Komast ekki að líkum vegna bardaga Samúel Karl Ólason skrifar 30. júlí 2014 23:09 Vísir/AP Nærri því tveimur vikum eftir að malasíska farþegaflugvélin MH 17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu, liggja lík enn á jörðinni. Ættingjar farþeganna eru orðnir hræddir um að koma höndunum aldrei yfir leifar fjölskyldumeðlima sinna. Bardagar á milli stjórnarhers Úkraínu og aðskilnaðarsinna hafa komið í veg fyrir að alþjóðlegur rannsóknarhópur komist á vettvang. Hópnum er ætlað að rannsaka brak vélarinnar og finna lík og bera kennsl á þau. AP fréttaveitan segir frá því að aðskilnaðarsinnarnir, sem fundu 200 af 298 farþegum vélarinnar, eru nú hættir leit. Þeir segja það vera vegna árása stjórnarhersins. Ekki er ljóst hve mikið er eftir af líkum fólksins. Hiti á svæðinu hefur verið um 32 gráður þau hafa legið undir berum himni í nærri því tvær vikur. Forsætisráðherra Hollands segir það þó vera forgangsverk ríkisstjórnar sinnar að ná öllum til síns heima. Þrátt fyrir það eru menn ekki vongóðir um að komast að svæðinu á næstunni. „Við gerum ekki ráð fyrir því að öryggið muni aukast nægilega á næstu dögum,“ sagði Pieter-Jaap Aalsbersberg, úr rannsóknarhópnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að bæði stjórnarherinn og aðskilnaðarsinnar lýsi yfir vopnahléi svo hægt sé að finna líkin. „Fjölskyldur fórnarlamba þessa harmleiks eiga skilið að fá lokun og heimurinn heimtar svör. Alþjóðlegi hópurinn verður að fá að vinna sína vinnu,“ segir Stephane Dujarric, talsmaður sþ. MH17 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira
Nærri því tveimur vikum eftir að malasíska farþegaflugvélin MH 17 var skotin niður yfir austurhluta Úkraínu, liggja lík enn á jörðinni. Ættingjar farþeganna eru orðnir hræddir um að koma höndunum aldrei yfir leifar fjölskyldumeðlima sinna. Bardagar á milli stjórnarhers Úkraínu og aðskilnaðarsinna hafa komið í veg fyrir að alþjóðlegur rannsóknarhópur komist á vettvang. Hópnum er ætlað að rannsaka brak vélarinnar og finna lík og bera kennsl á þau. AP fréttaveitan segir frá því að aðskilnaðarsinnarnir, sem fundu 200 af 298 farþegum vélarinnar, eru nú hættir leit. Þeir segja það vera vegna árása stjórnarhersins. Ekki er ljóst hve mikið er eftir af líkum fólksins. Hiti á svæðinu hefur verið um 32 gráður þau hafa legið undir berum himni í nærri því tvær vikur. Forsætisráðherra Hollands segir það þó vera forgangsverk ríkisstjórnar sinnar að ná öllum til síns heima. Þrátt fyrir það eru menn ekki vongóðir um að komast að svæðinu á næstunni. „Við gerum ekki ráð fyrir því að öryggið muni aukast nægilega á næstu dögum,“ sagði Pieter-Jaap Aalsbersberg, úr rannsóknarhópnum. Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að bæði stjórnarherinn og aðskilnaðarsinnar lýsi yfir vopnahléi svo hægt sé að finna líkin. „Fjölskyldur fórnarlamba þessa harmleiks eiga skilið að fá lokun og heimurinn heimtar svör. Alþjóðlegi hópurinn verður að fá að vinna sína vinnu,“ segir Stephane Dujarric, talsmaður sþ.
MH17 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Sjá meira