Innlent

Fólk virðir ekki gulan borða lögreglunnar

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Margir fara einfaldlega undir gulan borða lögreglunnar.
Margir fara einfaldlega undir gulan borða lögreglunnar. Vísir/Arnþór
Fólk virðir enn ekki gulan borða lögreglunnar, sem er nú í kringum Skeifuna 11, sem brann í gær. Blaðamaður fór á vettvang og ræddi við tvo lögregluþjóna sem voru staddir við suðausturhluta hússins, sem snýr að Rúmfatalagernum og Hagkaup. Lögregluþjónarnir minntu gesti á að fara ekki nær þeim húsum sem brunnu, en sögðu ekki alla virða gula borðann sem settur var upp til að girða af húsin sem brunnu.

Þegar blaðamaður var staddur í Skeifunni í hádeginu voru margir sem einfaldlega fóru undir borða lögreglunnar, sem er strengdur við suður- og suðausturhlið hússins. Mikil bílaumferð var í Skeifunni á þessum tíma og voru margir að virða fyrir sér brunnu húsin. Verslunarstjóri Rúmfatalagersins í Skeifunni hafði það á orði að sérstaklega margir hefðu keyrt þarna um fyrri part dags.

Enn er nokkur brunalykt í loftinu í Skeifunni. Slökkvistarfið gengur vel að sögn þeirra slökkviliðsmanna sem enn eru að störfum. Þeir eru að slökkva í glæðum sem enn eru þarna og svokölluðum hreiðrum.

Vísir birti í dag myndband sem sýndi fólk fara undir borða lögreglunnar í gær, þegar bruninn stóð sem hæst. Sú iðja heldur áfram í dag, fólk fer enn undir borðann.


Tengdar fréttir

Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf

Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð.

Hunsaði viðvaranir lögreglunnar

Myndband sem sýnir foreldra fylgja börnum sýnum yfir viðvörunarborða lögreglunnar hefur vakið mikið umtal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×