Erlent

Tveimur stúlkum rænt í Noregi

Randver Kári Randversson skrifar
Stúlkurnar tvær, Rajana og Somaja.
Stúlkurnar tvær, Rajana og Somaja. Mynd/norska lögreglan
Tveimur stúlkum var rænt úr skólabíl í suðausturhluta Noregs í dag. Talið er að faðir stúlknanna hafi skipulagt brotthvarf þeirra..

Samkvæmt norskum fjölmiðlum réðust þrír grímuklæddir menn inn í skólabílinn í Kongsvinger-fylki í suðausturhluta Noregs og höfðu á brott með sér stúlkurnar, sem eru sex og átta ára gamlar systur frá Téténíu, og óku á brott með þær í litlum sendiferðabíl.

Norska lögreglan hefur hafið umfangsmikla leit að stúlkunum en ekki liggur fyrir hvort ræningjarnir hafi farið með þær yfir landamærin til Svíþjóðar eða til Oslóar - sem liggur í 100 kílómetra fjarlægð frá Kongsvinger. Sænska lögreglan er einnig í viðbragðsstöðu vegna málsins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×