Erlent

Kom í veg fyrir að rán dætra sinna væri tilkynnt lögreglu

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Norska lögreglan
Faðir stúlknanna sem var rænt af grímuklæddum mönnum úr skólabíl í Noregi, hefur verið ákærður fyrir frelsissviptingu eftir að hann kom í veg fyrir að lögreglu væri tilkynnt um ránið.

Stúlkurnar, Somaja átta ára og Rajana sex ára, eru fæddar í Noregi, en faðir þeirra er frá Téteníu. Hann hefur nú verið kærður fyrir frelsissviftingu, samkvæmt frétt hjá Aftenposten.

Faðir þeirra heitir Mansur Mahashev, en hann var á vettvangi þegar stúlkunum var rænt og kom í veg fyrir að önnur börn létu lögregluna vita. Ránið var ekki tilkynnt fyrr en um hálftíma eftir að það átti sér stað.

Tveir bílar sáust á vettvangi ránsins, dökkur Volvo og silurleitur Toyota Corolla. Númer beggja náðust og er annar í eigu fyrirtækis sem faðir stúlknanna vinnur hjá og hinn er í eigu samstarfsfélaga hans.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×