Vara við hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum Atli Ísleifsson skrifar 24. júlí 2014 08:28 Norsk yfirvöld fengu upplýsingar frá manni tengdum sýrlenskum öfgahópum að til stæði að gera hryðjuverkaárás á Noreg. Sjá má vopnaða lögreglumenn á Gardermoen. Vísir/AFP Norska ríkisstjórnin og öryggislögreglan hefur varað við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins. Fréttamannafundi þessa efnis var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. Benedicte Bjørnland, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, og Vidar Refvik ríkislögreglustjóri segjast hafa upplýsingar um að til standi að gera hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum. Lögregluumdæmi um allt land hafa aukið viðbúnað, meðal annars á landamærum, alþjóðaflugvöllum, sjúkrahúsum og lestarstöðvum. Yfirvöld eru byrjuð að kalla lögreglumenn heim úr sumarfríum sínum. Þá hefur Erna Solberg forsætisráðherra frestað fyrirhuguðu fríi sínu vegna ógnarinnar. Ráðhúsinu í Ósló hefur verið lokað ferðamönnum.Tore Bjørgo, sérfræðingur í hryðjuverkum, segir ráðhúsið og aðrar opinberar byggingar vera táknræn og algeng skotmörk í samtali við norska ríkisútvarpið. Bjørgo segir að síðast hafi lögregla gefið út sambærilega viðvörun fyrir 41 ári síðan. „Í olíudeilunni árið 1973 gáfu yfirvöld út viðvörun til almennings vegna mögulegrar árásar á olíuhreinsistöð. Ekkert gerðist hins vegar. Hryðjuverkamennirnir yfirgáfu líklegast landið.“ Skömmu eftir ákveðið var sömuleiðis ákveðið að loka konungshöllinni fyrir ferðamönnum. Atle Mesøy, sérfræðingur í hryðjuverkum, segir í samtali við norska ríkisutvarpið að líklegast sé um að ræða menn með tengsl við Noreg sem standi að baki ógninni, menn sem hafi búið í landinu áður og svo gengið til liðs við íslamska öfgamenn í Sýrlandi. Yfirvöldum bárust nýlega upplýsingar frá mönnum með tengsl við öfgahópa í Sýrlandi þar sem fram kom að til stæði að framkvæma hryðjuverkaárás á Noreg. „Við erum þó ekki með neinar upplýsingar um hver, hvar eða á hvaða hátt árásin verður gerð,“ segir Bjørnland. Anders Anundsen dómsmálaráðherra hefur hvatt fólk til að vera á varðbergi næstu daga og varar fólk við að beina sjónum sérstaklega að ákveðnum þjóðfélagshópum vegna málsins. Bjørnland segir lögregluna oft fá sambærilegar upplýsingar um fyrirhugaða árás, en í þetta skiptið telji hún upplýsingarnar trúverðugar. Segir hún að fjöldinn allur af óeinkennisklæddum lögreglumönnum séu nú að störfum á víð og dreif í borgum og öðrum fjölförnum stöðum. „Við getum ekki útilokað að þeir sem okkur stafar ógn af séu á leið til Noregs og við vitum ekki hvort þeir séu nú þegar hér,“ segir Bjørnland. Anundsen segir öfgafulla íslamista enn vera mesta ógn Noregs. „Öfgafullir íslamistar hafa lengi reynt að safna liði í Noregi og Sýrland virðist vera helst vettvangur slíkrar liðssöfnunar.“ Búist er við allt að hálfri milljón gesta á Tall Ships Races skipahátíð í Björgvin nú um helgina og var skipuleggjendum hátíðarinnar sagt frá ógninni í gærkvöldi. „Tall Ships Races mun fara fram eins og venjulega en lögreglumenn á vettvangi verða fleiri en vanalega,“ segir Håkon Vatle, talsmaður hátíðarinnar í samtali við NRK. Hann hvetur þó fólk til að hafa varann á. Norway, Cup, annað fjölmennasta fótboltamót heims, hefst í Ósló á morgun og er haft eftir öryggisstjóranum að lögregla hafi enga ástæðu til að trúa að mótið sé skotmark hryðjuverkamannanna. Sést hefur til vopnaðrar lögreglu á Gardermoen flugvelli í Ósló og þá segir að lögregla hafi rannsakað tvær lestir í höfuðborginni í morgun. Audun Lysbakken, formaður Sósíalíska vinstriflokksins, segir nauðsynlegt að taka þær upplýsingar sem fram hafa komið mjög alvarlega. „Við vitum að það eru til öfgafullir íslamskir hópar sem hafa beitt ofbeldi og sem geta hugsað sér að beita ofbeldi.