Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fylkir - FH 0-2 | Erfið fæðing hjá FH Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 27. júlí 2014 14:33 Vísir/Valli FH lagði Fylki 2-0 á útivelli í þrettándu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Bæði mörkin komu á síðustu ellefu mínútum leiksins. FH hefur oft leikið betur í sumar en liðið var engu að síður mun hættulegra í sínum aðgerðum og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk. Fylkir fékk fá færi í leiknum og besta færi liðsins kom eftir að staðan var 2-0 þó besti kafli liðsins hafi verið í upphafi leiks. Leikmenn Fylkis börðust af miklum krafti en gæði vantaði í leik liðsins gegn vængbrotnu liði FH sem saknaði lykilmanna á miðjunni og í vörninni. Miðvarðarpar númer eitt hjá FH tók út leikbann og samt náði Fylkir ekki að opna vörn FH að neinu ráði.Atli Guðnason byrjaði leikinn á bekknum líkt og Steven Lennon en þeir komu báðir inn á í seinni hálfleik þegar Fylkismenn voru farnir að þreytast og skipti það sköpum því Atli lagði upp fyrra mark FH fyrir Ingimund Níels Óskarsson. Eftir að hann skoraði var aldrei spurning hvort FH næði að landa níunda sigri sínum á tímabilinu. FH er aftur komið á toppinn, með tveimur stigum meira en Stjarnan. Fylkir er í þriðja neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti. Heimir: Var þolinmæðisvinna„Gott vinnuframlag og gott skipulag. Við héldum markinu hreinu og skoruðum tvö góð mörk. Þetta var þolinmæðisvinna,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH um það hvað skilaði sigrinum á Fylki í kvöld. „Varnarleikur liðsins í heildina var góður. Fylkir skapaði sér ekki mörg færi í þessum leik. Það var aðeins í byrjun. „Við vitum að Lennon er mjög góður leikmaður og við vitum að hann á eftir að nýtast FH-liðinu vel. Við væntum mikils af honum. Hann kom inn í leikinn og stóð sig vel. Hann var ekki búinn að ná neinni æfingu en þrátt fyrir það kom hann inn og stóð sig vel,“ sagði Heimir um nýjasta leikmann FH, Steven Lennon. „Við áttum ekki í vandræðum. Við vorum að skapa góð færi. Við hefðum mátt vera nákvæmari upp við markið en þeir komu inn Lennon og Atli Guðna, mjög sóknarþenkjandi menn.“ FH heldur nú til Svíþjóðar þar sem liðið mætir Elfsborg í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Það er alltaf gaman að spila Evrópuleiki. Elfsborg er mjög gott lið. Við þurfum að spila virkilega góðan leik á fimmtudaginn. Á virkilega erfiðum útivelli, á gervigrasi og ná hagstæðum úrslitum svo það verði einhver stemning í Krikanum í seinni leiknum,“ sagði Heimir um leikinn á fimmtudaginn en hann staðfesti að lokum að FH hefur talað við Val um Indriða Áka Þorláksson framherja Vals. „Félögin hafa talað saman. Ég skipti mér ekki að því en við höfum áhuga á að fá hann.“ Ásmundur: Ætluðum að vinna þennan leik„Við erum svekktir að tapa hér á heimavelli. Við ætluðum að vinna þennan leik og lögðum hann upp þannig. Við lögðum mikið í leikinn og börðumst vel,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis. Lengst af var stutt í tækifærin og við vildum setja eitt og halda markinu hreinu. Það tókst því miður ekki. FH-ingarnir eru skeinuhættir og það má aldrei missa sjónar af þeim, þá klára þeir færin sín. „Það fækkaði möguleikunum okkar er leið á leikinn. Við lögðum mikið í leikinn og pressuðum þá stíft og settum mikið í þetta. Eðlilega dró aðeins af. „Þetta voru ágætis skiptingar hjá þeim. Þrátt fyrir að mikið vantaði þá voru þeir með gæði á bekknum,“ sagði Ásmundur sem segir lið sitt vera að styrkjast í fallbaráttunni. „Kristján Hauksson er byrjaður að æfa sem er mjög gott. Við höfum heyrt í honum reglulega og sjá hvort hann fari ekki að mæta og nú er hann mættur og við sjáum hvort hann komist í stand. Við erum líka að fá Agnar Braga (Magnússon) meira og meira inn á völlinn. Við erum líka að fá Finn Ólafs til baka úr meiðslum. Svo erum við komnir með Albert Brynjar Ingason inn í þetta. „Okkar raðir eru heldur að þéttast fyrir baráttuna. Við gerum okkur grein fyrir því að það er hatröm barátta framundan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
FH lagði Fylki 2-0 á útivelli í þrettándu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Bæði mörkin komu á síðustu ellefu mínútum leiksins. FH hefur oft leikið betur í sumar en liðið var engu að síður mun hættulegra í sínum aðgerðum og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk. Fylkir fékk fá færi í leiknum og besta færi liðsins kom eftir að staðan var 2-0 þó besti kafli liðsins hafi verið í upphafi leiks. Leikmenn Fylkis börðust af miklum krafti en gæði vantaði í leik liðsins gegn vængbrotnu liði FH sem saknaði lykilmanna á miðjunni og í vörninni. Miðvarðarpar númer eitt hjá FH tók út leikbann og samt náði Fylkir ekki að opna vörn FH að neinu ráði.Atli Guðnason byrjaði leikinn á bekknum líkt og Steven Lennon en þeir komu báðir inn á í seinni hálfleik þegar Fylkismenn voru farnir að þreytast og skipti það sköpum því Atli lagði upp fyrra mark FH fyrir Ingimund Níels Óskarsson. Eftir að hann skoraði var aldrei spurning hvort FH næði að landa níunda sigri sínum á tímabilinu. FH er aftur komið á toppinn, með tveimur stigum meira en Stjarnan. Fylkir er í þriðja neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsæti. Heimir: Var þolinmæðisvinna„Gott vinnuframlag og gott skipulag. Við héldum markinu hreinu og skoruðum tvö góð mörk. Þetta var þolinmæðisvinna,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH um það hvað skilaði sigrinum á Fylki í kvöld. „Varnarleikur liðsins í heildina var góður. Fylkir skapaði sér ekki mörg færi í þessum leik. Það var aðeins í byrjun. „Við vitum að Lennon er mjög góður leikmaður og við vitum að hann á eftir að nýtast FH-liðinu vel. Við væntum mikils af honum. Hann kom inn í leikinn og stóð sig vel. Hann var ekki búinn að ná neinni æfingu en þrátt fyrir það kom hann inn og stóð sig vel,“ sagði Heimir um nýjasta leikmann FH, Steven Lennon. „Við áttum ekki í vandræðum. Við vorum að skapa góð færi. Við hefðum mátt vera nákvæmari upp við markið en þeir komu inn Lennon og Atli Guðna, mjög sóknarþenkjandi menn.“ FH heldur nú til Svíþjóðar þar sem liðið mætir Elfsborg í fyrri leik liðanna í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. „Það er alltaf gaman að spila Evrópuleiki. Elfsborg er mjög gott lið. Við þurfum að spila virkilega góðan leik á fimmtudaginn. Á virkilega erfiðum útivelli, á gervigrasi og ná hagstæðum úrslitum svo það verði einhver stemning í Krikanum í seinni leiknum,“ sagði Heimir um leikinn á fimmtudaginn en hann staðfesti að lokum að FH hefur talað við Val um Indriða Áka Þorláksson framherja Vals. „Félögin hafa talað saman. Ég skipti mér ekki að því en við höfum áhuga á að fá hann.“ Ásmundur: Ætluðum að vinna þennan leik„Við erum svekktir að tapa hér á heimavelli. Við ætluðum að vinna þennan leik og lögðum hann upp þannig. Við lögðum mikið í leikinn og börðumst vel,“ sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis. Lengst af var stutt í tækifærin og við vildum setja eitt og halda markinu hreinu. Það tókst því miður ekki. FH-ingarnir eru skeinuhættir og það má aldrei missa sjónar af þeim, þá klára þeir færin sín. „Það fækkaði möguleikunum okkar er leið á leikinn. Við lögðum mikið í leikinn og pressuðum þá stíft og settum mikið í þetta. Eðlilega dró aðeins af. „Þetta voru ágætis skiptingar hjá þeim. Þrátt fyrir að mikið vantaði þá voru þeir með gæði á bekknum,“ sagði Ásmundur sem segir lið sitt vera að styrkjast í fallbaráttunni. „Kristján Hauksson er byrjaður að æfa sem er mjög gott. Við höfum heyrt í honum reglulega og sjá hvort hann fari ekki að mæta og nú er hann mættur og við sjáum hvort hann komist í stand. Við erum líka að fá Agnar Braga (Magnússon) meira og meira inn á völlinn. Við erum líka að fá Finn Ólafs til baka úr meiðslum. Svo erum við komnir með Albert Brynjar Ingason inn í þetta. „Okkar raðir eru heldur að þéttast fyrir baráttuna. Við gerum okkur grein fyrir því að það er hatröm barátta framundan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann