Íslenski boltinn

Kjartan Henry: Reyndi ekki að stíga á hann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
„Svona umfjöllun kemur mér ekki lengur á óvart. Þá er eins gott að einbeita sér að einhverju öðru,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason.

Kjartan Henry var til umfjöllunar í Pepsi-mörkunum í gær þar sem atvik í leik Þórs og KR á fimmtudagskvöldið var sýnt. Þá steig Kjartan Henry á Atla Jens Albertsson, leikmann Þórs, með þeim afleiðingum að hann fór meiddur af velli.

„Við vorum í einhverju klafsi. Ég reyndi ekki að stíga á hann,“ sagði Kjartan Henry í samtali við Vísi í dag. „Við vorum að togast á eins og gengur að gerast. Hann náði boltanum og ég togaði í höndina á honum. Svo man ég ekki hvað gerðist.“

Atli Jens lýsti því sjálfur í samtali við Vísi í morgun að hann hafi fengið tak í hnéð eftir að Kjartan Henry steig á innanvert lærið á honum, rétt við hnéð. Hann hafi verið með takkaför eftir Kjartan Henry og sé í dag blár og marinn.

„En ég þekki hann ágætlega og sá að hann hélt um hnéð á sér. Ég fór því upp að honum og athugaði með hann. En ekki datt mér í hug að þetta yrði útkoman.“

„Þetta er þó hætt að koma mér á óvart, svona umræða. Þá er eins gott að hugsa um eitthvað annað og ég er nú að einbeita mér að leiknum gegn Celtic í kvöld.“

Leikur KR og Celtic í forkeppni Meistaradeildar Evrópu hefst klukkan 19.00 í kvöld. Fylgst verður með honum í beinni textalýsinu á Vísi og hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×