Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 2-0 | Stjarnan á flugi Ingvi Þór Sæmundsson á Sumsung-vellinum skrifar 27. júlí 2014 14:32 Vísir/Daníel Mörk frá Ólafi Karl Finsen og Garðari Jóhannssyni í sitthvorum hálfleiknum tryggðu Stjörnumönnum dýrmætan sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðabæ í dag. Með sigrinum fór Stjarnan í toppsæti deildarinnar, en FH getur endurheimt það síðar í kvöld með sigri eða jafntefli gegn Fylki. Hvort Evrópuleikurinn ótrúlegi gegn Motherwell sat í Stjörnumönnum eða ekki, þá byrjuðu gestirnir leikinn betur. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Jonathan Glenn, lét hafa fyrir sér og á 6. mínútu lagði hann boltann fyrir Víði Þorvarðarson - fyrrum Stjörnumann - sem átti fast skot sem Sveinn Sigurður Jóhannesson varði frábærlega. Sveinn stóð í mark Stjörnunnar í stað Ingvars Jónssonar sem gat ekki spilað vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Motherwell. Þetta var fyrsti leikur Sveins, sem er aðeins 19 ára gamall, í efstu deild. Það var þó ekki að sjá á spilamennsku hans, því markvörðurinn ungi virkaði öruggur og komst vel frá sínu, þótt Eyjamenn hefðu sett mikla pressu á hann í föstum leikatriðum. Eftir þessa góðu byrjun gestanna komust Stjörnumenn betur inn í leikinn. Pablo Punyed, sem hafði verið lítt sjáanlegur framan af leik, fór að finna sér pláss milli miðju og varnar Eyjaliðsins og betri taktur komst í leik heimamanna. Þeim gekk þó erfiðlega að skapa sér færi, en þegar Ólafur Karl skoraði á 29. mínútu, var það í raun í fyrsta skipti sem Stjörnumenn ógnuðu Eyjavörninni að einhverju ráði.Arnar Már Björgvinsson átti þá fasta fyrirgjöf frá hægri á Ólaf Karl sem kastaði sér fram og skallaði boltann í netið framhjá Abel Dhaira í marki ÍBV. Staðan var 1-0 þegar Valdimar Pálsson, dómari leiksins flautaði til leikhlés. Og líkt og í byrjun leiks komu Eyjamenn sterkir til leiks í seinni hálfleik. Þeim gekk þó sem fyrr erfiðlega að skapa sér færi. Sóknarleikurinn var einhæfur og hugmyndasnauður og þeir ógnuðu marki Stjörnunnar ekki að neinu viti nema í föstum leikatriðum. Stjörnuvörnin stóð vaktina af stakri prýði með Daníel Laxdal sem besta mann, en miðvörðurinn átti stórleik í dag. Martin Rauschenberg var sterkur við hlið Daníels og þá spilaði Michael Præst að venju vel á miðjunni. Fyrirliðinn er gríðarlega stekur í loftinu og í tæklingum, staðsetur sig frábærlega og skilar boltanum vel frá sér. Það gæti því reynst Stjörnunni dýrt að missa hann í leikbann en hann fékk að líta sitt annað gula spjald á 86. mínútu fyrir brot á varamanninum Andra Ólafssyni. Eyjamenn reyndu og reyndu í seinni hálfleik en það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem þeir komust nálægt því að skora. Víðir átti þá fínt skot á lofti sem Sveinn varði í horn. Aðeins um mínútu síðar kláraði Garðar leikinn með frábæru skoti upp í markhornið. Þetta var annað mark framherjans í sumar en hann hefur verið þjakaður af meiðslum síðustu mánuði. Skömmu síðar flautaði Valdimar leikinn af og Stjörnumenn fögnuðu góðum sigri. Garðbæingar sýndu mikinn styrk í dag. Þetta var erfiður leikur gegn Eyjaliði sem var búið að vinna þrjá leiki í röð, en einbeitingin hjá Stjörnunni var góð og Rúnar