Erlent

Foreldrar Maddie vilja draga úr vangaveltum

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikil leit stendur yfir á svæðinu og taka minnst 30 lögreglumenn frá Bretlandi þátt.
Mikil leit stendur yfir á svæðinu og taka minnst 30 lögreglumenn frá Bretlandi þátt. Vísir/AFP
Kate og Gerry McCann settu skilaboð á Facebook síðu leitarinnar að Madeleine McCann í dag þar sem þá báðu fólk um að forðast sögusagnir og vangaveltur byggðar á ónákvæmum fréttaflutningi.

Lögreglumenn á nýja leitarsvæðinu í Praia da la Luz í Portúgal eru nú byrjaðir að leita í ræsum og niðurföllum. Til þess eru notaðar myndavélar og hundar. Einnig notast lögreglan við radartæki sem greinir jarðlög.

Upprunalega stóð til að lögreglan myndi hætta leitinni á morgun, en til stendur að leita í viku í viðbót. Engar upplýsingar hafa verið gefnar upp varðandi tildrög þess að leit hófst að nýju í Portúgal. Foreldrar Madeleine segjast þó fá stöðuuppfærslur frá lögreglunni.

Samkvæmt Sky er svæðið sem leitað er á núna, eitt af þremur sem lögreglan hefur áhuga á að skoða.

Madeleine hvarf af hótelherbergi fjölskyldunnar fyrir sjö árum síðan.Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Leitin að Madeleine: Stórt svæði afgirt nálægt hótelinu

Lögreglumenn sem rannsaka hvarf Madeleine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf af hótelherbergi fjölskyldu sinnar árið 2007 í Praia de Luz í Portúgal, hafa í morgun girt af stórt svæði kjarrlendis nálægt hótelinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×