Útiloka ekki verkfallsaðgerðir á ný eftir mánuð Hjörtur Hjartarson skrifar 19. júní 2014 19:30 Ríkisstjórnin hugsar sig vonandi tvisvar um áður en hún tekur við pöntuðum tillögum frá viðsemjendum okkar, segir formaður samninganefndar flugvirkja sem hættu við að fara í verkfall á síðustu stundu í gærkvöld. Hann útilokar ekki að boðað verði til verkfallsaðgerða á ný, strax í næsta mánuði náist ekki að semja við Icelandair. Alþingi var kallað saman til þingfundar í gær þar sem lagasetning vegna verkfalls flugvirkja var til umræðu. Þingfundur hófst klukkan þrjú en um hálftólf, skömmu áður en atkvæðagreiðsla um frumvarpið átti að fara fram, steig Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í pontu þar sem hún tilkynnti að flugvirkjar væru hættir við verkfallsaðgerðir sínar. Formaður samninganefndar flugvirkja segir að eftir að hafa fylgst með umræðunni á Alþingi í gær hafi honum þótt augljóst að engum af kröfum flugvirkja yrði mætt. Að hætta við verkfallið og sleppa þar með við lögin gefist þeim nú tækifæri til að semja og það sem meira er, verkfallsvopnið er enn í þeirra höndum. En hvað kemur í veg fyrir að því verði beitt strax í næstu viku? „Við áttum samtal við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og ég gaf henni mitt orð um að ég myndi alla vega láta mánuð líða áður en við íhuguðum frekari aðgerðir,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar flugvirkja.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi IcelandairGuðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair er hæfilega bjartsýnn á að samningar takist. „Það er auðvitað bara unnið að því að leysa málið. Það er í sjálfu sér ekkert hægt að segja mikið meira um það. Það er í hendi sáttasemjara í hvaða farveg þetta fer og það er hans á leiða málið til lykta. Við vonum bara það besta,“ segir Guðjón. Maríus telur hinsvegar fullvíst að Icelandair hafi haldið að sér höndum við samningaborðið, vitandi að ríkisstjórnin myndi setja lög á verkfallsaðgerðir flugvirkja. Hann óttast að hið sama verði uppi á tengingnum þegar deilendur setjast niður á nýjan leik. „Jú, en það myndi kannski afhjúpa það hvernig hlutirnir ganga fyrir sig ef það gerist,“ segir Maríus. Með því að afturkalla verkfallsaðgerðirnar í gær hafi flugvirkja verið að senda ríkisstjórninni skýr skilaboð. „Ég held að ríkisstjórnin ætti að hugsa sig um tvisvar áður en hún tekur svona pantaðar tillögur á dagskrá áður en til aðgerða kemur. Það er ekkert tjón búið að hljótast þannig að þeir ættu að íhuga það alvarlega.“ Tengdar fréttir Telur hæpið að sett verði lög á flugvirkja Sólahringsverkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. 16. júní 2014 12:15 Verkfall flugvirkja: "Erum að tryggja almannahagsmuni“ Hanna Birna segir að ekki sé verið að setja þrýsting á deilendur með lagasetningu. 17. júní 2014 20:18 Hafa til mánaðamóta til að semja Ef Flugvirkjafélag Íslands og Icelandair ná ekki lendingu fer kjaradeilan fyrir gerðadóm sem hefur til 1. ágúst til að semja um kaup og kjör. 18. júní 2014 15:19 SA segir kröfur flugvirkja óaðgengilegar Segja laun flugvirkja hafa hækkað meira frá árinu 2006 en hjá launafólki á almennum vinnumarkaði. 18. júní 2014 14:06 Vinnustöðvun flugvirkja í dag Kjarasamningar Icelandair og flugvirkja tókust ekki í gær og mun ótímabundið verkfall hefjast á fimmtudag að óbreyttu. 