HM-Uppbótartíminn: Samningslausi markvörðurinn sló í gegn Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. júní 2014 11:45 Ochoa átti flottan leik Vísir/Getty Annarri umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Bandaríkjanna og Portúgals. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. Góð umferð fyrir...Guillermo Ochoa, Mexíkó Guillermo Ochoa er samningslaus eftir að hafa kvatt Ajaccio í frönsku úrvalsdeildinni í vor eftir að klúbburinn féll úr efstu deild. Það virtist engin áhrif hafa á Ochoa sem hefur verið sem klettur í marki Mexíkó í upphafi móts. Ochoa var valinn maður leiksins í leik Mexíkó gegn Brasilíu og var það ekki af ástæðulausu. Brasilíumenn áttu nokkrar góðar tilraunir, sennilega enga betri en fastan skalla frá Neymar en Ochoa var vel á verði í markinu og tryggði Mexíkó eitt stig.Leikmenn Kosta Ríka Aðra umferðina í röð komu leikmenn Kosta Ríka öllum á óvart. Kosta Ríka átti aðeins að vera fallbyssufóður í vegi Englands, Úrúgvæ og Ítalíu í dauðariðlinum á HM. Leikmenn liðsins hafa hinsvegar komið öllum á óvart í riðli sem inniheldur þrjá fyrrverandi Heimsmeistara. Bryan Ruiz sem gekk til liðs við PSV á láni frá Fulham um áramótin skoraði sigurmarkið gegn Ítölum sem tryggði sæti Kosta Ríka í 16-liða úrslitum. Enginn átti von á slíku og getur Jorge Luis Pinto, þjálfari liðsins hvílt helstu stjörnur liðsins gegn Englendingum á morgun í leik sem skiptir engu máli enda eru Englendingar á leiðinni heim.Divock Origi, Belgíu Divock Origi hefur slegið í gegn í stjörnu prýddu liði Belgíu í upphafi móts. Origi á að baki 21 leik fyrir Lille í frönsku úrvalsdeildinni þar sem honum hefur aðeins einu sinni tekist að finna netmöskvana. Það kom á óvart þegar Marc Wilmots valdi hann í lokahóp belgíska liðsins fyrir mótið en hann tók sæti Christian Benteke sem meiddist í vor. Var gengið svo langt að tala um að Wilmots hefði tekið hann í þeim tilgangi þess að hann væri bundinn belgíska liðinu en knattspyrnusamband Kenýu hafði haft samband við Origi. Origi hefur byrjað á varamannabekk Belgíu í báðum leikjum liðsins hingað til en komið inn fyrir arfaslakan Romelu Lukaku og uppskar sitt fyrsta landsliðsmark með sigurmarkinu gegn Rússlandi.Jorge Sampaoli, þjálfara Chile Chile vann fyrsta leik riðlakeppninar eftir smá hark gegn Ástralíu en sýndu styrk sinn í leiknum gegn Spánverjum. Spánverjar vissu að allt annað en sigur myndi gera út um vonir þeirra á Heimsmeistaramótinu. Sigur Chile var hinsvegar öruggur en liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleik og sigldi öruggum sigri heim í seinni hálfleik. Chile var ekki talið sigurstranglegt fyrir mótið en hefur sýnt gríðarlega skemmtilega takta í upphafi móts og vilja eflaust mörg lið forðast Chile í 16-liða úrslitunum.Divock OrigiVísir/Getty...Erfið umferð fyrirLeikmenn Kamerún Stuttu áður en mótið hófst neituðu liðsmenn Kamerún að fara um borð í flug fyrr en deilumál um bónusgreiðslur til þeirra væru leyst. Má segja að þar hafi ævintýrið byrjað hjá liðinu sem vill eflaust gleyma mótinu sem fyrst. Spilamennskan í fyrsta leiknum gegn Mexíkó var slök en leikmennirnir urðu sér til skammar gegn Króatíu. Alex Song, reynslumesti leikmaður liðsins, fékk rautt spjald fyrir að gefa Mario Mandzukic olnbogaskot í bakið. Benoit Assou-Ekotto, annar af reynslumeiri leikmönnum liðsins, réðst á liðsfélaga sinn í 4-0 tapi. Leikmenn liðsins sýndu margir sínar verstu hliðar og er ekkert sambærilegt með liðinu sem tekur þátt í ár og