Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - FH 0-2 | Erfið fæðing hjá FH Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 27. júlí 2014 14:33 Vísir/Valli FH lagði Fylki 2-0 á útivelli í þrettándu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Bæði mörkin komu á síðustu ellefu mínútum leiksins. FH hefur oft leikið betur í sumar en liðið var engu að síður mun hættulegra í sínum aðgerðum og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk. Fylkir fékk fá færi í leiknum og besta færi liðsins kom eftir að staðan var 2-0 þó besti kafli liðsins hafi verið í upphafi leiks. Leikmenn Fylkis börðust af miklum krafti en gæði vantaði í leik liðsins gegn vængbrotnu liði FH sem saknaði lykilmanna á miðjunni og í vörninni. Miðvarðarpar númer eitt hjá FH tók út leikbann og samt náði Fylkir ekki að opna vörn FH að neinu ráði.Atli Guðnason byrjaði leikinn á bekknum líkt og Steven Lennon en þeir komu báðir inn á í seinni hálfleik þegar Fylkismenn voru farnir að þreytast og skipti það sköpum því Atli lagði upp fyrra mark FH fyrir Ingimund Níels Óskarsson. Eftir að hann skoraði var aldrei spurning hvort FH næði að landa níunda sigri sínum á tímabilinu. FH er aftur komið á toppinn, með tveimur stigum meira en Stjarnan. Fylkir er í þriðja neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti. Heimir: Var þolinmæðisvinna„Gott vinnuframlag og gott skipulag. Við héldum markinu hreinu og skoruðum tvö góð mörk. Þetta var þolinmæðisvinna,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH um það hvað skilaði sigrinum á Fylki í kvöld. „Varnarleikur liðsins í heildina var góður. Fylkir skapaði sér ekki mörg færi í þessum leik. Það var aðeins í byrjun. „Við vitum að Lennon er mjög góður leikmaður og við vitum að hann á eftir að nýtast FH-liðinu vel. Við væntum mikils af honum. Hann kom inn í leikinn og stóð sig vel. Hann var ekki búinn að ná neinni æfingu en þrátt fyrir það kom hann inn og stóð sig vel,“ sagði Heimir um nýjasta leikmann FH, Steven Lennon. „Við áttum ekki í vandræðum. Við vorum að skapa góð færi. Við hefðum mátt vera nákvæmari upp við markið en þeir komu inn Lennon og Atli Guðna, mjög sóknarþenkjandi menn.“ FH heldur nú til Svíþjóðar þar sem liðið mætir Elfsborg í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Það er alltaf gaman að spila Evrópuleiki. Elfsborg er mjög gott lið. Við þurfum að spila virkilega góðan leik á fimmtudaginn. Á virkilega erfiðum útivelli, á gervigrasi og ná hagstæðum úrslitum svo það verði einhver stemning í Krikanum í seinni leiknum,“ sagði Heimir um leikinn á fimmtudaginn en hann staðfesti að lokum að FH hefur talað við Val um Indriða Áka Þorláksson framherja Vals. „Félögin hafa talað saman. Ég skipti mér ekki að því en við höfum áhuga á að fá hann.“ Ásmundur: Ætluðum að vinna þennan leik„Við erum svekktir að tapa hér á heimavelli. Við ætluðum að vinna þennan leik og lögðum hann upp þannig. Við lögðum mikið í leikinn og börðumst vel,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis. Lengst af var stutt í tækifærin og við vildum setja eitt og halda markinu hreinu. Það tókst því miður ekki. FH-ingarnir eru skeinuhættir og það má aldrei missa sjónar af þeim, þá klára þeir færin sín. „Það fækkaði möguleikunum okkar er leið á leikinn. Við lögðum mikið í leikinn og pressuðum þá stíft og settum mikið í þetta. Eðlilega dró aðeins af. „Þetta voru ágætis skiptingar hjá þeim. Þrátt fyrir að mikið vantaði þá voru þeir með gæði á bekknum,“ sagði Ásmundur sem segir lið sitt vera að styrkjast í fallbaráttunni. „Kristján Hauksson er byrjaður að æfa sem er mjög gott. Við höfum heyrt í honum reglulega og sjá hvort hann fari ekki að mæta og nú er hann mættur og við sjáum hvort hann komist í stand. Við erum líka að fá Agnar Braga (Magnússon) meira og meira inn á völlinn. Við erum líka að fá Finn Ólafs til baka úr meiðslum. Svo erum við komnir með Albert Brynjar Ingason inn í þetta. „Okkar raðir eru heldur að þéttast fyrir baráttuna. Við gerum okkur grein fyrir því að það er hatröm barátta framundan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
FH lagði Fylki 2-0 á útivelli í þrettándu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Bæði mörkin komu á síðustu ellefu mínútum leiksins. FH hefur oft leikið betur í sumar en liðið var engu að síður mun hættulegra í sínum aðgerðum og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk. Fylkir fékk fá færi í leiknum og besta færi liðsins kom eftir að staðan var 2-0 þó besti kafli liðsins hafi verið í upphafi leiks. Leikmenn Fylkis börðust af miklum krafti en gæði vantaði í leik liðsins gegn vængbrotnu liði FH sem saknaði lykilmanna á miðjunni og í vörninni. Miðvarðarpar númer eitt hjá FH tók út leikbann og samt náði Fylkir ekki að opna vörn FH að neinu ráði.Atli Guðnason byrjaði leikinn á bekknum líkt og Steven Lennon en þeir komu báðir inn á í seinni hálfleik þegar Fylkismenn voru farnir að þreytast og skipti það sköpum því Atli lagði upp fyrra mark FH fyrir Ingimund Níels Óskarsson. Eftir að hann skoraði var aldrei spurning hvort FH næði að landa níunda sigri sínum á tímabilinu. FH er aftur komið á toppinn, með tveimur stigum meira en Stjarnan. Fylkir er í þriðja neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti. Heimir: Var þolinmæðisvinna„Gott vinnuframlag og gott skipulag. Við héldum markinu hreinu og skoruðum tvö góð mörk. Þetta var þolinmæðisvinna,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH um það hvað skilaði sigrinum á Fylki í kvöld. „Varnarleikur liðsins í heildina var góður. Fylkir skapaði sér ekki mörg færi í þessum leik. Það var aðeins í byrjun. „Við vitum að Lennon er mjög góður leikmaður og við vitum að hann á eftir að nýtast FH-liðinu vel. Við væntum mikils af honum. Hann kom inn í leikinn og stóð sig vel. Hann var ekki búinn að ná neinni æfingu en þrátt fyrir það kom hann inn og stóð sig vel,“ sagði Heimir um nýjasta leikmann FH, Steven Lennon. „Við áttum ekki í vandræðum. Við vorum að skapa góð færi. Við hefðum mátt vera nákvæmari upp við markið en þeir komu inn Lennon og Atli Guðna, mjög sóknarþenkjandi menn.“ FH heldur nú til Svíþjóðar þar sem liðið mætir Elfsborg í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Það er alltaf gaman að spila Evrópuleiki. Elfsborg er mjög gott lið. Við þurfum að spila virkilega góðan leik á fimmtudaginn. Á virkilega erfiðum útivelli, á gervigrasi og ná hagstæðum úrslitum svo það verði einhver stemning í Krikanum í seinni leiknum,“ sagði Heimir um leikinn á fimmtudaginn en hann staðfesti að lokum að FH hefur talað við Val um Indriða Áka Þorláksson framherja Vals. „Félögin hafa talað saman. Ég skipti mér ekki að því en við höfum áhuga á að fá hann.“ Ásmundur: Ætluðum að vinna þennan leik„Við erum svekktir að tapa hér á heimavelli. Við ætluðum að vinna þennan leik og lögðum hann upp þannig. Við lögðum mikið í leikinn og börðumst vel,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis. Lengst af var stutt í tækifærin og við vildum setja eitt og halda markinu hreinu. Það tókst því miður ekki. FH-ingarnir eru skeinuhættir og það má aldrei missa sjónar af þeim, þá klára þeir færin sín. „Það fækkaði möguleikunum okkar er leið á leikinn. Við lögðum mikið í leikinn og pressuðum þá stíft og settum mikið í þetta. Eðlilega dró aðeins af. „Þetta voru ágætis skiptingar hjá þeim. Þrátt fyrir að mikið vantaði þá voru þeir með gæði á bekknum,“ sagði Ásmundur sem segir lið sitt vera að styrkjast í fallbaráttunni. „Kristján Hauksson er byrjaður að æfa sem er mjög gott. Við höfum heyrt í honum reglulega og sjá hvort hann fari ekki að mæta og nú er hann mættur og við sjáum hvort hann komist í stand. Við erum líka að fá Agnar Braga (Magnússon) meira og meira inn á völlinn. Við erum líka að fá Finn Ólafs til baka úr meiðslum. Svo erum við komnir með Albert Brynjar Ingason inn í þetta. „Okkar raðir eru heldur að þéttast fyrir baráttuna. Við gerum okkur grein fyrir því að það er hatröm barátta framundan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira