Erlent

Brasilíska þjóðin á barmi taugaáfalls

Jakob Bjarnar skrifar
Brazilíska þjóðin reyndi ekki að leyna tilfinningum sínum þegar áfallilð reið yfir í gær.
Brazilíska þjóðin reyndi ekki að leyna tilfinningum sínum þegar áfallilð reið yfir í gær. vísir/afp
Brasilíska þjóðin er í taugaáfalli eftir leikinn gegn Þjóðverjum í gær, í undanúrslitum HM en þessi stolta og mikla knattspyrnuþjóð var niðurlægð á heimavelli með 1 - 7 ósigri.

Erlendir fréttamiðlar birta í morgun frásagnir og myndir af stórum hópum fólks sem grætur með ekkasogum á götum úti og í kjölfarið fengu menn útrás með því að brenna fánann, brjóta og bramla og var óeirðalögregla víða kölluð til.

Þjálfari liðsins, Luiz Pelipe Scolari, lýsir gærdeginum sem þeim versta í sínu lífi og reyndi hvergi að víkja sér undan ábyrgð. Hann sagði í viðtali að hans yrði minnst sem mannsins sem stjórnaði liðinu í þessum leik sem fer á spjöld sögunnar. Scolari var þjálfari liðsins þegar það hampaði heimsmeistaratitli árið 2002 en það mun engu skipta. Hann er maðurinn sem lagði línurnar, stjórnaði liðinu og svo framvegis. Scolari segist hafa vitað af þessari áhættu en þetta væri martröð. Hann grátbað þjóðina afsökunar á hörmulegri framistöðu liðsins.


Tengdar fréttir

Brasilía grét | Myndir

Leikmenn og stuðningsmenn Brasilíu voru óhuggandi eftir stórtapið gegn Þýskalandi í kvöld.

Tap Brasilíu metjöfnun

Ófá met féllu hjá brasilíska landsliðinu í kvöld. Kvöldið er eitt hið versta í knattspyrnusögu þessa fimmfalda heimsmeistara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×