Erlent

Ísraelsher herðir aðgerðir á Gaza

Linda Blöndal skrifar
Ísraelsher hóf í nótt harðar árásir á jörðu niðri yfir landamæri Gaza og herða nú aðgerðir sínar gegn Hamas og öðrum palenstínskum baráttuhópum. Mikið mannfall varð meðal íbúa Gaza í nótt.

Herinn fór með mikinn fjölda af skriðdrekum og jarðýtum yfir landamærin í nótt, með það að megin markmiði að uppræta jarðgöng sem palestínskir baráttumenn hafa nýtt til að komast yfir til Ísraels. Árásir úr lofti héldu áfram. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra boðaði í dag enn frekari hernaðaraðgerðir Ísralesmanna á Gaza og segja fréttaskýrendur að friður sé nú ennþá fjarlægari möguleika en áður.

Hamas heldur áfram sendingum flugskeyta yfir til Ísraels og eru sakaðir um að hýsa vopn sín nærri heimilum og sjúkrahúsum á Gaza.

Ísraelsstjórn segir Hamas hafa hafnað tillögum um varanlegt vopnahlé sem Egypsk stjórnvöld reyni að miðla með stuðningi Sameinuðu þjóðanna.

27 palestínumenn féllu í átökum næturinnar, þar á meðal fimm mánaða gamalt barn og þrjú börn úr sömu fjölskyldu sem borin voru um götur í dag áður en þau voru borin til grafar. Einn Ísraelsmaður týndi lífi í nótt. Átján þúsund palestínumenn eru á vergangi og stór hluti Gaza svæðisins er án rafmagns. Um 270 hafa fallið í átökunum og þúsundir eru særðir. 

Barack Obama bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í dag að hann styddi aðgeriðr Ísraela sem hefðu rétt til að verja sig, eins og hann orðaði það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×