Páll Sigmundsson virðist hafa náð sínum mönnum niður á jörðina eftir ævintýralegan sigur á Motherwell á fimmtudaginn. Stjörnumenn mæta Lech Poznan í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn kemur. Eyjamenn hafa spilað verr en þeir gerðu í dag. Sóknarleikurinn var hins vegar ekki nægjanlega beittur og því fór sem fór. Með tapinu féll ÍBV niður í 8. sæti deildarinnar, en framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Eyjamenn mega því ekki staldra of lengi við tapið í dag ætli þeir sér í úrslitaleikinn.Rúnar Páll: Sveinn var frábær í þessum leik Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur eftir 2-0 sigur á ÍBV í dag. Hann sagði að leikurinn hefði verið Stjörnunni erfiður. „Maður er aldrei rólegur fyrr en þetta er búið. 1-0 er tæp staða. Þeir voru að dæla boltanum fram og við fengum mikið af auka- og hornspyrnum á okkur. „Þeir eru stórhættulegir í föstum leikatriðum og leggja mikið upp úr þeim, en við stóðumst pressuna,“ sagði Rúnar sem var ánægður með frammistöðu Sveins Sigurðar Jóhannessonar sem lék í marki Stjörnunnar í stað Ingvars Jónssonar sem er meiddur. „Hann var frábær í þessum leik. Þar er mjög efnilegur og góður markvörður á ferð. „Þetta var mjög erfiður leikur fyrir hann að spila, en hann stóðst pressuna og sýndi að hann getur vel spilað í efstu deild.“ Rúnar var einnig sáttur með varnarleik Stjörnunnar sem var mjög sterkur í leiknum. „Ég er mjög ánægður með varnarleikinn og ánægður með Svein í markinu. Við sýndum enn og aftur að við erum á góðu róli í þessari deild og menn vilja má árangri.“ Stjörnumenn voru lengi í gang en Rúnar sagði þreytu ekki ástæðuna fyrir því. „Við spiluðum nánast á sama liði og á fimmtudaginn. Menn fara kannski varlega inn í leikinn. „En leikurinn var alltaf á þessu tempói. Þeir spiluðu ekki mikið í gegnum okkur og treystu aðallega á langar sendingar og föst leikatriði,“ sagði þjálfarinn að lokum.Þórarinn Ingi: Er hér til að gagnast liðinu Þórarinn Ingi Valdimarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í sumar. Hann sagði að Eyjamenn hefðu átt meira skilið úr leiknum í dag. „Það var leiðinlegt að tapa, en miðað við spilamennskuna fannst mér við eiga eitthvað skilið úr honum. „Það var mjög auðvelt að koma inn í þetta. Ég hef spilað með þessum strákum áður og spilaði með þeim í vetur. „Þetta er mitt félag og það var ekkert mál að koma inn og spila. Það breytir ekki miklu hvar ég spila, ég er bara hér til að gagnast liðinu í baráttunni sem framundan er,“ sagði Þórarinn sem hefur leikið sem atvinnumaður hjá Sarpsborg í Noregi á síðustu mánuðum. En hvað fannst honum vanta upp á hjá ÍBV í dag? „Að klára færin. Við fengum færi og vorum hættulegir í horn- og aukaspyrnum. Við hefðum getað potað 1-2 mörkum inn áður en þeir skora annað markið. „Þetta var svekkjandi en mér fannst við vera betri aðilinn í dag,“ sagði Þórarinn og bætti við: „Staðan á hópnum er fín. Það er búinn að vera stígandi í leik okkar. Byrjunin var ekki góð en fyrir leikinn hafði ÍBV unnið fimm af síðustu sex leikjum. „En þessi leikur er búinn og nú þurfum við bara að einbeita okkur að leiknum gegn KR,“ sagði Þórarinn að lokum en ÍBV mætir í KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins á fimmtudaginn kemur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira
