Fólki ráðlagt að halda sig frá Jökulsá á Sólheimasandi Randver Kári Randversson skrifar 11. júlí 2014 16:42 Veruleg hætta stafar af lofttegundum við sporð Sólheimajökuls. Vísir/Arnar Ferðafólki og fararstjórum er ráðlagt að halda sig í a.m.k. 100 m fjarlægð frá Jökulsá á Sólheimasandi og eindregið er varað við því að nálgast uppstreymisstaðina því eitraðar lofttegundir gætu valdið fólki heilsutjóni og jafnvel dauða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Síðla dags 9. júlí mældu starfsmenn Veðurstofunnar og Háskólans í Palermó styrk lofttegunda sem nú losna úr hlaupvatni við jaðar Sólheimajökuls. Notast var við síritandi stafrænan mæli auk viðeigandi öryggisbúnaðar. Við vestanverðan sporð Sólheimajökuls, þar sem hlaupvatnið kemur fram, mældist styrkur brennisteinsvetnis (H2S) 114 ppm og styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) 12 ppm (ppm=milljónustu hlutar). Samfelld skráning aðfaranótt 10. júlí sýndi að styrkur koltvísýrlings (CO2) væri þá 11,000 ppm, styrkur H2S hafði hækkað í 80 ppm en styrkur SO2 var kominn niður í 0.3 ppm. Þess skal getið að styrkur þessara lofttegunda getur mælst mjög breytilegur eftir vindátt og vindstyrk. Hæstu H2S gildin eru yfir hættumörkum sem skilgreind eru þannig að heilsu fólks er hætta búin ef það andar að sér þessum styrk lofttegundarinnar í 15 mínútur. Ef engar varnir eru notaðar er því veruleg hætta á augnskaða og öndunarerfiðleikum. Hæsta mæligildið á H2S er meir en 11-falt yfir ofangreindum 15 mínútna hættumörkum. Enn stafar því veruleg hætta af lofttegundum við sporð Sólheimajökuls og há H2S gildi (7 ppm) mældust einnig yfir Jökulsá við brúnna á Sólheimasandi. Á vef almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að áfram sé unnið á óvissustigi vegna Múlakvíslar og Jökulsár á Sólheimasandi. Mælingar síðasta sólarhring hafi sýnt að vatnshæð og rafleiðni fara ennþá minnkandi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglan á Hvolsvelli mælast áfram til þess við ferðaþjónustufyrirtæki, fulltrúa annarra atvinnustarfsemi, ferðamenn og almenning á svæðinu að fara eftir ráðleggingum Veðurstofunnar og Vinnueftirlitsins á meðan óvissustig er í gildi vegna flóðahættu og hættu sem getur stafað af eitruðum gastegundum. Ferðaþjónustufyrirtæki eru sérstaklega hvött til þess að upplýsa viðskiptavini sína um ástand mála. Atvinnurekendum og öðrum sem starfa á svæðinu er bent á að kynna sér tilmæli á heimasíðu Vinnueftirlitsins www.vinnueftirlit.is. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Ferðafólki og fararstjórum er ráðlagt að halda sig í a.m.k. 100 m fjarlægð frá Jökulsá á Sólheimasandi og eindregið er varað við því að nálgast uppstreymisstaðina því eitraðar lofttegundir gætu valdið fólki heilsutjóni og jafnvel dauða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Síðla dags 9. júlí mældu starfsmenn Veðurstofunnar og Háskólans í Palermó styrk lofttegunda sem nú losna úr hlaupvatni við jaðar Sólheimajökuls. Notast var við síritandi stafrænan mæli auk viðeigandi öryggisbúnaðar. Við vestanverðan sporð Sólheimajökuls, þar sem hlaupvatnið kemur fram, mældist styrkur brennisteinsvetnis (H2S) 114 ppm og styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) 12 ppm (ppm=milljónustu hlutar). Samfelld skráning aðfaranótt 10. júlí sýndi að styrkur koltvísýrlings (CO2) væri þá 11,000 ppm, styrkur H2S hafði hækkað í 80 ppm en styrkur SO2 var kominn niður í 0.3 ppm. Þess skal getið að styrkur þessara lofttegunda getur mælst mjög breytilegur eftir vindátt og vindstyrk. Hæstu H2S gildin eru yfir hættumörkum sem skilgreind eru þannig að heilsu fólks er hætta búin ef það andar að sér þessum styrk lofttegundarinnar í 15 mínútur. Ef engar varnir eru notaðar er því veruleg hætta á augnskaða og öndunarerfiðleikum. Hæsta mæligildið á H2S er meir en 11-falt yfir ofangreindum 15 mínútna hættumörkum. Enn stafar því veruleg hætta af lofttegundum við sporð Sólheimajökuls og há H2S gildi (7 ppm) mældust einnig yfir Jökulsá við brúnna á Sólheimasandi. Á vef almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra segir að áfram sé unnið á óvissustigi vegna Múlakvíslar og Jökulsár á Sólheimasandi. Mælingar síðasta sólarhring hafi sýnt að vatnshæð og rafleiðni fara ennþá minnkandi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglan á Hvolsvelli mælast áfram til þess við ferðaþjónustufyrirtæki, fulltrúa annarra atvinnustarfsemi, ferðamenn og almenning á svæðinu að fara eftir ráðleggingum Veðurstofunnar og Vinnueftirlitsins á meðan óvissustig er í gildi vegna flóðahættu og hættu sem getur stafað af eitruðum gastegundum. Ferðaþjónustufyrirtæki eru sérstaklega hvött til þess að upplýsa viðskiptavini sína um ástand mála. Atvinnurekendum og öðrum sem starfa á svæðinu er bent á að kynna sér tilmæli á heimasíðu Vinnueftirlitsins www.vinnueftirlit.is.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira