Innlent

Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar

Sveinn Arnarsson skrifar
Mynd frá Úlfarsfelli í kvöld.
Mynd frá Úlfarsfelli í kvöld. Vísir/Gulli Helga
Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn, segir að upptök eldsins, sem kviknaði um kvöldmatarleytið í Skeifunni í Reykjavík í kvöld, hafi verið í þvottahúsi efnalaugarinnar. Allt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út upp úr klukkan átta vegna eldsvoðans.

„Svo virðist sem eldurinn hafi komið upp í þvottahúsinu hjá okkur,“ segir Þorvarður í samtali við Vísi. Eldsvoðinn í kvöld hefur vart farið framhjá nokkrum manni enda sérst reykurinn allt frá Akranesi og vel suður á Reykjanes.

„Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×