Enn engin sátt um Juncker Guðsteinn Bjarnason skrifar 5. júní 2014 10:00 Jean-Claude Juncker, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar, var einn helsti arkitekt evrunnar og lengi vel helsti leiðtogi evruríkjanna. Vísir/AP Þessa dagana er töluvert tekist á um það, hver hreppi embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, nú þegar Jose Manuel Barroso hverfur á braut. Meðal leiðtoga ESB hefur engin sátt verið um Jean-Claude Juncker, sem þó nýtur víðtæks stuðnings meðal þingmanna á hinu nýkjörna Evrópuþingi. Juncker gæti jafnvel verið búinn að tryggja sér stuðning yfirgnæfandi meirihluta þingsins eftir að Martin Schulz lýsti yfir stuðningi við hann í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel á miðvikudaginn. Juncker var forsetaefni kristilegu demókrataflokkanna, sem fengu 214 þingsæti af 751 í kosningunum í síðasta mánuði, en Schulz var forsetaefni sósíaldemókrataflokkanna, sem fengu 189 þingsæti. Samtals eru þessir þinghópar með 403 þingmenn á hinu nýkjörna Evrópuþingi, sem er býsna öruggur meirihluti. „Nú er ekki tími fyrir flokkapólitík. Kosningarnar eru afstaðnar,“ er haft eftir Schultz á vefsíðu þýsku útvarpsstöðvarinnar Deutsche Welle. „Nú er tíminn til að gera það sem þarf að gera, þannig að við getum varið frið og velfarnað í álfunni okkar og fengið nýjan styrk.“ Vandinn er sá að leiðtogar aðildarríkjanna þurfa fyrst að koma sér saman um forsetaefni, áður en til atkvæðagreiðslu kemur á þinginu. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst yfir mikilli óánægju með Juncker og var jafnvel sagður hafa hótað því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið verði Juncker fyrir valinu. Þá hafa leiðtogar Svíþjóðar, Hollands, Ungverjalands og Ítalíu lýst yfir andstöðu við Juncker. Angela Merkel Þýskalandskanslari, sem annars hafði stutt Juncker, enda kristilegur demókrati eins og hann, hefur nú stungið upp á því að Christine Lagarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verði fengin í embættið. Hún hefur að minnsta kosti, samkvæmt frétt frá Reuters, beðið sósíaldemókratann Francois Hollande, forseta Frakklands, að skoða hvort hann geti sætt sig við þann kost. Samkvæmt fréttamiðlinum Euractiv.com tók Hollande enga afstöðu, en lét þess getið að sér þætti það ekki góð hugmynd að Evrópa missi fulltrúa sinn í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sami miðill hefur eftir heimildarmönnum sínum að Hollande gæti hugsað sér að stinga upp á Jean-Marc Ayrault, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, ef Merkel gæti á annað borð sætt sig við að Frakki yrði forseti framkvæmdastjórnarinnar. Blaðafulltrúi þýsku stjórnarinnar sendi hins vegar, í framhaldi af þessum fréttaskrifum, frá sér yfirlýsingu um að ekkert sé hæft í vangaveltum um að Merkel vilji fá Lagarde í embættið. Sjálf hefur Lagarde svo lýst því yfir að hún hafi engan áhuga á að yfirgefa AGS fyrir forsetastól framkvæmdastjórnar ESB. Ýmsir fyrrverandi og núverandi leiðtogar Evrópuríkja hafa verið nefndir líklegir í embættið, þar á meðal Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. Breskir ráðamenn hafa sagst geta vel við unað, hvort sem Lagarde eða Thorning-Schmidt verði fyrir valinu. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hafa einnig verið nefndir til sögunnar. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Þessa dagana er töluvert tekist á um það, hver hreppi embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, nú þegar Jose Manuel Barroso hverfur á braut. Meðal leiðtoga ESB hefur engin sátt verið um Jean-Claude Juncker, sem þó nýtur víðtæks stuðnings meðal þingmanna á hinu nýkjörna Evrópuþingi. Juncker gæti jafnvel verið búinn að tryggja sér stuðning yfirgnæfandi meirihluta þingsins eftir að Martin Schulz lýsti yfir stuðningi við hann í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel á miðvikudaginn. Juncker var forsetaefni kristilegu demókrataflokkanna, sem fengu 214 þingsæti af 751 í kosningunum í síðasta mánuði, en Schulz var forsetaefni sósíaldemókrataflokkanna, sem fengu 189 þingsæti. Samtals eru þessir þinghópar með 403 þingmenn á hinu nýkjörna Evrópuþingi, sem er býsna öruggur meirihluti. „Nú er ekki tími fyrir flokkapólitík. Kosningarnar eru afstaðnar,“ er haft eftir Schultz á vefsíðu þýsku útvarpsstöðvarinnar Deutsche Welle. „Nú er tíminn til að gera það sem þarf að gera, þannig að við getum varið frið og velfarnað í álfunni okkar og fengið nýjan styrk.“ Vandinn er sá að leiðtogar aðildarríkjanna þurfa fyrst að koma sér saman um forsetaefni, áður en til atkvæðagreiðslu kemur á þinginu. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur lýst yfir mikilli óánægju með Juncker og var jafnvel sagður hafa hótað því að Bretland yfirgefi Evrópusambandið verði Juncker fyrir valinu. Þá hafa leiðtogar Svíþjóðar, Hollands, Ungverjalands og Ítalíu lýst yfir andstöðu við Juncker. Angela Merkel Þýskalandskanslari, sem annars hafði stutt Juncker, enda kristilegur demókrati eins og hann, hefur nú stungið upp á því að Christine Lagarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, verði fengin í embættið. Hún hefur að minnsta kosti, samkvæmt frétt frá Reuters, beðið sósíaldemókratann Francois Hollande, forseta Frakklands, að skoða hvort hann geti sætt sig við þann kost. Samkvæmt fréttamiðlinum Euractiv.com tók Hollande enga afstöðu, en lét þess getið að sér þætti það ekki góð hugmynd að Evrópa missi fulltrúa sinn í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Sami miðill hefur eftir heimildarmönnum sínum að Hollande gæti hugsað sér að stinga upp á Jean-Marc Ayrault, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, ef Merkel gæti á annað borð sætt sig við að Frakki yrði forseti framkvæmdastjórnarinnar. Blaðafulltrúi þýsku stjórnarinnar sendi hins vegar, í framhaldi af þessum fréttaskrifum, frá sér yfirlýsingu um að ekkert sé hæft í vangaveltum um að Merkel vilji fá Lagarde í embættið. Sjálf hefur Lagarde svo lýst því yfir að hún hafi engan áhuga á að yfirgefa AGS fyrir forsetastól framkvæmdastjórnar ESB. Ýmsir fyrrverandi og núverandi leiðtogar Evrópuríkja hafa verið nefndir líklegir í embættið, þar á meðal Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur. Breskir ráðamenn hafa sagst geta vel við unað, hvort sem Lagarde eða Thorning-Schmidt verði fyrir valinu. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, og Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, hafa einnig verið nefndir til sögunnar.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira