Erlent

Önnur loftárás hæfir skóla á Gasa

Bjarki Ármannsson skrifar
Sólarupprás í Gasa í morgun. Um þrjátíu manns hafa fallið það sem af er degi.
Sólarupprás í Gasa í morgun. Um þrjátíu manns hafa fallið það sem af er degi. Vísir/AP
Tíu manns hið minnsta létust nú í morgun í loftárás Ísraelsmanna á skóla sem rekinn er af Sameinuðu þjóðunum og þar sem Palestínumenn á vergangi höfðu leitað skjóls. Talið er að þúsundir manna hafi dvalist í skólanum, sem er á sunnanverðu Gasasvæðinu.

BBC greinir frá. Ísraelski herinn hefur ekki tjáð sig um atvikið. Að sögn sjúkraliða á Gasa hafa um þrjátíu manns fallið í árásum það sem af er degi.

Þetta er í annað sinn á hálfum mánuði sem loftárás Ísraelsmanna hæfir neyðarskýli á vegum Sameinuðu þjóðanna. Sextán manns létust í árás á skýlið Jabaliya í síðustu viku og var sú árás fordæmd víða um heim, meðal annars af Barack Obama Bandaríkjaforseta.


Tengdar fréttir

Segir Ísraela fremja þjóðarmorð á Gasa

Mustafa Barghouti, læknir sem hlotið hefur tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels, segir ástandið á Gasa skelfilegt og kallar eftir efnahagsþvingunum gegn Ísrael.

Yfir þúsund látnir í átökunum á Gasa

Hátt í hundrað lík hafa fundist í húsarústum á Gasasvæðinu í dag eftir að tólf klukkustunda vopnahlé Hamas og Ísrael tók gildi klukkan fimm í morgun.

Saka Ísraelsher um að hindra för slasaðra á sjúkrahús

Talsmaður Hamas samtakanna fullyrðir að Ísraelsher hafi framið stríðsglæpi með því að hindra flutning særðra Palestínumanna á spítala. Verð á matvælum á Gaza hefur rokið upp vegna stríðsins og bændur leggja sig í lífshættu við að flytja mat á markaði á Gaza.

Vopnahlé rofið á Gasa

Að minnsta kosti 30 Palestínumenn féllu í árás Ísraelshers fljótlega eftir að vopnahléið gekk í gildi.

Ísraelar leita ungs hermanns

Hersveitir Ísraelshers leita nú Hadar Goldin, 23 ára hermanns, sem talið er að hafi verið rænt af Hamas-liðum fyrr í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.