Mannmergðin truflaði ekki slökkvistarf Kjartan Atli Kjartansson skrifar 7. júlí 2014 10:16 Fólk virðir brunann fyrir sér í Skeifunni í gærkvöldi. Vísir/Andri Marinó Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð. „Þetta er alþekkt um allan heim, við yrðum eiginlega hissa ef þetta gerðist ekki,“ útskýrir varðstjórinn í samtali við Vísi. Ólafur segir að mannmergðin í Skeifunni hafi í raun ekki truflað slökkvistarf. „Þegar fólk safnast saman í kringum bruna getur það haft áhrif, til dæmis þegar verið er að ferja tæki á staðinn. En í gær höfðu áhorfendur ekki teljandi áhrif á starfið. Það var allavega ekki stóra atriðið í þessu.“ Ólafur segir samt að slökkviliðið óski þess að fólk fari að fyrirmælum og virði það þegar beðið sé um að halda sig í fjarlægð. „Í gær reyndum við að koma skilaboðum á framfæri að fólk færi ekki nálægt brunanum. Það urðu sprengingar í einu húsinu og síðan er efnalaug þarna. Við svoleiðis aðstæður brenna óþekkt efni og maður þarf að hafa varann á,“ segir hann.Vísir/Andri MarinóÞrátt fyrir þau skilaboð slökkviliðsins og lögreglunnar var mikill fjöldi fólks sem lagði leið sína í Skeifuna. Lögregla er ekki með tölu á hve margir fylgdust með brunanum og störfum slökkviliðsins. „Þetta voru einhver hundruð manns. Það var alveg ofboðslega mikið af fólki,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Sem betur fer fengum við nú aðstoð frá Securitas og björgunarsveitunum. Það var ómetanlegt hjá þeim.“ Í fyrstu var svæðið sem lokað var ekki stórt en fljótlega var það þó víkkað út. Þá vildu margir hverjir þó ekki færa sig í fyrstu. „Við færðum lokanir okkar út og lokuðum stærra svæði. Þá þurftum við að ýta aðeins við fólki. Það var ekki alveg tilbúið að bakka og vildi vera sem næst þessu,“ segir Jóhann.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Þrekvirki slökkviliðsmanna: „Við héldum að þetta myndi allt fara“ Sveitir slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og víðar sameinuðust í einhverjum umfangsmestu aðgerðum seinni ára þegar eldur kom upp í Skeifunni á tíunda tímanum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01 Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49 Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11 Íbúar loki gluggum og kyndi íbúðir Íbúum í nágrenni við Skeifuna er bent á að loka vel gluggum vegna reykmengunar sem berst frá eldinum í Skeifunni. 6. júlí 2014 23:50 Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar "Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. 6. júlí 2014 21:46 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld. 7. júlí 2014 00:34 Brunabótamat Skeifunnar 11 rúmlega 1,8 milljarðar Skemmdirnar á húsnæðinu eru mismiklar en ólíklegt verður að teljast að einhver hluti þess hafi sloppið alfarið við tjón. 7. júlí 2014 09:41 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Slökkviliðið gerir ráð fyrir því í sínum áætlunum að fólk safnist saman í kringum stórbruna. Þetta segir Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð. „Þetta er alþekkt um allan heim, við yrðum eiginlega hissa ef þetta gerðist ekki,“ útskýrir varðstjórinn í samtali við Vísi. Ólafur segir að mannmergðin í Skeifunni hafi í raun ekki truflað slökkvistarf. „Þegar fólk safnast saman í kringum bruna getur það haft áhrif, til dæmis þegar verið er að ferja tæki á staðinn. En í gær höfðu áhorfendur ekki teljandi áhrif á starfið. Það var allavega ekki stóra atriðið í þessu.“ Ólafur segir samt að slökkviliðið óski þess að fólk fari að fyrirmælum og virði það þegar beðið sé um að halda sig í fjarlægð. „Í gær reyndum við að koma skilaboðum á framfæri að fólk færi ekki nálægt brunanum. Það urðu sprengingar í einu húsinu og síðan er efnalaug þarna. Við svoleiðis aðstæður brenna óþekkt efni og maður þarf að hafa varann á,“ segir hann.Vísir/Andri MarinóÞrátt fyrir þau skilaboð slökkviliðsins og lögreglunnar var mikill fjöldi fólks sem lagði leið sína í Skeifuna. Lögregla er ekki með tölu á hve margir fylgdust með brunanum og störfum slökkviliðsins. „Þetta voru einhver hundruð manns. Það var alveg ofboðslega mikið af fólki,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Sem betur fer fengum við nú aðstoð frá Securitas og björgunarsveitunum. Það var ómetanlegt hjá þeim.“ Í fyrstu var svæðið sem lokað var ekki stórt en fljótlega var það þó víkkað út. Þá vildu margir hverjir þó ekki færa sig í fyrstu. „Við færðum lokanir okkar út og lokuðum stærra svæði. Þá þurftum við að ýta aðeins við fólki. Það var ekki alveg tilbúið að bakka og vildi vera sem næst þessu,“ segir Jóhann.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47 Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Þrekvirki slökkviliðsmanna: „Við héldum að þetta myndi allt fara“ Sveitir slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og víðar sameinuðust í einhverjum umfangsmestu aðgerðum seinni ára þegar eldur kom upp í Skeifunni á tíunda tímanum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01 Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49 Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11 Íbúar loki gluggum og kyndi íbúðir Íbúum í nágrenni við Skeifuna er bent á að loka vel gluggum vegna reykmengunar sem berst frá eldinum í Skeifunni. 6. júlí 2014 23:50 Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar "Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. 6. júlí 2014 21:46 „Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00 Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld. 7. júlí 2014 00:34 Brunabótamat Skeifunnar 11 rúmlega 1,8 milljarðar Skemmdirnar á húsnæðinu eru mismiklar en ólíklegt verður að teljast að einhver hluti þess hafi sloppið alfarið við tjón. 7. júlí 2014 09:41 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Skeifubruninn: „Því meira sem brennur því meiri reykur“ "Það hefur brunnið í þessu húsi áður,“ segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um brunann í Skeifunni 11. 7. júlí 2014 00:47
Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00
Þrekvirki slökkviliðsmanna: „Við héldum að þetta myndi allt fara“ Sveitir slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og víðar sameinuðust í einhverjum umfangsmestu aðgerðum seinni ára þegar eldur kom upp í Skeifunni á tíunda tímanum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01
Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49
Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11
Íbúar loki gluggum og kyndi íbúðir Íbúum í nágrenni við Skeifuna er bent á að loka vel gluggum vegna reykmengunar sem berst frá eldinum í Skeifunni. 6. júlí 2014 23:50
Eldurinn kviknaði í Þvottahúsi Fannar "Það var unnið í þvottahúsinu í dag en enginn var við störf þegar eldurinn kom upp. Þar er náttúrulega mikill eldsmatur, þar sem við erum að þvo lín fyrir hótel og öldrunarheimili," segir Þorvarður Helgason, verkstjóri hjá Fönn. 6. júlí 2014 21:46
„Við munum rísa úr öskunni fljótt“ Ingþór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Pennans, sem á og rekur verslunina Griffil, gengur út frá því að allt sé farið sem þar sé innandyra. 6. júlí 2014 22:00
Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld. 7. júlí 2014 00:34
Brunabótamat Skeifunnar 11 rúmlega 1,8 milljarðar Skemmdirnar á húsnæðinu eru mismiklar en ólíklegt verður að teljast að einhver hluti þess hafi sloppið alfarið við tjón. 7. júlí 2014 09:41