Innlent

SA segir kröfur flugvirkja óaðgengilegar

Randver Kári Randversson skrifar
Verkfall Flugvirkjafélags Íslands mun daglega hafa áhrif á um 12000 farþega til og frá landinu.
Verkfall Flugvirkjafélags Íslands mun daglega hafa áhrif á um 12000 farþega til og frá landinu. Vísir/Anton
Launakröfur flugvirkja eru margfalt hærri en það sem samið hefur verið um við sambærilega hópa og það sem samið hefur verið um á almennum markaði. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samtaka atvinnulífsins.

Jafnframt segir að laun flugvirkja hjá Icelandair hafi hækkað meira frá árinu 2006 en hjá launafólki á almennum vinnumarkaði samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Þannig hækkuðu regluleg laun flugvirkja um 79,9% á tímabilinu nóvember 2006 - maí 2013 þegar notuð er sama aðferð við mat á launabreytingum flugvirkja og Hagstofan notar við útreikning launavísitölu. Á sama tíma hækkuðu regluleg laun félagsmanna aðildarsamtaka ASÍ um 51,7% á tímabilinu.

Þá segir í tilkynningunni að ótímabundið verkfall sem Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað til frá og með 19. Júní muni hafa mikil og skaðleg áhrif, enda neyðist Icelandair til að fella niður 65 flugferðir á hverjum degi en það hafi daglega áhrif á 12000 farþega á leið til og frá landinu. Svo mikil truflun á flugsamgöngum til og frá Íslandi muni hafa veruleg áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki út um allt land, sérstaklega fyrirtæki á landsbyggðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×