Hunsaði viðvaranir lögreglunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. júlí 2014 11:38 VISIR/VILHELM Myndband sem sýnir fólk hunsa aðgangstakmarkanir lögreglunnar í Skeifunni hefur fengið töluverða athygli eftir að það birtist á Facebook í gærkvöldi. Má þar meðal annars sjá foreldra leiða börn sín yfir gulan borða lögreglunnar til þess að komast nær eldinum en töluverð hætta stafaði af eldglæringunum, meðal annars vegna sprengihættu og hættulegra efna sem leystust upp í andrúmsloftið. „Ég er í sannleika sagt gáttaður á þessari hegðun. Þarna eru heilu fjölskyldurnar að flykkjast yfir borðana. Þetta er alveg fáránlegt,“ segir Óttar Guðlaugsson myndatökumaður í samtali við Vísi. Hann bætir við að einungis örfáum mínútum áður hafi lögreglan sérstaklega óskað eftir því í útvarpinu að þessar takmarkanir yrðu virtar. Þrátt fyrir þau skilaboð slökkviliðsins og lögreglunnar var mikill fjöldi fólks sem lagði leið sína í Skeifuna. Lögregla er ekki með tölu á hve margir fylgdust með brunanum og störfum slökkviliðsins. „Þetta voru einhver hundruð manns. Það var alveg ofboðslega mikið af fólki,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Sem betur fer fengum við nú aðstoð frá Securitas og björgunarsveitunum. Það var ómetanlegt hjá þeim.“ Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð. segir að mannmergðin í Skeifunni hafi þó ekki truflað slökkvistarf að neinu ráði. „Þegar fólk safnast saman í kringum bruna getur það haft áhrif, til dæmis þegar verið er að ferja tæki á staðinn. En í gær höfðu áhorfendur ekki teljandi áhrif á starfið. Það var allavega ekki stóra atriðið í þessu.“ Umrætt myndband má sjá hér að neðan. Post by Óttarr Guðlaugsson. Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Slökkviliðsstarf mun standa fram á nótt Slökkvilið hefur náð stjórn á eldinum en ekki er hægt að komast inn í húsið vegna hættu á hruni. 7. júlí 2014 00:52 Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Þrekvirki slökkviliðsmanna: „Við héldum að þetta myndi allt fara“ Sveitir slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og víðar sameinuðust í einhverjum umfangsmestu aðgerðum seinni ára þegar eldur kom upp í Skeifunni á tíunda tímanum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01 Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49 Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11 Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld. 7. júlí 2014 00:34 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Myndband sem sýnir fólk hunsa aðgangstakmarkanir lögreglunnar í Skeifunni hefur fengið töluverða athygli eftir að það birtist á Facebook í gærkvöldi. Má þar meðal annars sjá foreldra leiða börn sín yfir gulan borða lögreglunnar til þess að komast nær eldinum en töluverð hætta stafaði af eldglæringunum, meðal annars vegna sprengihættu og hættulegra efna sem leystust upp í andrúmsloftið. „Ég er í sannleika sagt gáttaður á þessari hegðun. Þarna eru heilu fjölskyldurnar að flykkjast yfir borðana. Þetta er alveg fáránlegt,“ segir Óttar Guðlaugsson myndatökumaður í samtali við Vísi. Hann bætir við að einungis örfáum mínútum áður hafi lögreglan sérstaklega óskað eftir því í útvarpinu að þessar takmarkanir yrðu virtar. Þrátt fyrir þau skilaboð slökkviliðsins og lögreglunnar var mikill fjöldi fólks sem lagði leið sína í Skeifuna. Lögregla er ekki með tölu á hve margir fylgdust með brunanum og störfum slökkviliðsins. „Þetta voru einhver hundruð manns. Það var alveg ofboðslega mikið af fólki,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Sem betur fer fengum við nú aðstoð frá Securitas og björgunarsveitunum. Það var ómetanlegt hjá þeim.“ Ólafur Ingi Grettisson, innivarðsstjóri slökkviliðsins í Skógarhlíð. segir að mannmergðin í Skeifunni hafi þó ekki truflað slökkvistarf að neinu ráði. „Þegar fólk safnast saman í kringum bruna getur það haft áhrif, til dæmis þegar verið er að ferja tæki á staðinn. En í gær höfðu áhorfendur ekki teljandi áhrif á starfið. Það var allavega ekki stóra atriðið í þessu.“ Umrætt myndband má sjá hér að neðan. Post by Óttarr Guðlaugsson.
Reykjavík Stórbruni í Skeifunni Tengdar fréttir Slökkviliðsstarf mun standa fram á nótt Slökkvilið hefur náð stjórn á eldinum en ekki er hægt að komast inn í húsið vegna hættu á hruni. 7. júlí 2014 00:52 Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00 Þrekvirki slökkviliðsmanna: „Við héldum að þetta myndi allt fara“ Sveitir slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og víðar sameinuðust í einhverjum umfangsmestu aðgerðum seinni ára þegar eldur kom upp í Skeifunni á tíunda tímanum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01 Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49 Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11 Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld. 7. júlí 2014 00:34 Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Slökkviliðsstarf mun standa fram á nótt Slökkvilið hefur náð stjórn á eldinum en ekki er hægt að komast inn í húsið vegna hættu á hruni. 7. júlí 2014 00:52
Magnaðar myndir: Gífurlegt tjón er Skeifan 11 brann "Í fljótu bragði man ég ekki eftir jafn miklu flatarmáli sem hefur verið undir í svona alvarlegum eldi,“ sagði Bjarni Kjartansson. 7. júlí 2014 07:00
Þrekvirki slökkviliðsmanna: „Við héldum að þetta myndi allt fara“ Sveitir slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Selfossi og víðar sameinuðust í einhverjum umfangsmestu aðgerðum seinni ára þegar eldur kom upp í Skeifunni á tíunda tímanum í kvöld. 6. júlí 2014 00:01
Hætt við að hús í Skeifunni hrynji Stórhætta er á brunastað og líklegt að þök hrynji en þau eru byggð með strengjasteypu. Eins og að vera staddur í styrjöld, segir slökkviðliðsvarðsstjóri. 7. júlí 2014 07:49
Eldurinn í Skeifunni: Ótrúlegt myndband úr háloftunum Enn logar eldur í miðkjarna hússins. 7. júlí 2014 00:11
Vonar að ný Skeifa verði fegurri en sú sem brennur Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna er einn þeirra sem hafa tjáð sig um brunann í Skeifunni í kvöld. 7. júlí 2014 00:34
Hættuástand í Skeifunni: Margmenni á svæðinu Fólk er beðið að halda sig fjarri Skeifunni í Reykjavík. 6. júlí 2014 21:52