúlunni í Viðey þann 7. ágúst næstkomandi vegna allra þeirra saklausu barna sem látið hafa lífið í deilu Ísraela og Palestínumanna. Segist hún vona að ofbeldisverkin taki enda þegar í stað.

Rúmlega 1.400 Palestínumenn hafa látið lífið og um sextíu Ísraelsmenn frá því að aðgerðir Ísraelshers hófust þann 8. júlí síðastliðinn. Flestir hinna föllnu Palestínumanna hafa verið óbreyttir borgarar, þar af fleiri hundruð börn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.