Erlent

Abdullah lýsir yfir sigri í Afganistan

Atli Ísleifsson skrifar
Abdullah Abdullah virðist hafa lotið í lægra haldi samkvæmt fyrstu tölum kjörstjórnar landsins. Hann hefur engu að síður lýst yfir sigri.
Abdullah Abdullah virðist hafa lotið í lægra haldi samkvæmt fyrstu tölum kjörstjórnar landsins. Hann hefur engu að síður lýst yfir sigri. Vísir/AFP
Abdullah Abdullah, forsetaframbjóðandi í Afganistan, hefur lýst yfir sigri í forsetakosningunum. Það gerir hann þrátt fyrir að fyrstu tölur úr seinni umferð forsetakosninganna, sem fram fóru um miðjan síðasta mánuð, gefi til kynna að andstæðingur Abdullah hafi fengið meirihluta atkvæða.

Kjörstjórn landsins birti fyrstu bráðabirgðatölur í gær þar sem andstæðingur Abdullah, Ashraf Ghani, fyrrum fjármálaráðherra landsins, mælist með rúmlega 56 prósent atkvæða, en Abdullah tæplega 44 prósent.

Abdullah ávarpaði stuðningsmenn sína í höfuðborginni Kabúl í gær þar sem hann ítrekaði ásakanir sínar um víðtækt kosningasvindl. Á vef BBC segir að John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi varað við að Abdullah reyni að taka völdin í sínar hendur.


Tengdar fréttir

Ghani næsti forseti Afganistans

Ashraf Ghani, fyrrum fjármálaráðherra Afganistans, mun taka við forsetaembætti landsins af Hamid Karzai samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum kjörstjórnar landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×