Íslenski boltinn

„Engum haldið í fangabúðum í FH“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán
Albert Brynjar Ingason, leikmaður FH, hefur áhuga á að losna frá félaginu og leita annað. Þetta stðafesti hann í samtali við Fótbolta.net í gær.

Albert Brynjar hefur verið sterklega orðaður við hans uppeldisfélag, Fylki, en samkvæmt heimildum Vísis mun vilji vera til staðar hjá báðum aðilum að fá kappann aftur í Árbæinn.

Samkvæmt heimasíðu KSÍ er þó Albert Brynjar ekki með gildandi samning við FH. Birgir Jóhannsson, framkvæmdarstjóri FH, sagði þó í viðtali við Vísi í dag að það væri ekki rétt.

„Hann er með gildan samning sem var skilað inn til KSÍ innan tilsettra marka,“ sagði Birgir við Vísi.

Hann gat þó ekki svarað því af hverju það kæmi ekki fram í gagnagrunni KSÍ. „Það mál er í skoðun. Við erum að bíða eftir svörum frá KSÍ.“

Birgir segir að Albert Brynjar hafi lýst yfir vilja sínum til skoða sig um og að það komi vel til greina af hálfu FH. „Við höfum aldrei staðið í vegi fyrir mönnum sem vilja leita annað. Það er enginn haldinn í fangabúðum í FH.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×