Erlent

Juncker kosinn forseti framkvæmdastjórnarinnar

Bjarki Ármannsson skrifar
Juncker tekur til máls að kosningu lokinni í dag.
Juncker tekur til máls að kosningu lokinni í dag. Vísir/AP
Jean-Claude Juncker, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar, var í dag kosinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins af þingmönnum Evrópuþingsins. Þrátt fyrir áberandi andstöðu David Cameron, forsætisráðherra Breta, hlaut Juncker 422 atkvæði þeirra 729 sem greidd voru.

Frá þessu greinir BBC. Juncker var útnefndur í stöðuna af leiðtogaráði Evrópusambandsins í júní. Hann mun taka við hinum portúgalska Jose Manuel Barroso í nóvember næstkomandi.

Að kosningu lokinni hélt nýkjörni forsetinn ræðu þar sem hann sagði þingmönnum að framkvæmdastjórnin yrði pólitískt afl undir hans stjórn, en ekki einfaldlega þjónusta við Evrópubúa. Hann hlaut svo mikið lófaklapp viðstaddra þegar hann sagði evruna standa vörð um Evrópu.

Juncker hefur mikla reynslu af Evrópustjórnmálum. Hann leiddi Evrópska þjóðarflokkinn til sigurs í kosningum til Evrópuþingsins í vor og spilaði stórt hlutverk í samþykkt neyðarlána til Grikkja og Spánverja.


Tengdar fréttir

Enn engin sátt um Juncker

Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna þurfa á næstu vikum að koma sér saman um nýjan forseta framkvæmdastjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×