Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - ÍBV 2-0 | Stjarnan á flugi Ingvi Þór Sæmundsson á Sumsung-vellinum skrifar 27. júlí 2014 14:32 Vísir/Daníel Mörk frá Ólafi Karl Finsen og Garðari Jóhannssyni í sitthvorum hálfleiknum tryggðu Stjörnumönnum dýrmætan sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðabæ í dag. Með sigrinum fór Stjarnan í toppsæti deildarinnar, en FH getur endurheimt það síðar í kvöld með sigri eða jafntefli gegn Fylki. Hvort Evrópuleikurinn ótrúlegi gegn Motherwell sat í Stjörnumönnum eða ekki, þá byrjuðu gestirnir leikinn betur. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Jonathan Glenn, lét hafa fyrir sér og á 6. mínútu lagði hann boltann fyrir Víði Þorvarðarson - fyrrum Stjörnumann - sem átti fast skot sem Sveinn Sigurður Jóhannesson varði frábærlega. Sveinn stóð í mark Stjörnunnar í stað Ingvars Jónssonar sem gat ekki spilað vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Motherwell. Þetta var fyrsti leikur Sveins, sem er aðeins 19 ára gamall, í efstu deild. Það var þó ekki að sjá á spilamennsku hans, því markvörðurinn ungi virkaði öruggur og komst vel frá sínu, þótt Eyjamenn hefðu sett mikla pressu á hann í föstum leikatriðum. Eftir þessa góðu byrjun gestanna komust Stjörnumenn betur inn í leikinn. Pablo Punyed, sem hafði verið lítt sjáanlegur framan af leik, fór að finna sér pláss milli miðju og varnar Eyjaliðsins og betri taktur komst í leik heimamanna. Þeim gekk þó erfiðlega að skapa sér færi, en þegar Ólafur Karl skoraði á 29. mínútu, var það í raun í fyrsta skipti sem Stjörnumenn ógnuðu Eyjavörninni að einhverju ráði.Arnar Már Björgvinsson átti þá fasta fyrirgjöf frá hægri á Ólaf Karl sem kastaði sér fram og skallaði boltann í netið framhjá Abel Dhaira í marki ÍBV. Staðan var 1-0 þegar Valdimar Pálsson, dómari leiksins flautaði til leikhlés. Og líkt og í byrjun leiks komu Eyjamenn sterkir til leiks í seinni hálfleik. Þeim gekk þó sem fyrr erfiðlega að skapa sér færi. Sóknarleikurinn var einhæfur og hugmyndasnauður og þeir ógnuðu marki Stjörnunnar ekki að neinu viti nema í föstum leikatriðum. Stjörnuvörnin stóð vaktina af stakri prýði með Daníel Laxdal sem besta mann, en miðvörðurinn átti stórleik í dag. Martin Rauschenberg var sterkur við hlið Daníels og þá spilaði Michael Præst að venju vel á miðjunni. Fyrirliðinn er gríðarlega stekur í loftinu og í tæklingum, staðsetur sig frábærlega og skilar boltanum vel frá sér. Það gæti því reynst Stjörnunni dýrt að missa hann í leikbann en hann fékk að líta sitt annað gula spjald á 86. mínútu fyrir brot á varamanninum Andra Ólafssyni. Eyjamenn reyndu og reyndu í seinni hálfleik en það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem þeir komust nálægt því að skora. Víðir átti þá fínt skot á lofti sem Sveinn varði í horn. Aðeins um mínútu síðar kláraði Garðar leikinn með frábæru skoti upp í markhornið. Þetta var annað mark framherjans í sumar en hann hefur verið þjakaður af meiðslum síðustu mánuði. Skömmu síðar flautaði Valdimar leikinn af og Stjörnumenn fögnuðu góðum sigri. Garðbæingar sýndu mikinn styrk í dag. Þetta var erfiður leikur gegn Eyjaliði sem var búið að vinna þrjá leiki í röð, en einbeitingin hjá Stjörnunni var góð og Rúnar Páll Sigmundsson virðist hafa náð sínum mönnum niður á jörðina eftir ævintýralegan sigur á Motherwell á fimmtudaginn. Stjörnumenn mæta Lech Poznan í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn kemur. Eyjamenn hafa spilað verr en þeir gerðu í dag. Sóknarleikurinn var hins vegar ekki nægjanlega beittur og því fór sem fór. Með tapinu féll ÍBV niður í 8. sæti deildarinnar, en framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Eyjamenn mega því ekki staldra of lengi við tapið í dag ætli þeir sér í úrslitaleikinn.Rúnar Páll: Sveinn var frábær í þessum leik Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur eftir 2-0 sigur á ÍBV í dag. Hann sagði að leikurinn hefði verið Stjörnunni erfiður. „Maður er aldrei rólegur fyrr en þetta er búið. 1-0 er tæp staða. Þeir voru að dæla boltanum fram og við fengum mikið af auka- og hornspyrnum á okkur. „Þeir eru stórhættulegir í föstum leikatriðum og leggja mikið upp úr þeim, en við stóðumst pressuna,“ sagði Rúnar sem var ánægður með frammistöðu Sveins Sigurðar Jóhannessonar sem lék í marki Stjörnunnar í stað Ingvars Jónssonar sem er meiddur. „Hann var frábær í þessum leik. Þar er mjög efnilegur og góður markvörður á ferð. „Þetta var mjög erfiður leikur fyrir hann að spila, en hann stóðst pressuna og sýndi að hann getur vel spilað í efstu deild.“ Rúnar var einnig sáttur með varnarleik Stjörnunnar sem var mjög sterkur í leiknum. „Ég er mjög ánægður með varnarleikinn og ánægður með Svein í markinu. Við sýndum enn og aftur að við erum á góðu róli í þessari deild og menn vilja má árangri.“ Stjörnumenn voru lengi í gang en Rúnar sagði þreytu ekki ástæðuna fyrir því. „Við spiluðum nánast á sama liði og á fimmtudaginn. Menn fara kannski varlega inn í leikinn. „En leikurinn var alltaf á þessu tempói. Þeir spiluðu ekki mikið í gegnum okkur og treystu aðallega á langar sendingar og föst leikatriði,“ sagði þjálfarinn að lokum.Þórarinn Ingi: Er hér til að gagnast liðinu Þórarinn Ingi Valdimarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í sumar. Hann sagði að Eyjamenn hefðu átt meira skilið úr leiknum í dag. „Það var leiðinlegt að tapa, en miðað við spilamennskuna fannst mér við eiga eitthvað skilið úr honum. „Það var mjög auðvelt að koma inn í þetta. Ég hef spilað með þessum strákum áður og spilaði með þeim í vetur. „Þetta er mitt félag og það var ekkert mál að koma inn og spila. Það breytir ekki miklu hvar ég spila, ég er bara hér til að gagnast liðinu í baráttunni sem framundan er,“ sagði Þórarinn sem hefur leikið sem atvinnumaður hjá Sarpsborg í Noregi á síðustu mánuðum. En hvað fannst honum vanta upp á hjá ÍBV í dag? „Að klára færin. Við fengum færi og vorum hættulegir í horn- og aukaspyrnum. Við hefðum getað potað 1-2 mörkum inn áður en þeir skora annað markið. „Þetta var svekkjandi en mér fannst við vera betri aðilinn í dag,“ sagði Þórarinn og bætti við: „Staðan á hópnum er fín. Það er búinn að vera stígandi í leik okkar. Byrjunin var ekki góð en fyrir leikinn hafði ÍBV unnið fimm af síðustu sex leikjum. „En þessi leikur er búinn og nú þurfum við bara að einbeita okkur að leiknum gegn KR,“ sagði Þórarinn að lokum en ÍBV mætir í KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins á fimmtudaginn kemur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Mörk frá Ólafi Karl Finsen og Garðari Jóhannssyni í sitthvorum hálfleiknum tryggðu Stjörnumönnum dýrmætan sigur á ÍBV á Samsung-vellinum í Garðabæ í dag. Með sigrinum fór Stjarnan í toppsæti deildarinnar, en FH getur endurheimt það síðar í kvöld með sigri eða jafntefli gegn Fylki. Hvort Evrópuleikurinn ótrúlegi gegn Motherwell sat í Stjörnumönnum eða ekki, þá byrjuðu gestirnir leikinn betur. Markahæsti leikmaður deildarinnar, Jonathan Glenn, lét hafa fyrir sér og á 6. mínútu lagði hann boltann fyrir Víði Þorvarðarson - fyrrum Stjörnumann - sem átti fast skot sem Sveinn Sigurður Jóhannesson varði frábærlega. Sveinn stóð í mark Stjörnunnar í stað Ingvars Jónssonar sem gat ekki spilað vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Motherwell. Þetta var fyrsti leikur Sveins, sem er aðeins 19 ára gamall, í efstu deild. Það var þó ekki að sjá á spilamennsku hans, því markvörðurinn ungi virkaði öruggur og komst vel frá sínu, þótt Eyjamenn hefðu sett mikla pressu á hann í föstum leikatriðum. Eftir þessa góðu byrjun gestanna komust Stjörnumenn betur inn í leikinn. Pablo Punyed, sem hafði verið lítt sjáanlegur framan af leik, fór að finna sér pláss milli miðju og varnar Eyjaliðsins og betri taktur komst í leik heimamanna. Þeim gekk þó erfiðlega að skapa sér færi, en þegar Ólafur Karl skoraði á 29. mínútu, var það í raun í fyrsta skipti sem Stjörnumenn ógnuðu Eyjavörninni að einhverju ráði.Arnar Már Björgvinsson átti þá fasta fyrirgjöf frá hægri á Ólaf Karl sem kastaði sér fram og skallaði boltann í netið framhjá Abel Dhaira í marki ÍBV. Staðan var 1-0 þegar Valdimar Pálsson, dómari leiksins flautaði til leikhlés. Og líkt og í byrjun leiks komu Eyjamenn sterkir til leiks í seinni hálfleik. Þeim gekk þó sem fyrr erfiðlega að skapa sér færi. Sóknarleikurinn var einhæfur og hugmyndasnauður og þeir ógnuðu marki Stjörnunnar ekki að neinu viti nema í föstum leikatriðum. Stjörnuvörnin stóð vaktina af stakri prýði með Daníel Laxdal sem besta mann, en miðvörðurinn átti stórleik í dag. Martin Rauschenberg var sterkur við hlið Daníels og þá spilaði Michael Præst að venju vel á miðjunni. Fyrirliðinn er gríðarlega stekur í loftinu og í tæklingum, staðsetur sig frábærlega og skilar boltanum vel frá sér. Það gæti því reynst Stjörnunni dýrt að missa hann í leikbann en hann fékk að líta sitt annað gula spjald á 86. mínútu fyrir brot á varamanninum Andra Ólafssyni. Eyjamenn reyndu og reyndu í seinni hálfleik en það var ekki fyrr en í uppbótartíma sem þeir komust nálægt því að skora. Víðir átti þá fínt skot á lofti sem Sveinn varði í horn. Aðeins um mínútu síðar kláraði Garðar leikinn með frábæru skoti upp í markhornið. Þetta var annað mark framherjans í sumar en hann hefur verið þjakaður af meiðslum síðustu mánuði. Skömmu síðar flautaði Valdimar leikinn af og Stjörnumenn fögnuðu góðum sigri. Garðbæingar sýndu mikinn styrk í dag. Þetta var erfiður leikur gegn Eyjaliði sem var búið að vinna þrjá leiki í röð, en einbeitingin hjá Stjörnunni var góð og Rúnar Páll Sigmundsson virðist hafa náð sínum mönnum niður á jörðina eftir ævintýralegan sigur á Motherwell á fimmtudaginn. Stjörnumenn mæta Lech Poznan í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn kemur. Eyjamenn hafa spilað verr en þeir gerðu í dag. Sóknarleikurinn var hins vegar ekki nægjanlega beittur og því fór sem fór. Með tapinu féll ÍBV niður í 8. sæti deildarinnar, en framundan er gríðarlega mikilvægur leikur gegn KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins. Eyjamenn mega því ekki staldra of lengi við tapið í dag ætli þeir sér í úrslitaleikinn.Rúnar Páll: Sveinn var frábær í þessum leik Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var að vonum sáttur eftir 2-0 sigur á ÍBV í dag. Hann sagði að leikurinn hefði verið Stjörnunni erfiður. „Maður er aldrei rólegur fyrr en þetta er búið. 1-0 er tæp staða. Þeir voru að dæla boltanum fram og við fengum mikið af auka- og hornspyrnum á okkur. „Þeir eru stórhættulegir í föstum leikatriðum og leggja mikið upp úr þeim, en við stóðumst pressuna,“ sagði Rúnar sem var ánægður með frammistöðu Sveins Sigurðar Jóhannessonar sem lék í marki Stjörnunnar í stað Ingvars Jónssonar sem er meiddur. „Hann var frábær í þessum leik. Þar er mjög efnilegur og góður markvörður á ferð. „Þetta var mjög erfiður leikur fyrir hann að spila, en hann stóðst pressuna og sýndi að hann getur vel spilað í efstu deild.“ Rúnar var einnig sáttur með varnarleik Stjörnunnar sem var mjög sterkur í leiknum. „Ég er mjög ánægður með varnarleikinn og ánægður með Svein í markinu. Við sýndum enn og aftur að við erum á góðu róli í þessari deild og menn vilja má árangri.“ Stjörnumenn voru lengi í gang en Rúnar sagði þreytu ekki ástæðuna fyrir því. „Við spiluðum nánast á sama liði og á fimmtudaginn. Menn fara kannski varlega inn í leikinn. „En leikurinn var alltaf á þessu tempói. Þeir spiluðu ekki mikið í gegnum okkur og treystu aðallega á langar sendingar og föst leikatriði,“ sagði þjálfarinn að lokum.Þórarinn Ingi: Er hér til að gagnast liðinu Þórarinn Ingi Valdimarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍBV í sumar. Hann sagði að Eyjamenn hefðu átt meira skilið úr leiknum í dag. „Það var leiðinlegt að tapa, en miðað við spilamennskuna fannst mér við eiga eitthvað skilið úr honum. „Það var mjög auðvelt að koma inn í þetta. Ég hef spilað með þessum strákum áður og spilaði með þeim í vetur. „Þetta er mitt félag og það var ekkert mál að koma inn og spila. Það breytir ekki miklu hvar ég spila, ég er bara hér til að gagnast liðinu í baráttunni sem framundan er,“ sagði Þórarinn sem hefur leikið sem atvinnumaður hjá Sarpsborg í Noregi á síðustu mánuðum. En hvað fannst honum vanta upp á hjá ÍBV í dag? „Að klára færin. Við fengum færi og vorum hættulegir í horn- og aukaspyrnum. Við hefðum getað potað 1-2 mörkum inn áður en þeir skora annað markið. „Þetta var svekkjandi en mér fannst við vera betri aðilinn í dag,“ sagði Þórarinn og bætti við: „Staðan á hópnum er fín. Það er búinn að vera stígandi í leik okkar. Byrjunin var ekki góð en fyrir leikinn hafði ÍBV unnið fimm af síðustu sex leikjum. „En þessi leikur er búinn og nú þurfum við bara að einbeita okkur að leiknum gegn KR,“ sagði Þórarinn að lokum en ÍBV mætir í KR í undanúrslitum Borgunarbikarsins á fimmtudaginn kemur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira