Innlent

„Við munum rísa úr öskunni fljótt“

Sveinn Arnarsson skrifar
Eldurinn logar í Skeifunni.
Eldurinn logar í Skeifunni. Vísir/Gísli Berg
Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu berst þessa stundina við eld sem kom upp í húsnæði Fannar í Skeifunni og hefur dreift sér í byggingar tengdar húsinu.

„Nú er ekkert annað hægt en að skoða framhaldið. Okkur er sagt að allt sem er innandyra sé annaðhvort brunnið eða handónýtt. Við göngum bara út frá því að byggingin sé horfin. Við teljum okkur ágætlega tryggða.“

Ingþór og hans fólk er strax farið að huga að framhaldinu.

„Eitt er að velta fyrir sér hugsanlegu tjóni. En við verðum að vernda vörumerkið. Það er stutt í næsta skólaár , sem er einn stærsti pósturinn í verslun Griffils. Við erum strax farin að huga að nýrri verslun á nýjum stað,” segir Ingþór.

„Við erum þess fullviss að við munum rísa úr öskunni fljótt.“

visir/gísli
visir/gísli
visir/gísli
visir/gísli

Tengdar fréttir

Mikill eldur í Skeifunni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað út vegna mikils elds sem logar í Skeifunni.

Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar

"Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×