16. júní 2014 08:15 Flugvirkjar íhuga dómsmál vegna þvingunaraðgerða "Við teljum þetta vera ígildi þvingunaraðgerða af hendi stjórnvalda.“ 17. júní 2014 17:38 Verkfalli flugvirkja aflýst Félag flugvirkja mun nú íhuga málið næsta mánuðinn áður en frekari ákvarðanir verða teknar. 18. júní 2014 23:51 Flugvirkjar harma lagasetningu Flugvirkjar segja ljóst að ríkisstjórn og alþingi munu keyra í gegn lagasetningu gegn boðaðri verkstöðvun flugvirkja og sú þróun sé sorgarefni fyrir Flugvirkjafélagið og stéttarfélög í heild sinni. 18. júní 2014 06:53 Kalla yrði þing saman í dag til að hindra flugvirkjaverkfall Flugvirkjar og Icelandair funduðu hjá Ríkissáttasemjara í gær án árangurs. Ótímabundið verkfall á að hefjast á fimmtudag. Ferðamálasamtök Íslands vilja inngrip stjórnvalda. Innanríkisáðherra getur kallað saman þing með sólarhringsfyrirvara. 17. júní 2014 07:00 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Ríkisstjórnin hugsar sig vonandi tvisvar um áður en hún tekur við pöntuðum tillögum frá viðsemjendum okkar, segir formaður samninganefndar flugvirkja sem hættu við að fara í verkfall á síðustu stundu í gærkvöld. Hann útilokar ekki að boðað verði til verkfallsaðgerða á ný, strax í næsta mánuði náist ekki að semja við Icelandair. Alþingi var kallað saman til þingfundar í gær þar sem lagasetning vegna verkfalls flugvirkja var til umræðu. Þingfundur hófst klukkan þrjú en um hálftólf, skömmu áður en atkvæðagreiðsla um frumvarpið átti að fara fram, steig Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í pontu þar sem hún tilkynnti að flugvirkjar væru hættir við verkfallsaðgerðir sínar. Formaður samninganefndar flugvirkja segir að eftir að hafa fylgst með umræðunni á Alþingi í gær hafi honum þótt augljóst að engum af kröfum flugvirkja yrði mætt. Að hætta við verkfallið og sleppa þar með við lögin gefist þeim nú tækifæri til að semja og það sem meira er, verkfallsvopnið er enn í þeirra höndum. En hvað kemur í veg fyrir að því verði beitt strax í næstu viku? „Við áttum samtal við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra og ég gaf henni mitt orð um að ég myndi alla vega láta mánuð líða áður en við íhuguðum frekari aðgerðir,“ segir Maríus Sigurjónsson, formaður samninganefndar flugvirkja.Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi IcelandairGuðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair er hæfilega bjartsýnn á að samningar takist. „Það er auðvitað bara unnið að því að leysa málið. Það er í sjálfu sér ekkert hægt að segja mikið meira um það. Það er í hendi sáttasemjara í hvaða farveg þetta fer og það er hans á leiða málið til lykta. Við vonum bara það besta,“ segir Guðjón. Maríus telur hinsvegar fullvíst að Icelandair hafi haldið að sér höndum við samningaborðið, vitandi að ríkisstjórnin myndi setja lög á verkfallsaðgerðir flugvirkja. Hann óttast að hið sama verði uppi á tengingnum þegar deilendur setjast niður á nýjan leik. „Jú, en það myndi kannski afhjúpa það hvernig hlutirnir ganga fyrir sig ef það gerist,“ segir Maríus. Með því að afturkalla verkfallsaðgerðirnar í gær hafi flugvirkja verið að senda ríkisstjórninni skýr skilaboð. „Ég held að ríkisstjórnin ætti að hugsa sig um tvisvar áður en hún tekur svona pantaðar tillögur á dagskrá áður en til aðgerða kemur. Það er ekkert tjón búið að hljótast þannig að þeir ættu að íhuga það alvarlega.“
Tengdar fréttir Telur hæpið að sett verði lög á flugvirkja Sólahringsverkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. 16. júní 2014 12:15 Verkfall flugvirkja: "Erum að tryggja almannahagsmuni“ Hanna Birna segir að ekki sé verið að setja þrýsting á deilendur með lagasetningu. 17. júní 2014 20:18 Hafa til mánaðamóta til að semja Ef Flugvirkjafélag Íslands og Icelandair ná ekki lendingu fer kjaradeilan fyrir gerðadóm sem hefur til 1. ágúst til að semja um kaup og kjör. 18. júní 2014 15:19 SA segir kröfur flugvirkja óaðgengilegar Segja laun flugvirkja hafa hækkað meira frá árinu 2006 en hjá launafólki á almennum vinnumarkaði. 18. júní 2014 14:06 Vinnustöðvun flugvirkja í dag Kjarasamningar Icelandair og flugvirkja tókust ekki í gær og mun ótímabundið verkfall hefjast á fimmtudag að óbreyttu. 16. júní 2014 08:15 Flugvirkjar íhuga dómsmál vegna þvingunaraðgerða "Við teljum þetta vera ígildi þvingunaraðgerða af hendi stjórnvalda.“ 17. júní 2014 17:38 Verkfalli flugvirkja aflýst Félag flugvirkja mun nú íhuga málið næsta mánuðinn áður en frekari ákvarðanir verða teknar. 18. júní 2014 23:51 Flugvirkjar harma lagasetningu Flugvirkjar segja ljóst að ríkisstjórn og alþingi munu keyra í gegn lagasetningu gegn boðaðri verkstöðvun flugvirkja og sú þróun sé sorgarefni fyrir Flugvirkjafélagið og stéttarfélög í heild sinni. 18. júní 2014 06:53 Kalla yrði þing saman í dag til að hindra flugvirkjaverkfall Flugvirkjar og Icelandair funduðu hjá Ríkissáttasemjara í gær án árangurs. Ótímabundið verkfall á að hefjast á fimmtudag. Ferðamálasamtök Íslands vilja inngrip stjórnvalda. Innanríkisáðherra getur kallað saman þing með sólarhringsfyrirvara. 17. júní 2014 07:00 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Telur hæpið að sett verði lög á flugvirkja Sólahringsverkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. 16. júní 2014 12:15
Verkfall flugvirkja: "Erum að tryggja almannahagsmuni“ Hanna Birna segir að ekki sé verið að setja þrýsting á deilendur með lagasetningu. 17. júní 2014 20:18
Hafa til mánaðamóta til að semja Ef Flugvirkjafélag Íslands og Icelandair ná ekki lendingu fer kjaradeilan fyrir gerðadóm sem hefur til 1. ágúst til að semja um kaup og kjör. 18. júní 2014 15:19
SA segir kröfur flugvirkja óaðgengilegar Segja laun flugvirkja hafa hækkað meira frá árinu 2006 en hjá launafólki á almennum vinnumarkaði. 18. júní 2014 14:06
Vinnustöðvun flugvirkja í dag Kjarasamningar Icelandair og flugvirkja tókust ekki í gær og mun ótímabundið verkfall hefjast á fimmtudag að óbreyttu. 16. júní 2014 08:15
Flugvirkjar íhuga dómsmál vegna þvingunaraðgerða "Við teljum þetta vera ígildi þvingunaraðgerða af hendi stjórnvalda.“ 17. júní 2014 17:38
Verkfalli flugvirkja aflýst Félag flugvirkja mun nú íhuga málið næsta mánuðinn áður en frekari ákvarðanir verða teknar. 18. júní 2014 23:51
Flugvirkjar harma lagasetningu Flugvirkjar segja ljóst að ríkisstjórn og alþingi munu keyra í gegn lagasetningu gegn boðaðri verkstöðvun flugvirkja og sú þróun sé sorgarefni fyrir Flugvirkjafélagið og stéttarfélög í heild sinni. 18. júní 2014 06:53
Kalla yrði þing saman í dag til að hindra flugvirkjaverkfall Flugvirkjar og Icelandair funduðu hjá Ríkissáttasemjara í gær án árangurs. Ótímabundið verkfall á að hefjast á fimmtudag. Ferðamálasamtök Íslands vilja inngrip stjórnvalda. Innanríkisáðherra getur kallað saman þing með sólarhringsfyrirvara. 17. júní 2014 07:00