liðinu sem komst í átta liða úrslit árið 1990.Peter O'Leary Bosnía Herzegovína tók í fyrsta sinn þátt á lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu en ljúka keppni eftir riðlakeppnina. Það var ljóst eftir að liðið tapaði naumlega fyrir Nígeríu á laugardaginn. Edin Dzeko kom boltanum í netið fyrir Bosníu í fyrri hálfleik en var ranglega dæmdur rangstæður þrátt fyrir að vera langt fyrir innan línuna. Gríðarlega svekkjandi fyrir Bosníumenn sem hefðu verið í fínum málum fyrir lokaleik riðilsins hefði leikurinn endað með jafntefli.Spánverja Spánverjar eru ríkjandi Heims- og Evrópumeistarar en voru einfaldlega slakir gegn Chile á miðvikudaginn. Þrátt fyrir að þurfa á sigri að halda vantaði allan eldmóð í leik Spánverja. Aðalsmerki liðsins, að halda boltanum var ekki til staðar og var liðið aðeins 56% með boltann í leiknum. Eftir tapið er ljóst að Spánverjar eru á leiðinni heim með skottið á milli lappana.Ivan Perisic heldur Stephen Mbia frá Luka Modric í leik Kamerún og Króatíu.Vísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-Uppbótartíminn: Loksins skoraði Hondúras Annarri umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Bandaríkjanna og Portúgals. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag og hefur tekið saman ýmsa tölfræðimola úr fyrstu umferðinni. 23. júní 2014 13:30 HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Ljósmyndarar eru á hverju strái á Heimsmeistaramótinu og hefur Vísir tekið saman skemmtilega myndasyrpu sem hægt er að sjá. 23. júní 2014 14:45 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira
Annarri umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Bandaríkjanna og Portúgals. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. Góð umferð fyrir...Guillermo Ochoa, Mexíkó Guillermo Ochoa er samningslaus eftir að hafa kvatt Ajaccio í frönsku úrvalsdeildinni í vor eftir að klúbburinn féll úr efstu deild. Það virtist engin áhrif hafa á Ochoa sem hefur verið sem klettur í marki Mexíkó í upphafi móts. Ochoa var valinn maður leiksins í leik Mexíkó gegn Brasilíu og var það ekki af ástæðulausu. Brasilíumenn áttu nokkrar góðar tilraunir, sennilega enga betri en fastan skalla frá Neymar en Ochoa var vel á verði í markinu og tryggði Mexíkó eitt stig.Leikmenn Kosta Ríka Aðra umferðina í röð komu leikmenn Kosta Ríka öllum á óvart. Kosta Ríka átti aðeins að vera fallbyssufóður í vegi Englands, Úrúgvæ og Ítalíu í dauðariðlinum á HM. Leikmenn liðsins hafa hinsvegar komið öllum á óvart í riðli sem inniheldur þrjá fyrrverandi Heimsmeistara. Bryan Ruiz sem gekk til liðs við PSV á láni frá Fulham um áramótin skoraði sigurmarkið gegn Ítölum sem tryggði sæti Kosta Ríka í 16-liða úrslitum. Enginn átti von á slíku og getur Jorge Luis Pinto, þjálfari liðsins hvílt helstu stjörnur liðsins gegn Englendingum á morgun í leik sem skiptir engu máli enda eru Englendingar á leiðinni heim.Divock Origi, Belgíu Divock Origi hefur slegið í gegn í stjörnu prýddu liði Belgíu í upphafi móts. Origi á að baki 21 leik fyrir Lille í frönsku úrvalsdeildinni þar sem honum hefur aðeins einu sinni tekist að finna netmöskvana. Það kom á óvart þegar Marc Wilmots valdi hann í lokahóp belgíska liðsins fyrir mótið en hann tók sæti Christian Benteke sem meiddist í vor. Var gengið svo langt að tala um að Wilmots hefði tekið hann í þeim tilgangi þess að hann væri bundinn belgíska liðinu en knattspyrnusamband Kenýu hafði haft samband við Origi. Origi hefur byrjað á varamannabekk