Telur hæpið að sett verði lög á flugvirkja Höskuldur Kári Schram skrifar 16. júní 2014 12:15 Vísir/Anton Sólahringsverkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Verkfallið hefur áhrif á um tólf þúsund farþega en alls var Sextíu og fimm flugferðum aflýst. Ótímabundið verkfall hefst á fimmtudag ef ekki verður búið að leysa deiluna fyrir þann tíma. Deiluaðilar ætla að funda hjá ríkissáttasemjara í dag og hefst fundur klukkan tvö. Maríus Sigurgjónsson er formaður samninganefndar flugvirkja. Hann segist hafa fulla von til þess að samningar náist fyrir fimmtudag en enn sé of snemmt að lofa einhverju. „Búið er að ræða alla efnisþætti mjög vel. Þegar það næst sátt ætti að vera hægt að ganga frá samningi mjög fljótt,“ sagði Maríus í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir viðræður stranda á umræðu um vinnufyrirkomulag flugvirkja. Ríkisstjórnin setti lög á verkfall flugmanna í síðasta mánuði og ekki er útilokað að það sama verði gert nú. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur lýst því yfir að lagasetningu verði ekki beitt nema Alþingi verði fyrst kallað saman. Maríus segir að lagasetning brjóti gegn stjórnarskránni. „Mér lýst ekkert á það ef sú umræða er uppi. Við skulum bara bíða og sjá til. Við höfum ítrekað bent á að við teljum svoleiðis ráðstöfun vera ólöglega og ekki standast stjórnarskrá og mannréttindasáttmála,“ segir Maríus. Hann segir flugvirkja reyna að láta umræðu um lagasetningu ekki hafa áhrif á viðræðurnar. „Við teljum hæpið að ríkið haldi áfram á þessari braut.“ Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira
Sólahringsverkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst klukkan sex í morgun. Verkfallið hefur áhrif á um tólf þúsund farþega en alls var Sextíu og fimm flugferðum aflýst. Ótímabundið verkfall hefst á fimmtudag ef ekki verður búið að leysa deiluna fyrir þann tíma. Deiluaðilar ætla að funda hjá ríkissáttasemjara í dag og hefst fundur klukkan tvö. Maríus Sigurgjónsson er formaður samninganefndar flugvirkja. Hann segist hafa fulla von til þess að samningar náist fyrir fimmtudag en enn sé of snemmt að lofa einhverju. „Búið er að ræða alla efnisþætti mjög vel. Þegar það næst sátt ætti að vera hægt að ganga frá samningi mjög fljótt,“ sagði Maríus í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hann segir viðræður stranda á umræðu um vinnufyrirkomulag flugvirkja. Ríkisstjórnin setti lög á verkfall flugmanna í síðasta mánuði og ekki er útilokað að það sama verði gert nú. Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, hefur lýst því yfir að lagasetningu verði ekki beitt nema Alþingi verði fyrst kallað saman. Maríus segir að lagasetning brjóti gegn stjórnarskránni. „Mér lýst ekkert á það ef sú umræða er uppi. Við skulum bara bíða og sjá til. Við höfum ítrekað bent á að við teljum svoleiðis ráðstöfun vera ólöglega og ekki standast stjórnarskrá og mannréttindasáttmála,“ segir Maríus. Hann segir flugvirkja reyna að láta umræðu um lagasetningu ekki hafa áhrif á viðræðurnar. „Við teljum hæpið að ríkið haldi áfram á þessari braut.“
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Sjá meira