Erlent

Isis lýsa yfir stofnun kalífadæmis

Íslömsku öfgasamtökin Isis hafa lýst yfir stofnun nýs ríkis á landsvæðum sem tilheyra Sýrlandi og Írak og hefur leiðtogi þeirra, Abu Bakr al-Baghdadi verið útnefndur kalífi og leiðtogi allra múslima. Þetta hefur lengi verið yfirlýst stefna samtakanna en nú þegar þau viðast stjórna stórum landsvæðum í löndunum tveimur hefur verið ákveðið að ganga alla leið og var tilkynning þess efnis send út á netinu í nótt.

Hið nýja ríki er sagt ná frá Aleppo í Sýrlandi og að Diyala héraði í austurhluta Íraks. Héðan í frá verður leiðtogi samtakanna, kallaður Ibrahim kalífi og nýja ríkið vilja þeir einfaldlega láta kalla Íslamska ríkið.

Harðir bardagar geisa nú í Írak um borgina Tikrit sem Isis-liðar tóku á dögunum og hafa íraskar herþotur gert loftárásir á stöðvar Ísis liða mannfall er sagt mikið í herbúðum beggja en hingað til hafa Ísis liðar ekki mætt svo mikilli mótspyrnu frá Íraska stjórnarhernum og til að mynda náðu þeir borginni Mosul á sitt vald án mikillar mótspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×