Stöðvuðu sendingu af banvænum leysibendum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. desember 2013 20:01 Tollverðir stöðvuðu sendingu af tveimur gríðarlega öflugum leysibendum í gær. Aðstoðaryfirtollvörður segir notagildi tækjanna engin og séu í raun fátt annað en banvæn. Yfirflugmaður hjá Landhelgisgæslunni tekur í sama streng og segir gæsluna hafa miklar áhyggjur af innflutningu á leysibendum enda létust níu þegar þyrla hrapaði í Glasgow en þar komu leysibendar við sögu. Kjartan Hreinn Njálsson. Venjulegur og löglegur leysibendir upp á 1mw getur valdið miklum skemmdum á sjón. Ögn sterkari bendir, 90mw, getur að sama skapi valdið langvarandi og óafturkræfum sjónskemmdum en slíkir leysibendar eru nokkuð algengir á Íslandi. Það eru þó dæmi um að margfalt öflugri leysibendir séu fluttir hingað til lands, jafnvel 50 sinnum sterkari en hefðbundnir bendar. Oftar en ekki eru þeir stöðvaðir af Tollstjóra og Geislavörnum ríkisins. Tæki sem þessi eru ekki leikföng, heldur eitthvað allt annað. Það að bera kennsl á öflugan leysibendi er hægara sagt en gert. Merkingum er oft ábótavant og öflugir og ólöglegir bendar rata oft í hendur almennings. Eins og Fréttablaðið greinir frá í dag þá hefur Tollstjóri og Geislavarnir ríkisins gert upptæka marga leysibenda sem eru margfalt aflmeiri en almenn notkun réttlætir. Þessir einstaklingar hafa oft á tíðum ekki hugmynd um hver mörkin eru. Flóran er sannarlega fjölbreytt þegar leysibendar eru annars vegar. Tollstjóri hefur á síðustu dögum lagt hald á mikið magn af ólöglegum leysibendum, allt frá leikfangabyssum til 5mw bendum. Alvarlegri tilfelli eru til staðar. Í gær stöðvuðu tollverðir tvo 10W leysibenda. Þetta eru 10 þúsund mw. „Í gær stoppuðum við tvö leysibenda sem voru að koma til landsins frá Kína. Báðir voru þeir 10W. Það liggur við að þetta séu banvæn tæki,“ segir Gunnar Sæmundsson, aðstoðaryfirtollvörður. Tíu þúsund millivatta leysibendir er fáanlegur á tæpar fimm þúsund krónur. Oftar en ekki eru það unglingar sem panta þessa benda af netinu. Það voru einmitt tveir tuttugu og þriggja ára gamlir piltar sem freistuðu þess að flytja inn öflugu leysibendana tvo sem tollurinn stöðvaði í gær. Svo öflug leysitækni hefur ekkert notagildi í daglegu lífi. Staðreyndin sem blasir við er að ungir og óþroskaðir einstaklingar hafa þessa leysibenda undir höndum. Sjónskemmdir af völdum leysibenda er ekkert nýmæli á Íslandi. Nægir að benda á atvik sem átti sér stað í maí þegar 13 ára gamall piltur var fluttur á sjúkrahús með alvarlegan skaða á báðum augum af völdu leysibendis. Sem dæmi um hörmulegar afleiðingar þegar leysibendar eru notaðir má nefna þyrluslys í Glasgow fyrr í þessum mánuði. Þar hrapaði þyrla á krá eftir að leysibendi hafði verið skotið í stjórnklefa þyrlunnar. „Ef einhverjum dettur í hug að beina svona öflugum leysi að loftfari þá getur skapast gríðarleg hætta,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugmaður hjá Landhelgisgæslunni. „Hættan er í raun meiri hjá loftförum okkar þar sem við erum oft í lágflugi að kveldi. Þannig að við höfum sannarlega áhyggjur af þessu.“ Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Tollverðir stöðvuðu sendingu af tveimur gríðarlega öflugum leysibendum í gær. Aðstoðaryfirtollvörður segir notagildi tækjanna engin og séu í raun fátt annað en banvæn. Yfirflugmaður hjá Landhelgisgæslunni tekur í sama streng og segir gæsluna hafa miklar áhyggjur af innflutningu á leysibendum enda létust níu þegar þyrla hrapaði í Glasgow en þar komu leysibendar við sögu. Kjartan Hreinn Njálsson. Venjulegur og löglegur leysibendir upp á 1mw getur valdið miklum skemmdum á sjón. Ögn sterkari bendir, 90mw, getur að sama skapi valdið langvarandi og óafturkræfum sjónskemmdum en slíkir leysibendar eru nokkuð algengir á Íslandi. Það eru þó dæmi um að margfalt öflugri leysibendir séu fluttir hingað til lands, jafnvel 50 sinnum sterkari en hefðbundnir bendar. Oftar en ekki eru þeir stöðvaðir af Tollstjóra og Geislavörnum ríkisins. Tæki sem þessi eru ekki leikföng, heldur eitthvað allt annað. Það að bera kennsl á öflugan leysibendi er hægara sagt en gert. Merkingum er oft ábótavant og öflugir og ólöglegir bendar rata oft í hendur almennings. Eins og Fréttablaðið greinir frá í dag þá hefur Tollstjóri og Geislavarnir ríkisins gert upptæka marga leysibenda sem eru margfalt aflmeiri en almenn notkun réttlætir. Þessir einstaklingar hafa oft á tíðum ekki hugmynd um hver mörkin eru. Flóran er sannarlega fjölbreytt þegar leysibendar eru annars vegar. Tollstjóri hefur á síðustu dögum lagt hald á mikið magn af ólöglegum leysibendum, allt frá leikfangabyssum til 5mw bendum. Alvarlegri tilfelli eru til staðar. Í gær stöðvuðu tollverðir tvo 10W leysibenda. Þetta eru 10 þúsund mw. „Í gær stoppuðum við tvö leysibenda sem voru að koma til landsins frá Kína. Báðir voru þeir 10W. Það liggur við að þetta séu banvæn tæki,“ segir Gunnar Sæmundsson, aðstoðaryfirtollvörður. Tíu þúsund millivatta leysibendir er fáanlegur á tæpar fimm þúsund krónur. Oftar en ekki eru það unglingar sem panta þessa benda af netinu. Það voru einmitt tveir tuttugu og þriggja ára gamlir piltar sem freistuðu þess að flytja inn öflugu leysibendana tvo sem tollurinn stöðvaði í gær. Svo öflug leysitækni hefur ekkert notagildi í daglegu lífi. Staðreyndin sem blasir við er að ungir og óþroskaðir einstaklingar hafa þessa leysibenda undir höndum. Sjónskemmdir af völdum leysibenda er ekkert nýmæli á Íslandi. Nægir að benda á atvik sem átti sér stað í maí þegar 13 ára gamall piltur var fluttur á sjúkrahús með alvarlegan skaða á báðum augum af völdu leysibendis. Sem dæmi um hörmulegar afleiðingar þegar leysibendar eru notaðir má nefna þyrluslys í Glasgow fyrr í þessum mánuði. Þar hrapaði þyrla á krá eftir að leysibendi hafði verið skotið í stjórnklefa þyrlunnar. „Ef einhverjum dettur í hug að beina svona öflugum leysi að loftfari þá getur skapast gríðarleg hætta,“ segir Sigurður Heiðar Wiium, yfirflugmaður hjá Landhelgisgæslunni. „Hættan er í raun meiri hjá loftförum okkar þar sem við erum oft í lágflugi að kveldi. Þannig að við höfum sannarlega áhyggjur af þessu.“
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira