Fá ekki meðhöndlun og kostnaður samfélagsins hleypur á milljörðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. júlí 2014 19:42 Meirihluti fullorðinna sem glímir við þunglyndi og kvíða hér á landi fær aldrei greiningu og meðhöndlun við hæfi. Kostnaður samfélagsins vegna þunglyndis og kvíða hleypur á milljörðum ef ekki tugmilljörðum króna á hverju ári, að sögn verkefnisstjóra hjá Embætti landlæknis. Martin Wolf, aðalhagfræðingur og leiðarahöfundur Financial Times, fjallar um kostnað Breta af geðsjúkdómum í nýjum pistli undir fyrirsögninni: Geðsjúkdómar eru brýnasta heilbrigðisvandamál okkar.Valda meiri eymd en fátækt og atvinnuleysi Í greininni fjallar Wolf um þá staðreynd að þunglyndi og kvíði valdi meiri eymd en líkamlegir sjúkdómar, fátækt og atvinnuleysi. Þá hafi þeir í för með sér gríðarlegan fjárhagslegan kostnað fyrir samfélagið. Wolf vekur athygli á því að minna en þriðjungur fullorðinna Breta sem þjáist af þessum sjúkdómum séu meðhöndlaðir en til samanburðar fái 90 prósent þeirra sem þjást af sykursýki meðhöndlun við hæfi. Samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eru geðrasakanir 38 prósent allra heilsufarsvandamála í þróuðum samfélögum. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis segir að ekki liggi fyrir tölfræði yfir hversu stór hluti fullorðinna sé með þunglyndi og kvíða án greiningar en líklega sé hlutfallið svipað og í Bretlandi.Hversu mikill kostnaður fellur til í íslensku samfélagi á ári hverju vegna kvíða og þunglyndis? „Við erum ekki með útreikninga um hver hann er nákvæmlega. Við höfum kannski ekki burði til þess að gera þessa útreikninga hér en það eru til greiningar í stærri löndum. Það er hins vegar alveg ljóst að einn helsti orsakavaldur örorku eru geðraskanir og það felur í sér kostnað fyrir samfélagið. Það er því ljóst að það er umtalsverður kostnaður sem hlýst af völdum geðraskana,“ segir Dóra Guðrún.Út frá þessu er raunhæft að áætla að árlegur kostnaður samfélagsins vegna þunglyndis og kvíða hlaupi á milljörðum króna? „Já, það er alveg ljóst. Milljörðum eða tugmilljörðum króna.“Ódýrt að meðhöndla í samanburði við aðra sjúkdóma Tiltölulega ódýrt er að meðhöndla þunglyndi og kvíða samanborið við marga aðra líkamlega sjúkdóma og kostnaður við meðhöndlun er aðeins brot af kostnaði samfélagsins af þessum sjúkdómum. Af þessu virtu er ávinningur samfélagsins af því að fullorðnir fái greiningu og nái bata, augljós. Sumir sem hafa verið greindir þunglyndir hafa upplifað smán þegar þeir hafa snúið aftur til vinnu og margir kjósa því að greina ekki frá sjúkdómi sínum. Þá hafa aðrir ekki leitað sér hjálpar vegna fordóma sem fylgja sjúkdómnum. Hefur Embætti landlæknis einhverjar upplýsingar um það hvers vegna svona margir sem þjást af þessum sjúkdómum fá ekki greiningu og meðhöndlun?Er það vegna stigma? „Ég held að það séu ýmsar ástæður. Það getur verið stigma (smán) og það er vel þekkt en hér á Íslandi er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu ekki nógu gott. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna að. Það stendur til að vinna geðheilbrigðisstefnu og það er mikilvægt að taka á því í henni,“ segir Dóra Guðrún. Hún nefnir að þjónusta sálfræðinga sé ekki niðurgreidd af ríkissjóði líkt og önnur heilbrigðisþjónusta en hugræn atferlismeðferð sem sálfræðingar veita, hefur reynst árangursrík við meðhöndlun á þunglyndi og kvíða. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Meirihluti fullorðinna sem glímir við þunglyndi og kvíða hér á landi fær aldrei greiningu og meðhöndlun við hæfi. Kostnaður samfélagsins vegna þunglyndis og kvíða hleypur á milljörðum ef ekki tugmilljörðum króna á hverju ári, að sögn verkefnisstjóra hjá Embætti landlæknis. Martin Wolf, aðalhagfræðingur og leiðarahöfundur Financial Times, fjallar um kostnað Breta af geðsjúkdómum í nýjum pistli undir fyrirsögninni: Geðsjúkdómar eru brýnasta heilbrigðisvandamál okkar.Valda meiri eymd en fátækt og atvinnuleysi Í greininni fjallar Wolf um þá staðreynd að þunglyndi og kvíði valdi meiri eymd en líkamlegir sjúkdómar, fátækt og atvinnuleysi. Þá hafi þeir í för með sér gríðarlegan fjárhagslegan kostnað fyrir samfélagið. Wolf vekur athygli á því að minna en þriðjungur fullorðinna Breta sem þjáist af þessum sjúkdómum séu meðhöndlaðir en til samanburðar fái 90 prósent þeirra sem þjást af sykursýki meðhöndlun við hæfi. Samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eru geðrasakanir 38 prósent allra heilsufarsvandamála í þróuðum samfélögum. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sviðsstjóri áhrifaþátta heilbrigðis hjá Embætti landlæknis segir að ekki liggi fyrir tölfræði yfir hversu stór hluti fullorðinna sé með þunglyndi og kvíða án greiningar en líklega sé hlutfallið svipað og í Bretlandi.Hversu mikill kostnaður fellur til í íslensku samfélagi á ári hverju vegna kvíða og þunglyndis? „Við erum ekki með útreikninga um hver hann er nákvæmlega. Við höfum kannski ekki burði til þess að gera þessa útreikninga hér en það eru til greiningar í stærri löndum. Það er hins vegar alveg ljóst að einn helsti orsakavaldur örorku eru geðraskanir og það felur í sér kostnað fyrir samfélagið. Það er því ljóst að það er umtalsverður kostnaður sem hlýst af völdum geðraskana,“ segir Dóra Guðrún.Út frá þessu er raunhæft að áætla að árlegur kostnaður samfélagsins vegna þunglyndis og kvíða hlaupi á milljörðum króna? „Já, það er alveg ljóst. Milljörðum eða tugmilljörðum króna.“Ódýrt að meðhöndla í samanburði við aðra sjúkdóma Tiltölulega ódýrt er að meðhöndla þunglyndi og kvíða samanborið við marga aðra líkamlega sjúkdóma og kostnaður við meðhöndlun er aðeins brot af kostnaði samfélagsins af þessum sjúkdómum. Af þessu virtu er ávinningur samfélagsins af því að fullorðnir fái greiningu og nái bata, augljós. Sumir sem hafa verið greindir þunglyndir hafa upplifað smán þegar þeir hafa snúið aftur til vinnu og margir kjósa því að greina ekki frá sjúkdómi sínum. Þá hafa aðrir ekki leitað sér hjálpar vegna fordóma sem fylgja sjúkdómnum. Hefur Embætti landlæknis einhverjar upplýsingar um það hvers vegna svona margir sem þjást af þessum sjúkdómum fá ekki greiningu og meðhöndlun?Er það vegna stigma? „Ég held að það séu ýmsar ástæður. Það getur verið stigma (smán) og það er vel þekkt en hér á Íslandi er aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu ekki nógu gott. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna að. Það stendur til að vinna geðheilbrigðisstefnu og það er mikilvægt að taka á því í henni,“ segir Dóra Guðrún. Hún nefnir að þjónusta sálfræðinga sé ekki niðurgreidd af ríkissjóði líkt og önnur heilbrigðisþjónusta en hugræn atferlismeðferð sem sálfræðingar veita, hefur reynst árangursrík við meðhöndlun á þunglyndi og kvíða.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira