Erlent

Leiðtogar ræða nýjan forseta framkvæmdastjórnar ESB

Randver Kári Randversson skrifar
Leiðtogarnir fjórir á blaðamannafundi í dag.
Leiðtogarnir fjórir á blaðamannafundi í dag. Vísir/AFP
Leiðtogar fjögurra Evrópusambandsríkja, Þýskalands, Bretlands, Hollands og Svíþjóðar, funda nú í Svíþjóð til að ræða málefni ESB. Á meðal  helstu umræðuefni fundarins er skipan nýs forseta framkvæmdastjórnar sambandsins. BBC greinir frá þessu.

Angela Merkel, Þýskalandskanslari, ítrekaði í dag stuðning sinn við Jean-Claude Juncker, sem er fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar og frambjóðandi EPP, stærstu fylkingarinnar á Evrópuþinginu. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar og Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands eru hins vegar mótfallnir skipan Junckers.

Cameron hefur sagt Juncker vera of tengdan Evrópusambandinu sjálfu og telur að sambandið þurfi á  annars konar leiðtogum að halda til að leiða nauðsynlegar umbætur á næstu árum.  Talið er að ríki á borð við Svíþjóð, Holland, Ungverjaland. Hugsanlegt er að Ítalir séu á bandi Camerons en það gæti ráðið úrslitum um það hvort takist að koma í veg fyrir skipan Junckers.

Ákvörðun um skipan nýs forseta framkvæmdastjóra ESB verður kynnt á leiðtogafundi 26.-27 júní. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×