Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Víkingur - Fjölnir 1-0 | Taskovic hetjan Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Víkinni skrifar 21. júlí 2014 15:55 Michael Abnett spilaði sinn fyrsta leik fyrir Víking í kvöld. vísir/arnþór Igor Taskovic reyndist hetja Víkings í kvöld er hann tryggði sínum mönnum sigur á Fjölni, 1-0, með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Eftir þunga sókn náði Taskovic að koma sér í skotfæri við vítateigslínuna og hafnaði boltinn í netinu eftir fast skot. Það var aðeins annað skot Víkinga á markið í leiknum. Víkingar voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en bæði lið hafa spilað betur en í kvöld. Heimamönnum gekk bölvanlega að skapa sér færi og sendingar leikmanna í báðum liðum heilt yfir slæmar. Sóknarleikurinn var eftir því, hægur og gaf ekki mikið af sér. Víkingur er því komið með 22 stig og er aftur jafnt KR í 3.-4. sæti deildarinnar. Fjölnismenn eru enn með ellefu stig og stutt frá fallsvæði deildarinnar.Pape Mamadou Faye var kominn aftur í byrjunarlið Víkings eftir meiðsli og þá fór Michael Abnett beint í liðið eftir að hafa loksins fengið leikheimild. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Víkingar byrjuðu af ágætum krafti en vörn Fjölnismanna stóð af sér áhlaupið. Aron Elís Þrándarson átti í erfiðleikum með að finna taktinn þó svo að hann hafi reynt að skapa sér og félögum sínum eitthvað bitastætt. Gestirnir úr Grafarvoginum fengu líklega besta færi fyrri hálfleiks þegar Bergsveinn Ólafsson lét Ingvar Kale verja frá sér af stuttu færi eftir hornspyrnu. Helst bar til tíðinda í fyrri hálfleik að bæði lið misstu mann af velli vegna meiðsla - Ívar Örn Jónsson hjá Víkingum og Árna Kristinn Gunnarsson hjá Fjölni. Ívar hlaut höfuðmeiðsli og var fluttur upp á sjúkrahús eftir leik en Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, hafði ekki fengið fregnir af líðan hans eftir leikinn. Því miður var lítið betra á boðstólum í síðari hálfleik, þar til að markið kom. Víkingar voru áfram sterkari en Fjölnismenn vörðust vel. Einu færi heimamanna voru skotfæri utan teigs en nánast öll hæfðu ekki markið. Bestu færi gestanna í seinni hálfleik komu eftir skyndisókn og fast leikatriði. Bæði voru illa nýtt. Ekki var sigurinn fallegur að þessu sinni hjá Víkingum en þeir kvarta ekki undan stigunum þremur. Örlögin voru nokkuð grimm fyrir Fjölnismenn sem mistókst í enn eitt skiptið að halda hreinu.Vísir/Arnþór BirkissonÓlafur: Þurftum að vera þolinmóðirÓlafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, sagði að sigurinn hafi verið kærkominn í kvöld þó svo að fæðingin hafi verið erfið. „Ég talaði um það fyrir leik að þetta yrði erfitt og að við þyrftum að vera sérstaklega þolinmóðir eftir þessu færi sem myndi gefa okkur mark. Ég sagði að það gæti komið á síðustu mínútunum og það reyndist rétt,“ sagði Ólafur. Hann segir að það hafi reynt á taugarnar hversu illa það hafi gengið að keyra upp hraðann í leiknum. „Það var að pirra mig allan leikinn. Við létum þá draga okkur niður á það hæga tempó sem leikurinn var á. Þeir vildu halda þessu í föstum leikatriðum því þar eru þeir sterkir.“ „Við vildum fá hraða í leikinn og spila þá sundur og saman. Það tókst ekki en okkur tókst þó að ná í þessi stig sem voru í boði.“Aron Elís Þrándarson náði sér ekki á strik í dag en Ólafur kvartaði ekki sérstaklega undan meðferð Fjölnismanna á honum. „Hann var sparkaður niður nokkrum sinnum en hann þarf kannski að vera aðeins klókari að losa sig við boltann.“ Ólafur staðfesti að svo Todor Hristov kæmi ekki meira við sögu í sumar. „Við erum búnir að senda hann aftur til Búlgaríu. Hann stóð ekki undir væntingum og því losuðum við hann undan samningi. Hann er farinn heim og það eru allir sáttir við það,“ sagði þjálfarinn.Vísir/ArnþórAron Elís: Spiluðum ekki vel „Þetta var ekki fallegur sigur,“ sagði Aron Elís Þrándarson eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. „Það er því ekkert sætara en að hafa klárað þetta í lokin. En við vorum ekki að spila vel.“ „Maður verður stundum pirraður þegar illa gengur. Spilið gekk erfiðlega og því komu færin ekki. En sem betur fer kom eitt í lokin sem við náðum að nýta. Ég náði mér ekki á strik eins og nokkrir aðrir í kvöld.“ Hann segist þó fyrst og fremst ánægður með stöðu liðsins í deildinni. „Manni finnst sérstaklega dýrmætt að vinna leiki þar sem spilamennskan er léleg. Það er því frábært að geta litið á töfluna og séð þessi 22 stig.“Ágúst: Einbeitingarleysið dýrkeypt „Við börðumst hetjulega allan leikinn og þetta var því afar svekkjandi,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. „Við hefðum átt að nýta færið okkar í fyrri hálfleik í betur og það var hrikalega vont að tapa í lokin eftir afar rólegan síðari hálfleik.“ „Maður hefði hugsanlega verið sáttur við markalaust jafntefli. Okkur hefur gengið illa að halda hreinu og það hefði verið gott að gera það í kvöld,“ sagði Ágúst. Hann segir að spilamennska sinna manna hafi verið góð og telur að vandamál Fjölnismanna, sem hafa ekki unnið leik síðan í 2. umferð, sé fyrst og fremst í hugarfarinu. „Það er fyrst og fremst einbeitingarleysi sem er að reynast okkur dýrkeypt. Þannig kemur þetta mark í kvöld. Við erum í fínu formi og að spila ágætlega úti á velli. En einbeitingin þarf að fylgja með.“ Hann segir að Fjölnismenn ætli að styrkja sig í mánuðinum. „Það er ekki spurning. Það getur þó verið erfitt að finna góða menn en við þurfum einhvern sem er með einbeitinguna í lagi og rífur aðra í gang með sér.“ „Næsti leikur verður erfiður heimaleikur gegn Þór sem er í svipaðri stöðu í deildinni og við. Það verður sex stiga leikur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Igor Taskovic reyndist hetja Víkings í kvöld er hann tryggði sínum mönnum sigur á Fjölni, 1-0, með marki á lokamínútu venjulegs leiktíma. Eftir þunga sókn náði Taskovic að koma sér í skotfæri við vítateigslínuna og hafnaði boltinn í netinu eftir fast skot. Það var aðeins annað skot Víkinga á markið í leiknum. Víkingar voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum en bæði lið hafa spilað betur en í kvöld. Heimamönnum gekk bölvanlega að skapa sér færi og sendingar leikmanna í báðum liðum heilt yfir slæmar. Sóknarleikurinn var eftir því, hægur og gaf ekki mikið af sér. Víkingur er því komið með 22 stig og er aftur jafnt KR í 3.-4. sæti deildarinnar. Fjölnismenn eru enn með ellefu stig og stutt frá fallsvæði deildarinnar.Pape Mamadou Faye var kominn aftur í byrjunarlið Víkings eftir meiðsli og þá fór Michael Abnett beint í liðið eftir að hafa loksins fengið leikheimild. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill. Víkingar byrjuðu af ágætum krafti en vörn Fjölnismanna stóð af sér áhlaupið. Aron Elís Þrándarson átti í erfiðleikum með að finna taktinn þó svo að hann hafi reynt að skapa sér og félögum sínum eitthvað bitastætt. Gestirnir úr Grafarvoginum fengu líklega besta færi fyrri hálfleiks þegar Bergsveinn Ólafsson lét Ingvar Kale verja frá sér af stuttu færi eftir hornspyrnu. Helst bar til tíðinda í fyrri hálfleik að bæði lið misstu mann af velli vegna meiðsla - Ívar Örn Jónsson hjá Víkingum og Árna Kristinn Gunnarsson hjá Fjölni. Ívar hlaut höfuðmeiðsli og var fluttur upp á sjúkrahús eftir leik en Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, hafði ekki fengið fregnir af líðan hans eftir leikinn. Því miður var lítið betra á boðstólum í síðari hálfleik, þar til að markið kom. Víkingar voru áfram sterkari en Fjölnismenn vörðust vel. Einu færi