Belgíu í báðum leikjum liðsins hingað til en komið inn fyrir arfaslakan Romelu Lukaku og uppskar sitt fyrsta landsliðsmark með sigurmarkinu gegn Rússlandi.Jorge Sampaoli, þjálfara Chile Chile vann fyrsta leik riðlakeppninar eftir smá hark gegn Ástralíu en sýndu styrk sinn í leiknum gegn Spánverjum. Spánverjar vissu að allt annað en sigur myndi gera út um vonir þeirra á Heimsmeistaramótinu. Sigur Chile var hinsvegar öruggur en liðið komst í 2-0 í fyrri hálfleik og sigldi öruggum sigri heim í seinni hálfleik. Chile var ekki talið sigurstranglegt fyrir mótið en hefur sýnt gríðarlega skemmtilega takta í upphafi móts og vilja eflaust mörg lið forðast Chile í 16-liða úrslitunum.Divock OrigiVísir/Getty...Erfið umferð fyrirLeikmenn Kamerún Stuttu áður en mótið hófst neituðu liðsmenn Kamerún að fara um borð í flug fyrr en deilumál um bónusgreiðslur til þeirra væru leyst. Má segja að þar hafi ævintýrið byrjað hjá liðinu sem vill eflaust gleyma mótinu sem fyrst. Spilamennskan í fyrsta leiknum gegn Mexíkó var slök en leikmennirnir urðu sér til skammar gegn Króatíu. Alex Song, reynslumesti leikmaður liðsins, fékk rautt spjald fyrir að gefa Mario Mandzukic olnbogaskot í bakið. Benoit Assou-Ekotto, annar af reynslumeiri leikmönnum liðsins, réðst á liðsfélaga sinn í 4-0 tapi. Leikmenn liðsins sýndu margir sínar verstu hliðar og er ekkert sambærilegt með liðinu sem tekur þátt í ár og liðinu sem komst í átta liða úrslit árið 1990.Peter O'Leary Bosnía Herzegovína tók í fyrsta sinn þátt á lokakeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu en ljúka keppni eftir riðlakeppnina. Það var ljóst eftir að liðið tapaði naumlega fyrir Nígeríu á laugardaginn. Edin Dzeko kom boltanum í netið fyrir Bosníu í fyrri hálfleik en var ranglega dæmdur rangstæður þrátt fyrir að vera langt fyrir innan línuna. Gríðarlega svekkjandi fyrir Bosníumenn sem hefðu verið í fínum málum fyrir lokaleik riðilsins hefði leikurinn endað með jafntefli.Spánverja Spánverjar eru ríkjandi Heims- og Evrópumeistarar en voru einfaldlega slakir gegn Chile á miðvikudaginn. Þrátt fyrir að þurfa á sigri að halda vantaði allan eldmóð í leik Spánverja. Aðalsmerki liðsins, að halda boltanum var ekki til staðar og var liðið aðeins 56% með boltann í leiknum. Eftir tapið er ljóst að Spánverjar eru á leiðinni heim með skottið á milli lappana.Ivan Perisic heldur Stephen Mbia frá Luka Modric í leik Kamerún og Króatíu.Vísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-Uppbótartíminn: Loksins skoraði Hondúras Annarri umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Bandaríkjanna og Portúgals. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag og hefur tekið saman ýmsa tölfræðimola úr fyrstu umferðinni. 23. júní 2014 13:30 HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Ljósmyndarar eru á hverju strái á Heimsmeistaramótinu og hefur Vísir tekið saman skemmtilega myndasyrpu sem hægt er að sjá. 23. júní 2014 14:45 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Sjá meira
HM-Uppbótartíminn: Loksins skoraði Hondúras Annarri umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Bandaríkjanna og Portúgals. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag og hefur tekið saman ýmsa tölfræðimola úr fyrstu umferðinni. 23. júní 2014 13:30
HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Ljósmyndarar eru á hverju strái á Heimsmeistaramótinu og hefur Vísir tekið saman skemmtilega myndasyrpu sem hægt er að sjá. 23. júní 2014 14:45