Fótbolti

Campbell heillaði Aron

Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson Vísir/Getty
Joel Campbell, framherji Kosta Ríka, er sá leikmaður sem hefur heillað Aron Jóhansson, framherja bandaríska landsliðsins, hvað mest á HM til þessa.

Aron, sem verður í sviðsljósinu ásamt félögum sínum í bandaríska liðinu gegn Gana í kvöld, segir í samtali við Vísi að þótt Arjen Robben og Robin Van Persie hafi verið mjög góðir í hollenska liðinu gegn Spáni þá hafi frammistaða Campbell gegn Úrúgvæ verið mögnuð.

„Campbell hjá Kosta Ríka var mjög góður í leiknum,“ segir Aron um þennan 21 árs gamla framherja sem hefur undanfarin þrjú ár verið á mála hjá Arsenal án þess að spila leik.

Campbell hefur verið lánaður til Frakklands, Spánar og nú síðast Olympiakos í Grikklandi. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, gaf þó út eftir stórleik Campbells gegn Úrúgvæ, þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp eitt í 3-1 sigri, að hann yrði í herbúðum Arsenal á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×