Mörk frá Ólafi Karl Finsen og Garðari Jóhannssyni í sitthvorum hálfleiknum tryggðu Stjörnumönnum dýrmætan sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðabæ í dag. Með sigrinum fór Stjarnan í toppsæti deildarinnar, en FH getur endurheimt það síðar í kvöld með sigri eða jafntefli gegn Fylki. Hvort Evrópuleikurinn ótrúlegi gegn Motherwell sat í Stjörnumönnum eða ekki, þá byrjuðu gestirnir leikinn betur. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Jonathan Glenn, lét hafa fyrir sér og á 6. mínútu lagði hann boltann fyrir Víði Þorvarðarson - fyrrum Stjörnumann - sem átti fast skot sem Sveinn Sigurður Jóhannesson varði frábærlega. Sveinn stóð í mark Stjörnunnar í stað Ingvars Jónssonar sem gat ekki spilað vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Motherwell. Þetta var fyrsti leikur Sveins, sem er aðeins 19 ára gamall, í efstu deild. Það var þó ekki að sjá á spilamennsku hans, því markvörðurinn ungi virkaði öruggur og komst vel frá sínu, þótt Eyjamenn hefðu sett mikla pressu á hann í föstum leikatriðum. Eftir þessa góðu byrjun gestanna komust Stjörnumenn betur inn í leikinn. Pablo Punyed, sem hafði verið lítt sjáanlegur framan af leik, fór að finna sér pláss milli miðju og varnar Eyjaliðsins og betri taktur komst í leik heimamanna. Þeim gekk þó erfiðlega að skapa sér færi, en þegar Ólafur Karl skoraði á 29. mínútu, var það í raun í fyrsta skipti sem Stjörnumenn ógnuðu Eyjavörninni að einhverju ráði.Arnar Már Björgvinsson átti þá fasta fyrirgjöf frá hægri á Ólaf Karl sem kastaði sér fram og skallaði boltann í netið framhjá Abel Dhaira í marki ÍBV. Staðan var 1-0 þegar Valdimar Pálsson, dómari leiksins flautaði til leikhlés. Og líkt og í byrjun leiks komu Eyjamenn sterkir til leiks í seinni hálfleik. Þeim gekk þó sem fyrr erfiðlega að skapa sér færi. Sóknarleikurinn var einhæfur og hugmyndasnauður og þeir ógnuðu marki Stjörnunnar ekki að neinu viti nema í föstum leikatriðum. Stjörnuvörnin stóð vaktina af stakri prýði með Daníel Laxdal sem besta mann, en miðvörðurinn átti stórleik í dag. Martin Rauschenberg var sterkur við hlið Daníels og þá spilaði Michael Præst að venju vel á miðjunni. Fyrirliðinn er gríðarlega stekur í loftinu og í tæklingum, staðsetur sig frábærlega og skilar boltanum vel frá sér. Það gæti því reynst Stjörnunni dýrt að missa hann í leikbann en hann fékk að líta sitt annað gula spjald á 86. mínútu fyrir brot á varamanninum Andra Ólafssyni. Eyjamenn reyndu og reyndu í seinni hálfleik en það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem þeir komust nálægt því að skora. Víðir átti þá fínt skot á lofti sem Sveinn varði í horn. Aðeins um mínútu síðar kláraði Garðar leikinn með frábæru skoti upp í markhornið. Þetta var annað mark framherjans í sumar en hann hefur verið þjakaður af meiðslum síðustu mánuði. Skömmu síðar flautaði Valdimar leikinn af og Stjörnumenn fögnuðu góðum sigri. Garðbæingar sýndu mikinn styrk í dag. Þetta var erfiður leikur gegn Eyjaliði sem var búið að vinna þrjá leiki í röð, en einbeitingin hjá Stjörnunni var góð og Rúnar Páll Sigmundsson virðist hafa náð sínum mönnum niður á jörðina eftir ævintýralegan sigur á Motherwell á fimmtudaginn. Stjörnumenn mæta Lech Poznan í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn kemur. Eyjamenn hafa spilað verr en þeir gerðu í dag. Sóknarleikurinn var hins vegar ekki nægjanlega beittur og því fór sem fór. Með tapinu féll ÍBV niður í 8. sæti deildarinnar, en framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Eyjamenn mega því ekki staldra of lengi við tapið í dag ætli þeir sér í úrslitaleikinn.Rúnar Páll: Sveinn var frábær í þessum leik Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur eftir 2-0 sigur á ÍBV í dag. Hann sagði að leikurinn hefði verið Stjörnunni erfiður. „Maður er aldrei rólegur fyrr en þetta er búið. 1-0 er tæp staða. Þeir voru að dæla boltanum fram og við fengum mikið af auka- og hornspyrnum á okkur. „Þeir eru stórhættulegir í föstum leikatriðum og leggja mikið upp úr þeim, en við stóðumst pressuna,“ sagði Rúnar sem var ánægður með frammistöðu Sveins Sigurðar Jóhannessonar sem lék í marki Stjörnunnar í stað Ingvars Jónssonar sem er meiddur. „Hann var frábær í þessum leik. Þar er mjög efnilegur og góður markvörður á ferð. „Þetta var mjög erfiður leikur fyrir hann að spila, en hann stóðst pressuna og sýndi að hann getur vel spilað í efstu deild.“ Rúnar var einnig sáttur með varnarleik Stjörnunnar sem var mjög sterkur í leiknum. „Ég er mjög ánægður með varnarleikinn og ánægður með Svein í markinu. Við sýndum enn og aftur að við erum á góðu róli í þessari deild og menn vilja má árangri.“ Stjörnumenn voru lengi í gang en Rúnar sagði þreytu ekki ástæðuna fyrir því. „Við spiluðum nánast á sama liði og á fimmtudaginn. Menn fara kannski varlega inn í leikinn. „En leikurinn var alltaf á þessu tempói. Þeir spiluðu ekki mikið í gegnum okkur og treystu aðallega á langar sendingar og föst leikatriði,“ sagði þjálfarinn að lokum.Þórarinn Ingi: Er hér til að gagnast liðinu Þórarinn Ingi Valdimarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í sumar. Hann sagði að Eyjamenn hefðu átt meira skilið úr leiknum í dag. „Það var leiðinlegt að tapa, en miðað við spilamennskuna fannst mér við eiga eitthvað skilið úr honum. „Það var mjög auðvelt að koma inn í þetta. Ég hef spilað með þessum strákum áður og spilaði með þeim í vetur. „Þetta er mitt félag og það var ekkert mál að koma inn og spila. Það breytir ekki miklu hvar ég spila, ég er bara hér til að gagnast liðinu í baráttunni sem framundan er,“ sagði Þórarinn sem hefur leikið sem atvinnumaður hjá Sarpsborg í Noregi á síðustu mánuðum. En hvað fannst honum vanta upp á hjá ÍBV í dag? „Að klára færin. Við fengum færi og vorum hættulegir í horn- og aukaspyrnum. Við hefðum getað potað 1-2 mörkum inn áður en þeir skora annað markið. „Þetta var svekkjandi en mér fannst við vera betri aðilinn í dag,“ sagði Þórarinn og bætti við: „Staðan á hópnum er fín. Það er búinn að vera stígandi í leik okkar. Byrjunin var ekki góð en fyrir leikinn hafði ÍBV unnið fimm af síðustu sex leikjum. „En þessi leikur er búinn og nú þurfum við bara að einbeita okkur að leiknum gegn KR,“ sagði Þórarinn að lokum en ÍBV mætir í KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins á fimmtudaginn kemur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sjá meira