Valderrama: Real Madrid er ekki of stórt félag fyrir James Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. júlí 2014 14:45 Carlos Valderrama á hörkuspretti með Bandaríkjamanninn John Harkes í eftirdragi á HM 1994. vísir/getty James Rodríguez, 22 ára gamall Kólumbíumaður, sló í gegn á HM og er enn markahæstur þó liðið hans hafi verið slegið úr keppni af Brasilíu í átta liða úrslitum keppninnar. James heillaði heimsbyggðina í Brasilíu og skoraði sex mörk, en honum tókst að skora í öllum fimm leikjum Kólumbíu á mótinu.Carlos Valderrama, hinn hárprúði landsliðsmaður Kólumbíu á árum áður, er mjög hrifinn af hæfileikum samlanda síns og vonar að hann spili í spænsku 1. deildinni í framtíðinni. „Það er lítið sem ég get bætt við um frammistöðu hans á HM,“ segir Valderrama í viðtali við spænska íþróttablaðið Marca um Rodríguez sem franska félagið AS Monaco keypti á 35 milljónir evra síðasta sumar. „Þeir sem efuðust um gæði James sáu hvað í honum býr. Ég efaðist aldrei. Hann nýtti sér þennan stærsta glugga fótboltaheimsins sem er heimsmeistarakeppnin til að sýna sig.“James verður í eldlínunni með Monaco í Meistaradeildinni ef ekkert breytist í sumar.vísir/getty„Hann spilar best sem „tía“ eins og ég. En þjálfarar í dag eru lítið að nota hreinræktaðar tíur. Þess vegna vil ég fá hann út á kantinn; þar verður hann frábær. Ef hann spilar ásamt hraðari leikmönnum verður hann enn betri því þá getur hann matað þá með stoðsendingum,“ segir Valderrama. Stærstu félög heims eru nú öll orðuð við James eftir heimsmeistarakeppnina en ljóst er að hann mun kosta sitt. Real Madrid er sagt bera víurnar í Kólumbíumanninn. „Ekki einu sinni Real Madrid er of stórt fyrir James. Sjáið bara hvernig hann spilaði á HM, ekki nema 22 ára gamall. Hann sýndi að hann getur spilað með hvaða liði sem er. James er frábær leikmaður og frábærir leikmenn kosta sitt. En það verður að horfa til þess að hann er fjárfesting upp á 8-10 ár,“ segir Carlos Valderrama. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld. 4. júlí 2014 22:22 Fagnaði marki með engisprettu á öxlinni - myndir og myndband James Rodríguez skoraði sitt sjötta mark á HM í Brasilíu í kvöld og er langmarkahæstur í keppninni til þessa. Laumufarþegi á treyju hans vakti athygli þegar hann fagnaði marki sínu í kvöld. 4. júlí 2014 23:07 James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark. 4. júlí 2014 22:01 United bauðst James en keypti Bebé í staðinn Kólumbíumaðurinn, sem er ein af stjörnum HM, hefði getað farið til Manchester Unietd fyrir fjórum árum. 30. júní 2014 08:45 James hrifnari af Real Madrid en Barcelona Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu. 29. júní 2014 11:59 James leyfði sér að dreyma James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu og verið í aðalhlutverki í mögnuðu kólumbísku landsliði. 30. júní 2014 07:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
James Rodríguez, 22 ára gamall Kólumbíumaður, sló í gegn á HM og er enn markahæstur þó liðið hans hafi verið slegið úr keppni af Brasilíu í átta liða úrslitum keppninnar. James heillaði heimsbyggðina í Brasilíu og skoraði sex mörk, en honum tókst að skora í öllum fimm leikjum Kólumbíu á mótinu.Carlos Valderrama, hinn hárprúði landsliðsmaður Kólumbíu á árum áður, er mjög hrifinn af hæfileikum samlanda síns og vonar að hann spili í spænsku 1. deildinni í framtíðinni. „Það er lítið sem ég get bætt við um frammistöðu hans á HM,“ segir Valderrama í viðtali við spænska íþróttablaðið Marca um Rodríguez sem franska félagið AS Monaco keypti á 35 milljónir evra síðasta sumar. „Þeir sem efuðust um gæði James sáu hvað í honum býr. Ég efaðist aldrei. Hann nýtti sér þennan stærsta glugga fótboltaheimsins sem er heimsmeistarakeppnin til að sýna sig.“James verður í eldlínunni með Monaco í Meistaradeildinni ef ekkert breytist í sumar.vísir/getty„Hann spilar best sem „tía“ eins og ég. En þjálfarar í dag eru lítið að nota hreinræktaðar tíur. Þess vegna vil ég fá hann út á kantinn; þar verður hann frábær. Ef hann spilar ásamt hraðari leikmönnum verður hann enn betri því þá getur hann matað þá með stoðsendingum,“ segir Valderrama. Stærstu félög heims eru nú öll orðuð við James eftir heimsmeistarakeppnina en ljóst er að hann mun kosta sitt. Real Madrid er sagt bera víurnar í Kólumbíumanninn. „Ekki einu sinni Real Madrid er of stórt fyrir James. Sjáið bara hvernig hann spilaði á HM, ekki nema 22 ára gamall. Hann sýndi að hann getur spilað með hvaða liði sem er. James er frábær leikmaður og frábærir leikmenn kosta sitt. En það verður að horfa til þess að hann er fjárfesting upp á 8-10 ár,“ segir Carlos Valderrama.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld. 4. júlí 2014 22:22 Fagnaði marki með engisprettu á öxlinni - myndir og myndband James Rodríguez skoraði sitt sjötta mark á HM í Brasilíu í kvöld og er langmarkahæstur í keppninni til þessa. Laumufarþegi á treyju hans vakti athygli þegar hann fagnaði marki sínu í kvöld. 4. júlí 2014 23:07 James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark. 4. júlí 2014 22:01 United bauðst James en keypti Bebé í staðinn Kólumbíumaðurinn, sem er ein af stjörnum HM, hefði getað farið til Manchester Unietd fyrir fjórum árum. 30. júní 2014 08:45 James hrifnari af Real Madrid en Barcelona Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu. 29. júní 2014 11:59 James leyfði sér að dreyma James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu og verið í aðalhlutverki í mögnuðu kólumbísku landsliði. 30. júní 2014 07:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Sjá meira
David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld. 4. júlí 2014 22:22
Fagnaði marki með engisprettu á öxlinni - myndir og myndband James Rodríguez skoraði sitt sjötta mark á HM í Brasilíu í kvöld og er langmarkahæstur í keppninni til þessa. Laumufarþegi á treyju hans vakti athygli þegar hann fagnaði marki sínu í kvöld. 4. júlí 2014 23:07
James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark. 4. júlí 2014 22:01
United bauðst James en keypti Bebé í staðinn Kólumbíumaðurinn, sem er ein af stjörnum HM, hefði getað farið til Manchester Unietd fyrir fjórum árum. 30. júní 2014 08:45
James hrifnari af Real Madrid en Barcelona Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu. 29. júní 2014 11:59
James leyfði sér að dreyma James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu og verið í aðalhlutverki í mögnuðu kólumbísku landsliði. 30. júní 2014 07:45