Innlent

Leysibendar bannaðir án sérstaks leyfis frá Geislavörnum

Dæmi eru um að flugmenn hafi orðið fyrir óþægindum í aðflugi þegar geislanum hefur verið beint að flugstjórnarklefanum.
Dæmi eru um að flugmenn hafi orðið fyrir óþægindum í aðflugi þegar geislanum hefur verið beint að flugstjórnarklefanum.
Velferðarráðherra hefur sett reglugerð sem bannar notkun á öflugum leysibendum án án leyfis frá Geislavörnum ríkisins og einnig ber að tilkynna Geislavörnum um innflutning þeirra. Reglugerðin er sett til að hindra slys líkt og dæmi eru um að hlotist hafi af gáleysislegri notkun leysibenda.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að undanfarin ár hafi komið á markað ódýrir og öflugir leysibendar sem hafa verið til sölu á almennum markaði hér á landi. „Bendarnir hafa verið vinsælir sem leikföng þótt þeir séu alls ekki til þess fallnir þar sem þeir geta reynst hættulegir. Dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir varanlegum augnskaða eftir geisla frá leysibendi. Eins geta hlotist alvarleg slys ef leysibendum er beint að stjórnendum farartækja. Nefna má atvik þar sem illa hefði getað farið þegar tveir drengir beindu geislum úr leysibendum að flugvél í aðflugi á Akureyri og trufluðu þannig flugmennina.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.