Úkraínumenn bjóða Hollendingum að stjórna rannsókn Heimir Már Pétursson skrifar 21. júlí 2014 13:10 Í dag eru fjórir sólarhringar liðnir frá því flugvél Malaysian flugfélagsins var skotin niður án þess að formleg rannsókna hafi farið fram. Uppreisnarmenn meina rannsakendum fullan aðgang. vísir/afp Forsætisráðherra Úkraínu hefur boðið Hollendingum að taka yfir rannsókn á hrapi malaísku flugvélarinnar sem skotin var niður yfir austurhluta Úkraínu á fimmtudag. Rússneskur hernaðarsérfræðingur segir úkraínska stjórnarherinn hafa skotið flugvélina niður fyrir mistök á æfingu. Seinnipartinn í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því MH 17 flugvél Malaysia flugfélagsins var skotinn niður í Donetsk héraði í Úkraínu án þess að eignleg rannsókn á atburðinum hafi átt sér stað á vettvangi. Vopnaðir uppreisnarmenn í héraðinu umkringja brakið og líkamsleifar farþega og áhafnar og á meðan getur vettvangurinn spillst. Langflestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 193 af 298 manns um borð. Arseniy Yatsenyuk forsætisráðherra Úkraínu segir uppreisnarmenn enn koma í veg fyrir að rannsóknarteymi úkraínskra flugmálayfirvalda geti athafnað sig á svæðinu. Á blaðamannafundi í dag sagði hann stjórnvöld í Úkraínu reiðubúin að fela Hollendingum að leiða og skipuleggja rannsókn á vettvangi, enda hefðu þeir misst flesta þegna þegar flugvélin var skotinn niður. Þá sagði hann útilokað „að drukknir uppreisnarmenn“ hefðu getað ráðið við það tæknilega að skjóta háþróðari eldflaug á flugvélina. Til þess þurfi þjálfaða menn og stjórnvöld hefðu upplýsingar sem staðfestu að þjálfunin hefði átt sér stað í Rússlandi, verið fjármögnuð af Rússum, sem einnig hefðu útvegað flaugarnar. Yatsenyuk sagði að úkraínsk stjórnvöld myndu draga alla þá sem bæru ábyrgð á því að granda þotunni til ábyrgðar. Þar með það land sem á bakvið tjöldin útvegaði uppreisnarmönnum ólögleg vopn og fjárhagslegan stuðning, þjálfaði þá og skipuleggði jafnvel viðbjóðslegan glæp sem þennan. Rússar þvertaka hins vegar fyrir að hafa átt nokkra aðild að því að flugvélin var skotin niður. Konstantin Sivkov, sem er forseti Háskóla um landfræðilega pólitísk úrlausnarefni í Rússlandi, fullyrðir að úkraínskir hermenn hafi verið að æfa flugskeytaárás og skotið flugvélina niður fyrir mistök. Uppreisnarmenn hafi ekki vopnakerfi sem dragi tíu kílómetra í loft upp, aðeins flaugar sem dragi um þrjá og hálfan kílómetra. MH17 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Forsætisráðherra Úkraínu hefur boðið Hollendingum að taka yfir rannsókn á hrapi malaísku flugvélarinnar sem skotin var niður yfir austurhluta Úkraínu á fimmtudag. Rússneskur hernaðarsérfræðingur segir úkraínska stjórnarherinn hafa skotið flugvélina niður fyrir mistök á æfingu. Seinnipartinn í dag eru liðnir fjórir sólarhringar frá því MH 17 flugvél Malaysia flugfélagsins var skotinn niður í Donetsk héraði í Úkraínu án þess að eignleg rannsókn á atburðinum hafi átt sér stað á vettvangi. Vopnaðir uppreisnarmenn í héraðinu umkringja brakið og líkamsleifar farþega og áhafnar og á meðan getur vettvangurinn spillst. Langflestir þeirra sem fórust með flugvélinni voru Hollendingar, eða 193 af 298 manns um borð. Arseniy Yatsenyuk forsætisráðherra Úkraínu segir uppreisnarmenn enn koma í veg fyrir að rannsóknarteymi úkraínskra flugmálayfirvalda geti athafnað sig á svæðinu. Á blaðamannafundi í dag sagði hann stjórnvöld í Úkraínu reiðubúin að fela Hollendingum að leiða og skipuleggja rannsókn á vettvangi, enda hefðu þeir misst flesta þegna þegar flugvélin var skotinn niður. Þá sagði hann útilokað „að drukknir uppreisnarmenn“ hefðu getað ráðið við það tæknilega að skjóta háþróðari eldflaug á flugvélina. Til þess þurfi þjálfaða menn og stjórnvöld hefðu upplýsingar sem staðfestu að þjálfunin hefði átt sér stað í Rússlandi, verið fjármögnuð af Rússum, sem einnig hefðu útvegað flaugarnar. Yatsenyuk sagði að úkraínsk stjórnvöld myndu draga alla þá sem bæru ábyrgð á því að granda þotunni til ábyrgðar. Þar með það land sem á bakvið tjöldin útvegaði uppreisnarmönnum ólögleg vopn og fjárhagslegan stuðning, þjálfaði þá og skipuleggði jafnvel viðbjóðslegan glæp sem þennan. Rússar þvertaka hins vegar fyrir að hafa átt nokkra aðild að því að flugvélin var skotin niður. Konstantin Sivkov, sem er forseti Háskóla um landfræðilega pólitísk úrlausnarefni í Rússlandi, fullyrðir að úkraínskir hermenn hafi verið að æfa flugskeytaárás og skotið flugvélina niður fyrir mistök. Uppreisnarmenn hafi ekki vopnakerfi sem dragi tíu kílómetra í loft upp, aðeins flaugar sem dragi um þrjá og hálfan kílómetra.
MH17 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira