Erlent

Móðirin grunuð um verknaðinn

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Somaja átta ára og Rajana sex ára.
Somaja átta ára og Rajana sex ára. mynd/norska lögreglan
Móðir stúlknanna tveggja sem rænt var í Kongsvinger í Noregi í gær er grunuð um verknaðinn. Faðir þeirra er jafnframt grunaður, en húsleit var gerð á heimili hans í gær.

Þrír grímuklæddir menn námu stúlkurnar tvær, sex og átta ára gamlar systur, úr skólabíl í Kongsvinger á brott í gær og hefur ekkert spurst til þeirra síðan þá.

Faðir þeirra, Mansur Mahasev, sagði vini sínum fyrir nokkru að hann hygðist fara með dætur sínar frá Noregi því honum fannst hann vera að missa tengslin við þær og fannst erfitt að fá lítið að sjá þær.

Mahasev var ákærður fyrir vanrækslu á dætrum sínum og hafa þær því búið hjá norskri fósturfjölskyldu síðan um áramótin, en ekki er búið að dæma í málinu. Mahasev er nú eftirlýstur og búið er að ákæra hann fyrir frelsissviptingu eftir að hafa komið í veg fyrir að lögreglu yrði tilkynnt um málið.


Tengdar fréttir

Húsleit gerð á heimili föðurins

Faðir stúlknanna tveggja sem rænt var í Noregi er grunaður um verknaðinn, en hann var á dögunum ákærður fyrir vanrækslu á börnum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×