Fótbolti

Æfðum vítaspyrnur í vikunni

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jorge Luis Pinto eftir leikinn í gær.
Jorge Luis Pinto eftir leikinn í gær. Vísir/Getty
Jorge Luis Pinto, þjálfari Kosta Ríka, lét leikmenn sína æfa vítaspyrnur í vikunni en liðið sló út Grikkland í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í gær í vítaspyrnukeppni.

Með sigrinum er Kosta Ríka komið í fyrsta sinn í sögu landsins í 8-liða úrslitin þrátt fyrir að hafa leikið einum manni færri síðasta klukkutímann. Grikkland jafnaði metin á lokamínútum venjulegs leiktíma en náðu ekki að kreista fram sigurmark í framlengingunni.

„Við lögðum áherslu á að þekkja áherslur mótherjans og það skilaði sér á endanum í vítaspyrnukeppninni. Það var mikil dramatík í leiknum og liðin skiptust á að stjórna leiknum en við vorum sterkari í lokin.“

Pinto var stoltur af því að leiða lið Kosta Ríka í 8-liða úrslitin í fyrsta sinn.

„Þetta er ótrúleg tilfinning, þetta er mikilvægur sigur fyrir liðið og þjóðina. Við erum að skrifa fótboltasögu Kosta Ríka upp á nýtt og þessi sigur var fyrir allt fólkið heima í Kosta Ríka,“ sagði Pinto.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×