heimamanna voru skotfæri utan teigs en nánast öll hæfðu ekki markið. Bestu færi gestanna í seinni hálfleik komu eftir skyndisókn og fast leikatriði. Bæði voru illa nýtt. Ekki var sigurinn fallegur að þessu sinni hjá Víkingum en þeir kvarta ekki undan stigunum þremur. Örlögin voru nokkuð grimm fyrir Fjölnismenn sem mistókst í enn eitt skiptið að halda hreinu.Vísir/Arnþór BirkissonÓlafur: Þurftum að vera þolinmóðirÓlafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, sagði að sigurinn hafi verið kærkominn í kvöld þó svo að fæðingin hafi verið erfið. „Ég talaði um það fyrir leik að þetta yrði erfitt og að við þyrftum að vera sérstaklega þolinmóðir eftir þessu færi sem myndi gefa okkur mark. Ég sagði að það gæti komið á síðustu mínútunum og það reyndist rétt,“ sagði Ólafur. Hann segir að það hafi reynt á taugarnar hversu illa það hafi gengið að keyra upp hraðann í leiknum. „Það var að pirra mig allan leikinn. Við létum þá draga okkur niður á það hæga tempó sem leikurinn var á. Þeir vildu halda þessu í föstum leikatriðum því þar eru þeir sterkir.“ „Við vildum fá hraða í leikinn og spila þá sundur og saman. Það tókst ekki en okkur tókst þó að ná í þessi stig sem voru í boði.“Aron Elís Þrándarson náði sér ekki á strik í dag en Ólafur kvartaði ekki sérstaklega undan meðferð Fjölnismanna á honum. „Hann var sparkaður niður nokkrum sinnum en hann þarf kannski að vera aðeins klókari að losa sig við boltann.“ Ólafur staðfesti að svo Todor Hristov kæmi ekki meira við sögu í sumar. „Við erum búnir að senda hann aftur til Búlgaríu. Hann stóð ekki undir væntingum og því losuðum við hann undan samningi. Hann er farinn heim og það eru allir sáttir við það,“ sagði þjálfarinn.Vísir/ArnþórAron Elís: Spiluðum ekki vel „Þetta var ekki fallegur sigur,“ sagði Aron Elís Þrándarson eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. „Það er því ekkert sætara en að hafa klárað þetta í lokin. En við vorum ekki að spila vel.“ „Maður verður stundum pirraður þegar illa gengur. Spilið gekk erfiðlega og því komu færin ekki. En sem betur fer kom eitt í lokin sem við náðum að nýta. Ég náði mér ekki á strik eins og nokkrir aðrir í kvöld.“ Hann segist þó fyrst og fremst ánægður með stöðu liðsins í deildinni. „Manni finnst sérstaklega dýrmætt að vinna leiki þar sem spilamennskan er léleg. Það er því frábært að geta litið á töfluna og séð þessi 22 stig.“Ágúst: Einbeitingarleysið dýrkeypt „Við börðumst hetjulega allan leikinn og þetta var því afar svekkjandi,“ sagði Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis. „Við hefðum átt að nýta færið okkar í fyrri hálfleik í betur og það var hrikalega vont að tapa í lokin eftir afar rólegan síðari hálfleik.“ „Maður hefði hugsanlega verið sáttur við markalaust jafntefli. Okkur hefur gengið illa að halda hreinu og það hefði verið gott að gera það í kvöld,“ sagði Ágúst. Hann segir að spilamennska sinna manna hafi verið góð og telur að vandamál Fjölnismanna, sem hafa ekki unnið leik síðan í 2. umferð, sé fyrst og fremst í hugarfarinu. „Það er fyrst og fremst einbeitingarleysi sem er að reynast okkur dýrkeypt. Þannig kemur þetta mark í kvöld. Við erum í fínu formi og að spila ágætlega úti á velli. En einbeitingin þarf að fylgja með.“ Hann segir að Fjölnismenn ætli að styrkja sig í mánuðinum. „Það er ekki spurning. Það getur þó verið erfitt að finna góða menn en við þurfum einhvern sem er með einbeitinguna í lagi og rífur aðra í gang með sér.“ „Næsti leikur verður erfiður heimaleikur gegn Þór sem er í svipaðri stöðu í deildinni og við. Það verður sex stiga leikur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Tindastóll - Keflavík | Stólarnir bjóða Keflvíkinga velkomna í Síkið Körfubolti „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira