James leyfði sér að dreyma Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júní 2014 07:45 James Rodriguez er nú þegar búinn að skora jafn mörg mörk (fimm) og markahæstu menn HM 2010 gerðu í allri þeirri keppni. fréttablaðið/getty „Hann er í sama gæðaflokki og Diego Maradona,“ sagði Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ, eftir að lið hans var slegið úr leik í 16-liða úrslitum HM í Brasilíu á laugardagskvöldið. Hinn 22 ára James Rodriguez hafði farið á kostum og skorað bæði mörkin í nokkuð öruggum 2-0 sigri Kólumbíumanna sem um leið tryggðu sér sæti í fjórðungsúrslitum HM í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar. Rodriguez er markahæsti leikmaður keppninnar með fimm mörk í fjórum leikjum. Þar að auki hefur hann auga fyrir sannkölluðum glæsimörkum en fyrra markið hans gegn Úrúgvæ fer í sögubækurnar sem eitt fallegasta mark annars frábærrar keppni í Brasilíu hingað til. James hefur skorað í hverjum einasta leik Kólumbíu á HM og þar að auki lagt upp tvö til viðbótar. Næst verður það undir gestgjöfunum í Brasilíu komið að stöðva þennan töframann. Liðin mætast í fjórðungsúrslitum á föstudagskvöld klukkan 20.00.Úr skugga Falcao Hann er á mála hjá AS Monaco í Frakklandi en þangað kom hann fyrir tæpa sjö milljarða króna (45 milljónir evra) frá Porto í Portúgal fyrir ári. Meira fór fyrir félagaskiptum annars Kólumbíumanns til Monaco það sumar en sóknarmaðurinn Falcao hefur hingað til verið talinn skærasta stjarna kólumbíska landsliðsins. Falcao sleit hins vegar krossband í hné í janúar og þrátt fyrir hetjulega baráttu náði hann ekki að jafna sig í tæka tíð. Óttuðust margir að fjarvera hans myndi veikja lið Kólumbíu til muna en James hefur nú margsýnt að þær áhyggjur reyndust óþarfar. Í viðtölum við fjölmiðla eftir sigurinn á Úrúgvæ sagði Rodriguez að það ættu allir að leyfa sér að dreyma um að ná langt – það hafi hann gert. „Það er ekki auðvelt að afreka það sem ég hef gert. En það er mín skoðun að það sé allt hægt ef maður á sér draum og gerir allt sem maður getur til að láta hann rætast. Maður þarf bara að leggja nógu mikið á sig,“ sagði kappinn.Ótrúlegur skilningurJose Pekerman, landsliðsþjálfari Kólumbíu, er maðurinn á bak við árangur liðsins og lofaði hann einnig sinn mann í hástert. „Ég hef á mínum langa ferli verið með marga leikmenn í mínum liðum sem hafa búið yfir einstökum hæfileikum. En það sem hefur komið mér mest á óvart er að hann virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að skilja ákveðna þætti í þessari íþrótt sem tekur aðra knattspyrnumenn mörg ár að læra,“ sagði Pekerman. Brasilía hafði naumlega betur gegn Síle í 16-liða úrslitunum og þarf líklega að spila talsvert betur gegn Rodriguez og félögum til að komast áfram í undanúrslitin. Sér í lagi þar sem miklar væntingar eru gerðar til heimamanna í mótinu. „Það er engin pressa á okkur,“ sagði Rodriguez. „Brasilía á auðvitað frábæra leikmenn en við getum líka verið hættulegir. Þetta verður fallegur knattspyrnuleikur og ótrúlegt fyrir okkur að taka þátt í honum.“ HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Kólumbía í fyrsta sinn í 8-liða úrslit | Myndir Kólumbía vann öruggan 2-0 sigur á Úrúgvæ á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro í seinni leik dagsins í 16-liða úrslitunum á HM í Brasilíu. 28. júní 2014 00:01 James hrifnari af Real Madrid en Barcelona Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu. 29. júní 2014 11:59 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
„Hann er í sama gæðaflokki og Diego Maradona,“ sagði Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ, eftir að lið hans var slegið úr leik í 16-liða úrslitum HM í Brasilíu á laugardagskvöldið. Hinn 22 ára James Rodriguez hafði farið á kostum og skorað bæði mörkin í nokkuð öruggum 2-0 sigri Kólumbíumanna sem um leið tryggðu sér sæti í fjórðungsúrslitum HM í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar. Rodriguez er markahæsti leikmaður keppninnar með fimm mörk í fjórum leikjum. Þar að auki hefur hann auga fyrir sannkölluðum glæsimörkum en fyrra markið hans gegn Úrúgvæ fer í sögubækurnar sem eitt fallegasta mark annars frábærrar keppni í Brasilíu hingað til. James hefur skorað í hverjum einasta leik Kólumbíu á HM og þar að auki lagt upp tvö til viðbótar. Næst verður það undir gestgjöfunum í Brasilíu komið að stöðva þennan töframann. Liðin mætast í fjórðungsúrslitum á föstudagskvöld klukkan 20.00.Úr skugga Falcao Hann er á mála hjá AS Monaco í Frakklandi en þangað kom hann fyrir tæpa sjö milljarða króna (45 milljónir evra) frá Porto í Portúgal fyrir ári. Meira fór fyrir félagaskiptum annars Kólumbíumanns til Monaco það sumar en sóknarmaðurinn Falcao hefur hingað til verið talinn skærasta stjarna kólumbíska landsliðsins. Falcao sleit hins vegar krossband í hné í janúar og þrátt fyrir hetjulega baráttu náði hann ekki að jafna sig í tæka tíð. Óttuðust margir að fjarvera hans myndi veikja lið Kólumbíu til muna en James hefur nú margsýnt að þær áhyggjur reyndust óþarfar. Í viðtölum við fjölmiðla eftir sigurinn á Úrúgvæ sagði Rodriguez að það ættu allir að leyfa sér að dreyma um að ná langt – það hafi hann gert. „Það er ekki auðvelt að afreka það sem ég hef gert. En það er mín skoðun að það sé allt hægt ef maður á sér draum og gerir allt sem maður getur til að láta hann rætast. Maður þarf bara að leggja nógu mikið á sig,“ sagði kappinn.Ótrúlegur skilningurJose Pekerman, landsliðsþjálfari Kólumbíu, er maðurinn á bak við árangur liðsins og lofaði hann einnig sinn mann í hástert. „Ég hef á mínum langa ferli verið með marga leikmenn í mínum liðum sem hafa búið yfir einstökum hæfileikum. En það sem hefur komið mér mest á óvart er að hann virðist ekki eiga í neinum vandræðum með að skilja ákveðna þætti í þessari íþrótt sem tekur aðra knattspyrnumenn mörg ár að læra,“ sagði Pekerman. Brasilía hafði naumlega betur gegn Síle í 16-liða úrslitunum og þarf líklega að spila talsvert betur gegn Rodriguez og félögum til að komast áfram í undanúrslitin. Sér í lagi þar sem miklar væntingar eru gerðar til heimamanna í mótinu. „Það er engin pressa á okkur,“ sagði Rodriguez. „Brasilía á auðvitað frábæra leikmenn en við getum líka verið hættulegir. Þetta verður fallegur knattspyrnuleikur og ótrúlegt fyrir okkur að taka þátt í honum.“
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Kólumbía í fyrsta sinn í 8-liða úrslit | Myndir Kólumbía vann öruggan 2-0 sigur á Úrúgvæ á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro í seinni leik dagsins í 16-liða úrslitunum á HM í Brasilíu. 28. júní 2014 00:01 James hrifnari af Real Madrid en Barcelona Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu. 29. júní 2014 11:59 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Í beinni: Levante - Barcelona | Börsungar í Valencia Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Sjá meira
Kólumbía í fyrsta sinn í 8-liða úrslit | Myndir Kólumbía vann öruggan 2-0 sigur á Úrúgvæ á Maracana vellinum í Ríó de Janeiro í seinni leik dagsins í 16-liða úrslitunum á HM í Brasilíu. 28. júní 2014 00:01
James hrifnari af Real Madrid en Barcelona Kólumbíumaðurinn James Rodriguez hefur slegið í gegn á HM í Brasilíu. 29. júní 2014 11:59