Erlent

Ghani næsti forseti Afganistans

Atli Ísleifsson skrifar
Ashraf Ghani er næsti forseti Afganistans samkvæmt bráðabirgðatölum úr seinni umferð forsetakosninga landsins.
Ashraf Ghani er næsti forseti Afganistans samkvæmt bráðabirgðatölum úr seinni umferð forsetakosninga landsins. Vísir/AFP
Ashraf Ghani, fyrrum fjármálaráðherra Afganistans, hefur mælst með meirihluta atkvæða í forsetakosningum landsins samkvæmt bráðabirgðatölum sem kjörstjórn í landinu birti fyrr í dag. Á vef BBC segir að talsmaður kjörstjórnar segi Ghani hafa fengið 56,5 prósent atkvæða í seinni umferð kosninganna sem fram fóru þann 14. júní síðastliðinn. Abdullah Abdullah, andstæðingur Ghani í seinni umferð kosninganna, hlaut 43,5 prósent atkvæða.

Ghani mun því að óbreyttu taka við forsetaembættinu af Hamid Karzai sem gegnt hefur embættinu frá 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×