Evrópudraumar Stjörnunnar gerðir að engu í Kópavogi | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júní 2014 14:00 Ellert og Ingvar berjast um boltann en þeir áttu eftir að takast á í leiknum. Vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson stýrir Breiðabliki í síðasta sinn í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni á Kópvogsvellinum klukkan 20.00 í 6. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD og hefst útsendingin klukkan 19.45. Pepsi-mörkin fara svo yfir þann leik sem og hina fimm í sjöttu umferðinni klukkan 22.00 í kvöld. Leikir Blika og Stjörnunnar hafa verið skemmtilegir undanfarin ár. Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á gervigrasinu í Garðabæ í lokaumferðinni 2010 og næstu tvö ár fékk Stjarnan tækifæri til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni á móti Breiðabliki í Kópavoginum. Blikar stóðu í bæði skiptin í vegi fyrir Stjörnunni sem komst ekki í Evrópukeppni fyrr en síðasta haust þegar liðið endaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar. Tímabilið 2011 tapaði Stjarnan, 4-3, á Kópvogsvellinum en árið 2012 töpuðu Stjörnumenn 2-0 þar sem Nichlas Rohde skoraði bæði mörkin. Rohde skoraði fyrra markið strax á 10. mínútu eftir glæsilega sendingu Elfar Árna Aðalsteinssonar og það síðara skoraði Daninn eftir undirbúning Tómasar Óla Garðarssonar. Leikurinn sprakk svo endanlega í höndunum á Stjörnunni þegar Blikinn í röðum Garðbæinga, Ellert Hreinsson, fékk rautt spjald á 71. mínútu. Ingvar Þór Kale, sem ver mark Víkings í dag, lokkaði Ellert í atburðarrás sem endaði með því að Ellert fékk að líta rauða spjaldið. Ellert yfirgaf Stjörnunnar sama haust og gekk aftur í raðir Blika en hann skoraði sex mörk í 19 leikjum í fyrra. Hann er aftur á móti ekki kominn á blað í deildinni í ár. Mörkin, rauða spjaldið og önnur atvik úr þessum skemmtilega leik frá því 2012 má sjá í myndbandinu hér að neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Eins og hver annar leikdagur Ólafur Kristjánsson fær eitt tækifæri til viðbótar til að vinna deildarleik með Breiðablik í sumar áður en hann yfirgefur félagið. 2. júní 2014 12:00 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Ólafur Kristjánsson stýrir Breiðabliki í síðasta sinn í kvöld þegar liðið tekur á móti Stjörnunni á Kópvogsvellinum klukkan 20.00 í 6. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport HD og hefst útsendingin klukkan 19.45. Pepsi-mörkin fara svo yfir þann leik sem og hina fimm í sjöttu umferðinni klukkan 22.00 í kvöld. Leikir Blika og Stjörnunnar hafa verið skemmtilegir undanfarin ár. Blikar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn á gervigrasinu í Garðabæ í lokaumferðinni 2010 og næstu tvö ár fékk Stjarnan tækifæri til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni á móti Breiðabliki í Kópavoginum. Blikar stóðu í bæði skiptin í vegi fyrir Stjörnunni sem komst ekki í Evrópukeppni fyrr en síðasta haust þegar liðið endaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar. Tímabilið 2011 tapaði Stjarnan, 4-3, á Kópvogsvellinum en árið 2012 töpuðu Stjörnumenn 2-0 þar sem Nichlas Rohde skoraði bæði mörkin. Rohde skoraði fyrra markið strax á 10. mínútu eftir glæsilega sendingu Elfar Árna Aðalsteinssonar og það síðara skoraði Daninn eftir undirbúning Tómasar Óla Garðarssonar. Leikurinn sprakk svo endanlega í höndunum á Stjörnunni þegar Blikinn í röðum Garðbæinga, Ellert Hreinsson, fékk rautt spjald á 71. mínútu. Ingvar Þór Kale, sem ver mark Víkings í dag, lokkaði Ellert í atburðarrás sem endaði með því að Ellert fékk að líta rauða spjaldið. Ellert yfirgaf Stjörnunnar sama haust og gekk aftur í raðir Blika en hann skoraði sex mörk í 19 leikjum í fyrra. Hann er aftur á móti ekki kominn á blað í deildinni í ár. Mörkin, rauða spjaldið og önnur atvik úr þessum skemmtilega leik frá því 2012 má sjá í myndbandinu hér að neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ólafur: Eins og hver annar leikdagur Ólafur Kristjánsson fær eitt tækifæri til viðbótar til að vinna deildarleik með Breiðablik í sumar áður en hann yfirgefur félagið. 2. júní 2014 12:00 Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Sjá meira
Ólafur: Eins og hver annar leikdagur Ólafur Kristjánsson fær eitt tækifæri til viðbótar til að vinna deildarleik með Breiðablik í sumar áður en hann yfirgefur félagið. 2. júní 2014 12:00