WHO biður þjóðir heimsins um hjálp gegn Ebólu Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2014 17:51 Vísir/AP Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur biðlað til þjóða heimsins að leggja til úrræði og fjármagn til að hefta dreifingu Ebóluveirunnar. Einnig lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna faraldursins, sem er umfangsmesti ebólufaraldur sem þekkist. Fram til þessa hafa að minnsta kosti 961 látið lífið vegna veirunnar frá því hún kom upp i Gíneu í mars síðastliðnum. BBC segir að 1.779 einstaklingar hafi smitast af veirunni. Nú hefur hún dreifst til Sierra Leone og Líberíu, en einnig liggur grunur á smitum í Nígeríu. Margaret Chan forstöðumaður WHO sagði þau lönd sem hafi orðið fyrir smiti ekki hafa burði til að kveða svo stóran faraldur niður sjálf, samkvæmt AP fréttaveitunni. Síðan ebóla uppgötvaðist fyrst árið 1976 hafa smit komið upp yfir tuttugu sinnum í Mið- og Austur-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn sem veirunnar verður vart í Vestur-Afríku. AP segir ekki ljóst hvaða áhrif neyðarástandsyfirlýsingin muni hafa. Síðast í maí lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna lömunarveiki og smitum hefur ekki fækkað síðan. „Yfirlýsingar bjarga ekki lífum,“ segir læknirinn Bart Janssens hjá Læknum án landamæra. Hann segir samtökin hafa haldið því fram í margar vikur, að þörf væri á aðstoð vegna veirunnar. „Fólk er að deyja því viðbrögðin hafa verið of hæg.“ Fyrr í vikunni sagði Alþjóðabankinn að 200 milljónum dollara yrði varið í baráttuna og heilbrigðiskerfi Vestur-Afríku. Þá tilkynnti Evrópusambandið í dag að það myndi bæta átta milljónum við og senda færanlega rannsóknarstöð á svæðið. Ebóla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, hefur biðlað til þjóða heimsins að leggja til úrræði og fjármagn til að hefta dreifingu Ebóluveirunnar. Einnig lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna faraldursins, sem er umfangsmesti ebólufaraldur sem þekkist. Fram til þessa hafa að minnsta kosti 961 látið lífið vegna veirunnar frá því hún kom upp i Gíneu í mars síðastliðnum. BBC segir að 1.779 einstaklingar hafi smitast af veirunni. Nú hefur hún dreifst til Sierra Leone og Líberíu, en einnig liggur grunur á smitum í Nígeríu. Margaret Chan forstöðumaður WHO sagði þau lönd sem hafi orðið fyrir smiti ekki hafa burði til að kveða svo stóran faraldur niður sjálf, samkvæmt AP fréttaveitunni. Síðan ebóla uppgötvaðist fyrst árið 1976 hafa smit komið upp yfir tuttugu sinnum í Mið- og Austur-Afríku. Þetta er í fyrsta sinn sem veirunnar verður vart í Vestur-Afríku. AP segir ekki ljóst hvaða áhrif neyðarástandsyfirlýsingin muni hafa. Síðast í maí lýsti stofnunin yfir neyðarástandi vegna lömunarveiki og smitum hefur ekki fækkað síðan. „Yfirlýsingar bjarga ekki lífum,“ segir læknirinn Bart Janssens hjá Læknum án landamæra. Hann segir samtökin hafa haldið því fram í margar vikur, að þörf væri á aðstoð vegna veirunnar. „Fólk er að deyja því viðbrögðin hafa verið of hæg.“ Fyrr í vikunni sagði Alþjóðabankinn að 200 milljónum dollara yrði varið í baráttuna og heilbrigðiskerfi Vestur-Afríku. Þá tilkynnti Evrópusambandið í dag að það myndi bæta átta milljónum við og senda færanlega rannsóknarstöð á svæðið.
Ebóla Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira