Innlent

Íbúar loki gluggum og kyndi íbúðir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Atli Ísleifsson
Íbúum í nágrenni við Skeifuna er bent á að loka vel gluggum vegna reykmengunar sem berst frá eldinum í Skeifunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur sem jafnframt bendir fólki á að kynda vel þær íbúðir sem reykur hefur borist í.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og slökkviliðsmenn úr Keflavík vinna enn að því að slökkva eldinn sem kviknaði í þvottahúsi efnalaugarinnar Fannar á áttunda tímanum í kvöld. Má reikna með því að slökkvistarf standi langt fram á nótt.

Lögregla hefur óskað eftir því að fólk haldi sig fjarri Skeifunni til að slökkvilið geti sinnt vinnu sinni. Þá hefur verið sprengihætta á svæðinu auk þess sem loftmengun af völdum reyksins er töluverð.


Tengdar fréttir

Mikill eldur í Skeifunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni.

Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar

"Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn.

„Við munum rísa úr öskunni fljótt“

Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×