Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Valur - Breiðablik 1-2 | Tveir sigrar í röð hjá Blikum Stefán Árni Pálsson á Vodafone-vellinum skrifar 14. júlí 2014 14:53 Árni Vilhjálmsson lék vel í kvöld. Vísir/arni Breiðablik vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið sótti góðan útisigur gegn Val, 2-1. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði bæði mörk Blika í kvöld sem virðast vera koma til í deildinni. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru bæði lið nokkuð lengi í gang. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust gestirnir frá Kópavogi meir í takt við leikinn. Eftir rúmlega fimmtán mínútuna leik náðu Blikar að brjóta ísinn þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði frábært mark með hælspyrnu eftir flottan undirbúning frá Árna Vilhjálmssyni. Virkilega gott fyrir leikinn að fá mark á þessum tímapunkti. Aðeins fjórum mínútum síðar voru Blikar aftur á ferðinni og þá var það aftur Elfar Árni sem skoraði. Mads Nielsen gerði sig sekan um skelfileg mistök í vörn Valsmanna, missti boltann frá sér og það nýtti sér Árni Vilhjálmsson vel og lagði aftur upp mark fyrir samherja sinn. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn þegar hálftími var liðin af leiknum. Gunnleifur Gunnleifsson réði þá illa við fyrirgjöf frá Arnari Sveini Geirssyni og sló boltann beint fyrir lappirnar á Kolbeini Kárasyni sem þrumaði boltanum í netið. Fleiri mörk voruð ekki skoruð í hálfleiknum og var staðan 2-1 fyrir Blika eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri nokkuð rólega og voru liðin lengi í gang. Valsmenn ætluðu sér greinilega að jafna metin en það gekk nokkuð erfilega fyrir sig. Liðin skiptust á að skapa sér hálffæri í síðari hálfleiknum en aldrei kom dauðafærið. Það er skemmst frá því að segja að fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og Blikar unnu sinn annan leik í röð 2-1. Liðið er því komið með 12 stig í deildinni og aðeins þremur stigum á eftir Valsmönnum. Elfar: Tökum seinni umferðina alveg á milljón„Við stefndum að þessu í dag og gáfum allt í leikinn,“ segir Elfar Árni Aðalsteinsson, markaskorari Blika, eftir leikinn. „Við erum að reyna að koma okkur á smá skrið og það virðist vera ganga ágætlega núna hjá liðinu.“ Elfar segir að Blikarnir ætli sér að taka síðari umferðina alveg á fullu og ná í sem flest stig. Elfar var frábær í fyrri hálfleiknum og skoraði tvö mörk. „Fyrra markið var nokkuð skemmtilegt. Árni [ Vilhjálmsson] kom boltanum á mig og ég náði að taka boltann með hælnum, sem var mjög gaman.“ Maggi Gylfa: Ólíklegt að Tonny fá atvinnuleyfi„Við mættum bara ekki til leiks í upphafi,“ segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Við fáum á okkur tvö mörk á skömmum tíma og menn engan veginn klárir. Við komum aðeins til baka undir lok fyrri hálfleiksins og minnkum muninn en það bara dugði ekki til.“ Magnús segir að leikur sinna manna hafi verið heilt yfir slakur. Þjálfarinn gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik. „Ég er alveg klár á því að það voru mistök að gera svona margar breytingar á liðinu en maður getur aldrei vitað svona fyrirfram.“ Félagaskiptaglugginn opnar á miðnætti í kvöld og Valsmenn hafa nú þegar fengið tvo leikmenn til liðsins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum íþróttadeildar 365 er Tonny Mawejje, fyrrverandi leikmaður ÍBV, búinn að komast að samkomulagi við Val um að leika með liðinu. „Þetta er bara eitthvað sem kom upp á allra síðustu dögum og við höfum verið að skoða. Ég held að þetta sé samt nokkuð fjarlægt vegna atvinnuleyfismálum.“ Gummi Ben: Alltaf léttara yfir manni þegar maður vinnur fótboltaleik„Það er oftast léttara yfir manni þegar maður vinnur fótboltaleiki,“ segir Guðmundur Benediktsson, þjálfari Breiðabliks. „Mér fannst framlag alls liðsins ná þessum sigri í höfn. Við vorum búnir að skoða Valsliðið vel og náðum að loka á þeirra styrkleika í kvöld.“ „Við eigum gríðarlega erfiða leiki framundan og við þurfum einfaldlega að halda vel á spöðunum til að hreinlega halda sæti okkar í deildinni. Guðmundur segir að hann hafi fengið nokkur gylliboð erlendis frá um leikmenn en hann ætli sér ekki að fá leikmenn til liðsins bara til að fá þá, heldur verður að vera eitthvað varið í þá leikmenn. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira
Breiðablik vann sinn annan leik í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið sótti góðan útisigur gegn Val, 2-1. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði bæði mörk Blika í kvöld sem virðast vera koma til í deildinni. Leikurinn byrjaði nokkuð rólega og voru bæði lið nokkuð lengi í gang. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust gestirnir frá Kópavogi meir í takt við leikinn. Eftir rúmlega fimmtán mínútuna leik náðu Blikar að brjóta ísinn þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði frábært mark með hælspyrnu eftir flottan undirbúning frá Árna Vilhjálmssyni. Virkilega gott fyrir leikinn að fá mark á þessum tímapunkti. Aðeins fjórum mínútum síðar voru Blikar aftur á ferðinni og þá var það aftur Elfar Árni sem skoraði. Mads Nielsen gerði sig sekan um skelfileg mistök í vörn Valsmanna, missti boltann frá sér og það nýtti sér Árni Vilhjálmsson vel og lagði aftur upp mark fyrir samherja sinn. Valsmenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn þegar hálftími var liðin af leiknum. Gunnleifur Gunnleifsson réði þá illa við fyrirgjöf frá Arnari Sveini Geirssyni og sló boltann beint fyrir lappirnar á Kolbeini Kárasyni sem þrumaði boltanum í netið. Fleiri mörk voruð ekki skoruð í hálfleiknum og var staðan 2-1 fyrir Blika eftir 45 mínútur. Síðari hálfleikurinn byrjaði rétt eins og sá fyrri nokkuð rólega og voru liðin lengi í gang. Valsmenn ætluðu sér greinilega að jafna metin en það gekk nokkuð erfilega fyrir sig. Liðin skiptust á að skapa sér hálffæri í síðari hálfleiknum en aldrei kom dauðafærið. Það er skemmst frá því að segja að fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og Blikar unnu sinn annan leik í röð 2-1. Liðið er því komið með 12 stig í deildinni og aðeins þremur stigum á eftir Valsmönnum. Elfar: Tökum seinni umferðina alveg á milljón„Við stefndum að þessu í dag og gáfum allt í leikinn,“ segir Elfar Árni Aðalsteinsson, markaskorari Blika, eftir leikinn. „Við erum að reyna að koma okkur á smá skrið og það virðist vera ganga ágætlega núna hjá liðinu.“ Elfar segir að Blikarnir ætli sér að taka síðari umferðina alveg á fullu og ná í sem flest stig. Elfar var frábær í fyrri hálfleiknum og skoraði tvö mörk. „Fyrra markið var nokkuð skemmtilegt. Árni [ Vilhjálmsson] kom boltanum á mig og ég náði að taka boltann með hælnum, sem var mjög gaman.“ Maggi Gylfa: Ólíklegt að Tonny fá atvinnuleyfi„Við mættum bara ekki til leiks í upphafi,“ segir Magnús Gylfason, þjálfari Vals, eftir leikinn. „Við fáum á okkur tvö mörk á skömmum tíma og menn engan veginn klárir. Við komum aðeins til baka undir lok fyrri hálfleiksins og minnkum muninn en það bara dugði ekki til.“ Magnús segir að leikur sinna manna hafi verið heilt yfir slakur. Þjálfarinn gerði fjórar breytingar á byrjunarliðinu frá því í síðasta leik. „Ég er alveg klár á því að það voru mistök að gera svona margar breytingar á liðinu en maður getur aldrei vitað svona fyrirfram.“ Félagaskiptaglugginn opnar á miðnætti í kvöld og Valsmenn hafa nú þegar fengið tvo leikmenn til liðsins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum íþróttadeildar 365 er Tonny Mawejje, fyrrverandi leikmaður ÍBV, búinn að komast að samkomulagi við Val um að leika með liðinu. „Þetta er bara eitthvað sem kom upp á allra síðustu dögum og við höfum verið að skoða. Ég held að þetta sé samt nokkuð fjarlægt vegna atvinnuleyfismálum.“ Gummi Ben: Alltaf léttara yfir manni þegar maður vinnur fótboltaleik„Það er oftast léttara yfir manni þegar maður vinnur fótboltaleiki,“ segir Guðmundur Benediktsson, þjálfari Breiðabliks. „Mér fannst framlag alls liðsins ná þessum sigri í höfn. Við vorum búnir að skoða Valsliðið vel og náðum að loka á þeirra styrkleika í kvöld.“ „Við eigum gríðarlega erfiða leiki framundan og við þurfum einfaldlega að halda vel á spöðunum til að hreinlega halda sæti okkar í deildinni. Guðmundur segir að hann hafi fengið nokkur gylliboð erlendis frá um leikmenn en hann ætli sér ekki að fá leikmenn til liðsins bara til að fá þá, heldur verður að vera eitthvað varið í þá leikmenn.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt KR kaupir ungan og efnilegan leikmann Njarðvíkur „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Návígi með Gulla Jóns: Aukaefni úr A&B og meira til „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Sjáðu mörkin sem „Halli og Laddi“ skoruðu Þeir bestu (5. sæti): Glasið alltaf hálffullt Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira