Innlent

Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Bjarni hefur áratuga reynslu af slökkvistörfum.
Bjarni hefur áratuga reynslu af slökkvistörfum.
„Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. En tilkynnt var um hann á níunda tímanum í kvöld og allt tiltækt slökkvilið sent á staðinn. „Það brann alveg mjög illa en það var reyndar fyrir mína daga.“

Þá var í húsinu Persía teppaverslun og segir Bjarni þetta hafa gerst í kringum 1970. Hann segir byggingarnar einstaklega viðkvæmar fyrir hita.

Þrátt fyrir að þær séu gamlar og viðkvæmar hefur öllum reglum verið fylgt.  „Ekkert sem hefur klagað sérstaklega upp á þetta hús í eldvarnarskoðun.“ Hann segir þó að ef húsið yrði byggt núna yrði það sérstaklega brunahannað og sérstakt vatnsúðakerfi sett í bygginguna.

„Magnið af reyk myndast í samhengi við það sem er að brenna. Því meira sem brennur því meiri reykur,“ útskýrir Bjarni spurður hvers vegna reykjarmökkurinn sé svo stór. Svarti liturinn stafar hins vegar af þeim efnum sem eru að brenna. Þegar olíuefni, plast, gúmmí brenna í miklu magni þá verður liturinn svona dökkur.  


Tengdar fréttir

Hætt við að hús í Skeifunni hrynji

Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri.

Mikill eldur í Skeifunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni.

Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar

"Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn.

„Við munum rísa úr öskunni fljótt“

Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×