Fótbolti

Þjálfari spútniksliðsins hættur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jorge Luis Pinto ætti ekki að eiga í erfiðleikum með að finna sér nýtt starf.
Jorge Luis Pinto ætti ekki að eiga í erfiðleikum með að finna sér nýtt starf. Vísir/Getty
Jorge Luis Pinto hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari Kosta Ríka eftir þriggja ára starf.

Pinto, sem kom Kosta Ríka alla leið í átta-liða úrslit á HM í Brasilíu, segir að ágreiningur milli hans og ónefndra aðila í þjálfarateyminu sé ástæðan fyrir brottför hans. Umræddir aðilar fóru fram á að Pinto yrði látinn fara fyrir einu og hálfu ári síðan.

Kólumbíumaðurinn Pinto, sem er 61 árs, hefur sagt að landslið Ekvadors, Venesúela og Perú hafi áður borið víurnar í hann.

Pinto tók við liði Kosta Ríka árið 2011 og náði sem fyrr segir frábærum árangri með liðið á HM.

Kosta Ríka vann D-riðil, sem samanstóð, ásamt Kosta Ríka, af Englandi, Úrúgvæ og Ítalíu, og sigraði Grikki í 16-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Í átta-liða þurfti liðið hins vegar að sætta sig við ósigur gegn Hollandi eftir vítaspyrnukeppni.


Tengdar fréttir

Jafnt í bragðdaufum leik

Kosta Ríka og England skildu jöfn í bragðdaufum leik í Belo Horizonte í dag.

Navas: Stangirnar hjálpuðu okkur

Keylor Navas, markvörður Kosta Ríka, var ánægður með markstangirnar í leiknum gegn Hollandi í gær, en Kosta Ríka tapaði í vítaspyrnukeppni.

Kosta Ríka skellti Ítalíu og sendi England heim á leið

Kosta Ríka er komið í 16-liða úrslit á HM og England er á leiðinni heim. Það varð ljóst eftir að Kosta Ríka gerði sér lítið fyrir og skellti Ítalíu, 1-0. Liðið er þar með búið að vinna báða leiki sína í keppninni.

Campbell heillaði Aron

Joel Campbell, framherji Kosta Ríka, er sá leikmaður sem hefur heillað Aron Jóhansson, framherja bandaríska landsliðsins, hvað mest á HM til þessa.

Campbell: Ég fer aftur til Arsenal

Framherjinn Joel Campbell mun snúa aftur til Arsenal eftir HM í Brasilíu. Hann staðfesti þetta í samtölum við blaðamenn eftir sigur Kosta Ríka á Úrúgvæ í gær.

Óvæntur sigur Kosta Ríka

Kosta Ríka vann óvæntan 3-1 sigur á Úrúgvæ í fyrsta leik D-riðils á HM í Brasilíu í kvöld.

Æfðum vítaspyrnur í vikunni

Þjálfari Kosta Ríka lét leikmenn sína æfa vítaspyrnur í vikunni en liðið sló út Grikkland í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í gær í vítaspyrnukeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×