Fótbolti

Radamel Falcao: Ekki gleyma að boða dómarann í næsta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Radamel Falcao.
Radamel Falcao. Vísir/Getty
Radamel Falcao, stærsta fótboltastjarna Kólumbíu, fyrir HM í Brasilíu í það minnsta, missti af keppninni vegna meiðsla en liðið náði engu að síður inn í átta liða úrslitin í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar.

Radamel Falcao var ekki sáttur með frammistöðu spænska dómarans Carlos Velasco Carballo í 1-2 tapi Kólumbíu á móti Brasilíu í átta liða úrslitunum í kvöld.

Radamel Falcao tjáði sig um spænska dómarann inn á twitter-síðu sinni í kvöld. Þar leggur hann til að FIFA muni eftir að boða dómarann á næsta leik á HM því að dómarinn hafi ekki mætt í kvöld.

Brasilíumenn brutu meðal annars 31 sinni af sér í leiknum en fengu aðeins tvö gul spjöld.


Tengdar fréttir

David Luiz og Dani Alves hugguðu James í leikslok - myndir

Kólumbíumaðurinn James Rodríguez kemur örugglega til greina sem besti leikmaður HM í Brasilíu þrátt fyrir að hann hafi spilað sinn síðasta leik í átta liða úrslitunum í 1-2 tapi á móti Brasilíu í kvöld.

James tapaði í kvöld en komst í fámennan HM-hóp

Kólumbíumaðurinn James Rodríguez var í kvöld aðeins sjötti leikmaðurinn í sögu HM í fótbolta sem nær að skora sex mörk í fyrstu fimm leikjum sínum á HM í fótbolta og aðeins Pele var yngri þegar hann skoraði sitt sjötta HM-mark.

Fyrsti fyrirliði Brasilíu til að skora á HM í 20 ár

Miðvörðurinn Thiago Silva skoraði sitt fyrsta mark á HM á frábærum tíma í kvöld þegar hann kom Brasilíu í 1-0 á móti Kólumbíu í leik liðanna í átta liða úrslitunum á HM í fótbolta í Brasilíu.

Neymar upp á spítala?

Neymar, aðalstjarna brasilíska landsliðsins, var borinn af velli í kvöld þegar Brasilía vann 2-1 sigur á Kólumbíu í átta liða úrslitum HM í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×