Erlent

Í fangelsi fyrir að beina leysigeisla í átt að þyrlu

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Maðurinn beindi leisergeisla að lögregluþyrlu.
Maðurinn beindi leisergeisla að lögregluþyrlu. Vísir/Getty
Á mánudaginn fékk maður frá Bandaríkjunum eins árs og níu mánaða fangelsisdóm fyrir að beina leysigeisla í átt að lögregluþyrlu árið 2013.

Maðurinn, sem heitir Brett Lee Scott og er 26 ára, beindi leysigeisla á lögregluþyrluna í nokkur mismunandi skipti yfir sex mánaða tímabil og notaði tvo mismunandi leysibenda. Hann sagði fyrir dómi að hann hefði gert þetta því honum hafi leiðst og vildi stytta sér stundir.

Notkun leysibenda í þessum tilgangi er litin alvarlegum augum í Bandaríkjunum. „Það er ekki heil brú í því að fremja svona glæp. Þetta er mjög alvarlegt mál," segir Benjamin Wagner saksóknari í Kaliforníu. Hann bætir við: Menn eins og Scott sem nota leysibenda í þessum tilgangi fyrir eitthvað stundargaman geta skapað mikla hættu. Þarna hefði getað orðið alvarlegt slys."

Þyngsti dómurinn í svona málum var kveðinn upp í mars þegar maður fékk fjórtán ára fangelsisdóm fyrir að beina leysigeisla að sjúkraþyrlu sem flaug með veikt barn á barnaspítala.

Alls hafa áttatíu dómar verið kveðnir upp í Bandaríkjunum í málum þar sem fólk beinir leysigeislum að flugvélum og þyrlum.


Tengdar fréttir

Leysibendar bannaðir án sérstaks leyfis frá Geislavörnum

Velferðarráðherra hefur sett reglugerð sem bannar notkun á öflugum leysibendum án leyfis frá Geislavörnum ríkisins og einnig ber að tilkynna Geislavörnum um innflutning þeirra. Reglugerðin er sett til að hindra slys líkt og dæmi eru um að hlotist hafi af gáleysislegri notkun leysibenda.

Panta stórhættulega leysibenda af netinu

Brögð eru að því að reynt sé að flytja til landsins leysibenda sem eru þúsundfalt aflmeiri en almenn notkun réttlætir. Þeir aflmestu brenna húð og valda sjónskaða á augnabliki. 13 ára drengur slasaðist alvarlega í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×