“ Hann segir lögreglu og ríkisstjórn hafa brugðist rétt við með því að hafa komið út með viðvörunina. „Þegar vopnuð lögregla sést á flugvöllum á á landamærum er mikilvægt að segja frá hvers vegna svo er,“ segir Lysbakken í sasamtali við NRK.Dómsmálaráðherra Noregs mætti ásamt ríkislögreglustjóra og yfirmanni öryggislögreglunnar til að ræða við fréttamenn í morgun.Vísir/AFP Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Norska ríkisstjórnin og öryggislögreglan hefur varað við að raunveruleg hætta stafi gegn öryggi ríkisins. Fréttamannafundi þessa efnis var að klárast nú á níunda tímanum í Ósló. Benedicte Bjørnland, yfirmaður norsku öryggislögreglunnar, og Vidar Refvik ríkislögreglustjóri segjast hafa upplýsingar um að til standi að gera hryðjuverkaárás á Noreg á næstu dögum. Lögregluumdæmi um allt land hafa aukið viðbúnað, meðal annars á landamærum, alþjóðaflugvöllum, sjúkrahúsum og lestarstöðvum. Yfirvöld eru byrjuð að kalla lögreglumenn heim úr sumarfríum sínum. Þá hefur Erna Solberg forsætisráðherra frestað fyrirhuguðu fríi sínu vegna ógnarinnar. Ráðhúsinu í Ósló hefur verið lokað ferðamönnum.Tore Bjørgo, sérfræðingur í hryðjuverkum, segir ráðhúsið og aðrar opinberar byggingar vera táknræn og algeng skotmörk í samtali við norska ríkisútvarpið. Bjørgo segir að síðast hafi lögregla gefið út sambærilega viðvörun fyrir 41 ári síðan. „Í olíudeilunni árið 1973 gáfu yfirvöld út viðvörun til almennings vegna mögulegrar árásar á olíuhreinsistöð. Ekkert gerðist hins vegar. Hryðjuverkamennirnir yfirgáfu líklegast landið.“ Skömmu eftir ákveðið var sömuleiðis ákveðið að loka konungshöllinni fyrir ferðamönnum. Atle Mesøy, sérfræðingur í hryðjuverkum, segir í samtali við norska ríkisutvarpið að líklegast sé um að ræða menn með tengsl við Noreg sem standi að baki ógninni, menn sem hafi búið í landinu áður og svo gengið til liðs við íslamska öfgamenn í Sýrlandi. Yfirvöldum bárust nýlega upplýsingar frá mönnum með tengsl við öfgahópa í Sýrlandi þar sem fram kom að til stæði að framkvæma hryðjuverkaárás á Noreg. „Við erum þó ekki með neinar upplýsingar um hver, hvar eða á hvaða hátt árásin verður gerð,“ segir Bjørnland. Anders Anundsen dómsmálaráðherra hefur hvatt fólk til að vera á varðbergi næstu daga og varar fólk við að beina sjónum sérstaklega að ákveðnum þjóðfélagshópum vegna málsins. Bjørnland segir lögregluna oft fá sambærilegar upplýsingar um fyrirhugaða árás, en í þetta skiptið telji hún upplýsingarnar trúverðugar. Segir hún að fjöldinn allur af óeinkennisklæddum lögreglumönnum séu nú að störfum á víð og dreif í borgum og öðrum fjölförnum stöðum. „Við getum ekki útilokað að þeir sem okkur stafar ógn af séu á leið til Noregs og við vitum ekki hvort þeir séu nú þegar hér,“ segir Bjørnland. Anundsen segir öfgafulla íslamista enn vera mesta ógn Noregs. „Öfgafullir íslamistar hafa lengi reynt að safna liði í Noregi og Sýrland virðist vera helst vettvangur slíkrar liðssöfnunar.“ Búist er við allt að hálfri milljón gesta á Tall Ships Races skipahátíð í Björgvin nú um helgina og var skipuleggjendum hátíðarinnar sagt frá ógninni í gærkvöldi. „Tall Ships Races mun fara fram eins og venjulega en lögreglumenn á vettvangi verða fleiri en vanalega,“ segir Håkon Vatle, talsmaður hátíðarinnar í samtali við NRK. Hann hvetur þó fólk til að hafa varann á. Norway, Cup, annað fjölmennasta fótboltamót heims, hefst í Ósló á morgun og er haft eftir öryggisstjóranum að lögregla hafi enga ástæðu til að trúa að mótið sé skotmark hryðjuverkamannanna. Sést hefur til vopnaðrar lögreglu á Gardermoen flugvelli í Ósló og þá segir að lögregla hafi rannsakað tvær lestir í höfuðborginni í morgun. Audun Lysbakken, formaður Sósíalíska vinstriflokksins, segir nauðsynlegt að taka þær upplýsingar sem fram hafa komið mjög alvarlega. „Við vitum að það eru til öfgafullir íslamskir hópar sem hafa beitt ofbeldi og sem geta hugsað sér að beita ofbeldi.“ Hann segir lögreglu og ríkisstjórn hafa brugðist rétt við með því að hafa komið út með viðvörunina. „Þegar vopnuð lögregla sést á flugvöllum á á landamærum er mikilvægt að segja frá hvers vegna svo er,“ segir Lysbakken í sasamtali við NRK.Dómsmálaráðherra Noregs mætti ásamt ríkislögreglustjóra og yfirmanni öryggislögreglunnar til að ræða við fréttamenn í morgun.Vísir/AFP
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira